Þetta vitum við um króatíska liðið sem mætir Íslandi á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 10:00 Domagoj Duvnjak spilar fyrir Alfreð Gíslason hjá Kiel. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM 2019 í München í dag og mótherjinn er sterkt lið Króata sem komst í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Króatía á HM 2019 - Króatíska landsliðið tryggði sér sæti á HM 2019 með að vinna Svartfjallalandi í umspili um laust sæti á mótinu. Króatía gerði út um þetta í fyrri leiknum sem liðið vann 32-19 á heimavelli. Svartfjallaland vann heimaleikinn fimm dögum síðar með einu marki, 32-31, en var aldrei nálægt því að vinna upp muninn.Landsliðsmenn Króata sjást hér nýkomnir heim með HM-bikarinn eftir að hafa orðið heimsmistarar á HM í Portúgal 2003.Vísir/EPA- Gengi Króata á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er þrettánda heimsmeistaramótið í sögu króatíska landsliðsins eða síðan að landið fékk sjálfsstæði frá Júgóslavíu. Nokkrir Króatar voru í gullaldarliði Júgóslavíu á níunda áratugnum þar á meðal markvörðurinn Mirko Basic. Fyrsta heimsmeistaramót Króatíu var einmitt HM á Íslandi 1995 þar sem liðið komst alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Frökkum. Besti árangur Króata á HM er þegar þeir urðu heimsmeistarar á HM í Portúgal 2013 en liðið vann þá 8 af 9 leikjum sínum og 34-31 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Króatía hefur alls unnið fimm verðlaun á HM, eitt gull (2003), þrjú silfur (1995, 2005, 2009) og eitt brons (2013).- Síðasta stórmót Króata - Króatar héldu Evrópumeistaramótið fyrir ári síðan en urðu að sætta sig við að missa af undanúrslitunum og enda í 5. sætið. Króatar töpuðu aðeins tveimur leikjum á mótinu, 31-35 á móti Svíum í riðlakeppninni og 27-30 á móti Frökkum í milliriðlinum. Þeir unnu síðan Tékklandi 28-27 í leiknum um fimmta sætið. Króatar urðu í fjórða sæti á síðasta HM eftir 28-25 tap í framlengdum leik á móti Noregi í undanúrslitum og 31-30 tap á móti Slóveníu í leiknum um bronsið.Luka Cindric skorar á móti Íslandi á EM í fyrra.Vísir/EPA- Gengið á móti Íslandi á stórmótum -Ísland hefur enn ekki tekist að vinna Króatíu á stórmóti. Þjóðirnar mættust í sjöunda sinn á EM í Króatíu fyrir ári síðan og Króatar unnu þann leik 29-22. Tvö stærstu töp Íslands á móti Króatíu á stórmótum hafa einmitt komið í síðustu tveimur leikjum því Króatar unnu Ísland með 9 marka mun, 37-28, á EM 2016. Króatar hafa unnið fjórar síðustu viðureignir þjóðanna og alls sex af sjö leikjum þeirra á stórmótum. Besti árangur íslenska liðsins er 26-26 jafntefli á EM í Austurríki 2010 en þá var Guðmundur Guðmundsson einmitt þjálfari íslenska landsliðsins.Domagoj Duvnjak tók við af Ivano Balic sem aðalstjarna Króata og hér fagnar þeir í leik á móti Íslandi á EM 2010.Vísir/EPA- Stærstu stjörnurnar í liði Króatíu - Leikstjórnandinn Domagoj Duvnjak hjá Kiel er þekktasti leikmaður liðsins en hann er fyrrum besti handboltamaður heims og var valinn í úrvalslið síðasta heimsmeistaramóts. Duvnjak er orðinn þrítugur og er bæði leikjahæstur og markahæstur í króatíska hópnum. Aðrir öflugir leikmenn eru sem dæmi Luka Cindric, leikstórnandi pólska liðsins Vive Kielce og vinstri hornamaðurinn Manuel Strlek sem með Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Það má heldur ekki gleyma Luka Stepancic, örvhentri skyttu frá Paris Saint Germain eða reynsluboltanum Zlatko Horvat sem spilar í hægra horninu hjá RK Zagreb. Í leiknum á móti Íslandi á EM í fyrr þá var Luka Cindric markahæstur með sjö mörk og 4 stoðsendingar en hann var þá valin maður leiksins.Lino Cervar er þjálfari Króatíu.Vísir/EPA- Þjálfari Króatíu á HM 2019 - Þjálfari Króatíu er hinn gamalreyndi Lino Cervar. Cervar er orðinn 68 ára gamall og hefur tvisvar tekið að sér þjálfun króatíska landsliðsins. Hann þjálfaði landsliðið fyrst á árunum 2002 til 2010 og gerði Króatíu meðal annars að heimsmeisturum árið 2003 og Ólympíumeisturum 2004. Cervar tók síðan aftur við landsliðinu í mars árið 2017 og Evrópumótið í fyrra var hans fyrsta mót eftir það. Undir stjórn Lino Cervar þá komust Króatar þrisvar sinnum í úrslitaleik HM og tvisvar sinnum í úrslitaleik EM auk þess að spila til úrslita á ÓL í Aþenu 2004. Króatía hefur unnið sex verðlaun á stórmótum undir stjórn Lino Cervar, tvenn gullverðlaun og sex silfurverðlaun. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM 2019 í München í dag og mótherjinn er sterkt lið Króata sem komst í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um króatíska landsliðið og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Króatía á HM 2019 - Króatíska landsliðið tryggði sér sæti á HM 2019 með að vinna Svartfjallalandi í umspili um laust sæti á mótinu. Króatía gerði út um þetta í fyrri leiknum sem liðið vann 32-19 á heimavelli. Svartfjallaland vann heimaleikinn fimm dögum síðar með einu marki, 32-31, en var aldrei nálægt því að vinna upp muninn.Landsliðsmenn Króata sjást hér nýkomnir heim með HM-bikarinn eftir að hafa orðið heimsmistarar á HM í Portúgal 2003.Vísir/EPA- Gengi Króata á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er þrettánda heimsmeistaramótið í sögu króatíska landsliðsins eða síðan að landið fékk sjálfsstæði frá Júgóslavíu. Nokkrir Króatar voru í gullaldarliði Júgóslavíu á níunda áratugnum þar á meðal markvörðurinn Mirko Basic. Fyrsta heimsmeistaramót Króatíu var einmitt HM á Íslandi 1995 þar sem liðið komst alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Frökkum. Besti árangur Króata á HM er þegar þeir urðu heimsmeistarar á HM í Portúgal 2013 en liðið vann þá 8 af 9 leikjum sínum og 34-31 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Króatía hefur alls unnið fimm verðlaun á HM, eitt gull (2003), þrjú silfur (1995, 2005, 2009) og eitt brons (2013).- Síðasta stórmót Króata - Króatar héldu Evrópumeistaramótið fyrir ári síðan en urðu að sætta sig við að missa af undanúrslitunum og enda í 5. sætið. Króatar töpuðu aðeins tveimur leikjum á mótinu, 31-35 á móti Svíum í riðlakeppninni og 27-30 á móti Frökkum í milliriðlinum. Þeir unnu síðan Tékklandi 28-27 í leiknum um fimmta sætið. Króatar urðu í fjórða sæti á síðasta HM eftir 28-25 tap í framlengdum leik á móti Noregi í undanúrslitum og 31-30 tap á móti Slóveníu í leiknum um bronsið.Luka Cindric skorar á móti Íslandi á EM í fyrra.Vísir/EPA- Gengið á móti Íslandi á stórmótum -Ísland hefur enn ekki tekist að vinna Króatíu á stórmóti. Þjóðirnar mættust í sjöunda sinn á EM í Króatíu fyrir ári síðan og Króatar unnu þann leik 29-22. Tvö stærstu töp Íslands á móti Króatíu á stórmótum hafa einmitt komið í síðustu tveimur leikjum því Króatar unnu Ísland með 9 marka mun, 37-28, á EM 2016. Króatar hafa unnið fjórar síðustu viðureignir þjóðanna og alls sex af sjö leikjum þeirra á stórmótum. Besti árangur íslenska liðsins er 26-26 jafntefli á EM í Austurríki 2010 en þá var Guðmundur Guðmundsson einmitt þjálfari íslenska landsliðsins.Domagoj Duvnjak tók við af Ivano Balic sem aðalstjarna Króata og hér fagnar þeir í leik á móti Íslandi á EM 2010.Vísir/EPA- Stærstu stjörnurnar í liði Króatíu - Leikstjórnandinn Domagoj Duvnjak hjá Kiel er þekktasti leikmaður liðsins en hann er fyrrum besti handboltamaður heims og var valinn í úrvalslið síðasta heimsmeistaramóts. Duvnjak er orðinn þrítugur og er bæði leikjahæstur og markahæstur í króatíska hópnum. Aðrir öflugir leikmenn eru sem dæmi Luka Cindric, leikstórnandi pólska liðsins Vive Kielce og vinstri hornamaðurinn Manuel Strlek sem með Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Það má heldur ekki gleyma Luka Stepancic, örvhentri skyttu frá Paris Saint Germain eða reynsluboltanum Zlatko Horvat sem spilar í hægra horninu hjá RK Zagreb. Í leiknum á móti Íslandi á EM í fyrr þá var Luka Cindric markahæstur með sjö mörk og 4 stoðsendingar en hann var þá valin maður leiksins.Lino Cervar er þjálfari Króatíu.Vísir/EPA- Þjálfari Króatíu á HM 2019 - Þjálfari Króatíu er hinn gamalreyndi Lino Cervar. Cervar er orðinn 68 ára gamall og hefur tvisvar tekið að sér þjálfun króatíska landsliðsins. Hann þjálfaði landsliðið fyrst á árunum 2002 til 2010 og gerði Króatíu meðal annars að heimsmeisturum árið 2003 og Ólympíumeisturum 2004. Cervar tók síðan aftur við landsliðinu í mars árið 2017 og Evrópumótið í fyrra var hans fyrsta mót eftir það. Undir stjórn Lino Cervar þá komust Króatar þrisvar sinnum í úrslitaleik HM og tvisvar sinnum í úrslitaleik EM auk þess að spila til úrslita á ÓL í Aþenu 2004. Króatía hefur unnið sex verðlaun á stórmótum undir stjórn Lino Cervar, tvenn gullverðlaun og sex silfurverðlaun.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira