Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 20:00 Aron Pálmarsson á æfingunni í dag. vísir/tom Næg ábyrgð er yfir höfuð á Aroni Pálmarssyni í íslenska landsliðinu í handbolta enda þess besti maður. Á þriðjudaginn jókst ábyrgðin enn frekar þegar að fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson varð frá að hverfa vegna meiðsla. Það truflar þó Hafnfirðinginn lítið. „Ég er bara góður. Það er allavega ekkert stress á mér. Ég er bara spenntur í rauninni. Ég tek þessu fyrirliðahlutverki fagnandi en þar sem að Gaui datt út verður varafyrirliðinn að fyrirliða liðsins. Ég er bara stoltur og spenntur fyrir því að takast á við það verkefni,“ Aron er einn besti leikstjórnandi heims og stýrir sóknarleik Barcelona eins og umferðarlögregla. Horfnir eru þeir dagar sem hann skaut bara og skaut á markið eins og með íslenska liðinu forðum daga en það er nákvæmlega það hlutverk sem hann á að spila með Íslandi á ný undir stjórn Gumma. „Ég skal viðurkenna það, að það er erfiðara en ég hélt. Ég var aðeins of kokhraustur áður en ég mætti í verkefnið og átti að fara að skjóta aðeins meira. Þetta er allt annar handbolti sem er spilaður hér en hjá Barcelona,“ „Ég er búinn að stimpla mig inn á þetta núna og ég er búinn að vera að horfa á myndbönd af mér þegar að ég var í gamla hlutverkinu hjá Gumma. Mér líður alveg ágætlega með það að skjóta á markið. Það er gaman að detta í þann Aron aftur. Við spilum beinskeyttari handbolta og viljum fá kraft í sóknirnar sem hentar mér ágætlega. Nú er bara undir mér komið að sýna það á morgun að ég get staðið undir þessu,“ Íslenska liðið er ungt en nýju mennirnir eru svo lítt þekktir í handboltaheiminum að það getur nýst sem vopn á HM. „Mér finnst við drullugóðir. Það sem að þeir eiga að nýta núna er hvað þeir eru lítt þekktir. Þeir eru ekki mjög þekktir í handboltaheiminum sem er gríðarlegt vopn því að þeir eru það góðir. Ég væri ekkert að segja þetta nema að mér myndi finnast það,“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Aron Pálmarsson - Erfiðara en ég hélt HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Næg ábyrgð er yfir höfuð á Aroni Pálmarssyni í íslenska landsliðinu í handbolta enda þess besti maður. Á þriðjudaginn jókst ábyrgðin enn frekar þegar að fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson varð frá að hverfa vegna meiðsla. Það truflar þó Hafnfirðinginn lítið. „Ég er bara góður. Það er allavega ekkert stress á mér. Ég er bara spenntur í rauninni. Ég tek þessu fyrirliðahlutverki fagnandi en þar sem að Gaui datt út verður varafyrirliðinn að fyrirliða liðsins. Ég er bara stoltur og spenntur fyrir því að takast á við það verkefni,“ Aron er einn besti leikstjórnandi heims og stýrir sóknarleik Barcelona eins og umferðarlögregla. Horfnir eru þeir dagar sem hann skaut bara og skaut á markið eins og með íslenska liðinu forðum daga en það er nákvæmlega það hlutverk sem hann á að spila með Íslandi á ný undir stjórn Gumma. „Ég skal viðurkenna það, að það er erfiðara en ég hélt. Ég var aðeins of kokhraustur áður en ég mætti í verkefnið og átti að fara að skjóta aðeins meira. Þetta er allt annar handbolti sem er spilaður hér en hjá Barcelona,“ „Ég er búinn að stimpla mig inn á þetta núna og ég er búinn að vera að horfa á myndbönd af mér þegar að ég var í gamla hlutverkinu hjá Gumma. Mér líður alveg ágætlega með það að skjóta á markið. Það er gaman að detta í þann Aron aftur. Við spilum beinskeyttari handbolta og viljum fá kraft í sóknirnar sem hentar mér ágætlega. Nú er bara undir mér komið að sýna það á morgun að ég get staðið undir þessu,“ Íslenska liðið er ungt en nýju mennirnir eru svo lítt þekktir í handboltaheiminum að það getur nýst sem vopn á HM. „Mér finnst við drullugóðir. Það sem að þeir eiga að nýta núna er hvað þeir eru lítt þekktir. Þeir eru ekki mjög þekktir í handboltaheiminum sem er gríðarlegt vopn því að þeir eru það góðir. Ég væri ekkert að segja þetta nema að mér myndi finnast það,“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Aron Pálmarsson - Erfiðara en ég hélt
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36 Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Arnar Freyr æfir með grímu en allir eru klárir í slaginn Arnar Freyr Arnarsson fékk högg um jólin og þarf að æfa með grímu sem hann má ekki spila með. 10. janúar 2019 13:36
Ráðgátan ráðin um treyjunúmer Gunnarsson-bræðranna Arnór Þór Gunnarsson og Aron Einar Gunnarsson spilaði báðir í treyju númer 17. 10. janúar 2019 15:35
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00
Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Guðmundur Guðmundsson er ánægður með þjálfunina á Íslandi. 10. janúar 2019 11:00