Clinch: Sagði þeim að ég myndi setja næsta skot niður Smári Jökull Jónsson skrifar 10. janúar 2019 21:13 Lewis Clinch. Vísir/Bára Lewis Clinch hefur líklega oft spilað betur en hann gerði í kvöld en þriggja stiga karfan var gríðarlega mikilvæg þegar Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím suður með sjó í kvöld. „Við vorum að spila á móti vinnusömu liði og söknuðum eins af okkar betri leikmönnum í Tiegbe Bamba en aðrir stigu vel upp. Þetta var mikil barátta og mér finnst við enn vera að vinna í okkar málum eftir jólafríið. Við erum búin að leika gegn tveimur ungum og hæfileikaríkum liðum eftir jólin og höfum klárað það vel,“ sagði Clinch þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Hann sagði að það væri góð tilfinning að vera með fjögur stig úr tveimur leikjum á nýju ári. „Við töpuðum fyrir Skallagrím áður en ég kom, þeir eru vel þjálfaðir og það er góð byrjun á árinu að ná í sigra. Mér fannst við hleypa þeim full auðveldlega inn í leikinn á ný og þurfum að bæta okkur í að loka leikjunum.“ „Ég vil líta á jákvæðu hliðarnar, það var mjög jákvætt að sjá (Sigtrygg) Arnar koma inn og spila eins og hann getur því mér finnst hann einn af bestu bakvörðunum í deildinni. Að sjá hann koma spila svona vel í sókninni er frábært fyrir framhaldið í deildinni og bikarinn,“ en Grindvíkingar eiga leik gegn KR í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins síðar í mánuðinum. „Það er stórt fyrir okkur að fá hann svona í gang og Ólafur (Ólafsson) gerði mjög vel í seinni hálfleik, barðist vel og setti niður skot.“ Clinch var aðeins búinn að hitta úr einu af átta þriggja stiga skotum þegar langt var liðið á leikinn en þegar innan við mínúta var eftir setti hann risa stóran þrist sem fór langt með að klára leikinn fyrir heimamenn. „Alltaf þegar ég kom til baka á hliðarlínuna þá hvöttu þjálfararnir mig og liðsfélagarnir sömuleiðis. Þegar ég klikkaði á skotinu á undan því sem ég hitti úr þá sagði ég við þá að ég ætlaði mér að setja næsta niður. Við náðum þessu og það er frábært,“ sagði Clinch brosandi að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 90-83 | Seiglusigur hjá Grindavík Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím, 90-83, í baráttuleik suður með sjó í kvöld. Þeir færa sig því nær liðunum í efstu fjórum sætunum en Skallagrímur er í erfiðri stöðu í fallsæti Dominos-deildarinnar. 10. janúar 2019 22:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Lewis Clinch hefur líklega oft spilað betur en hann gerði í kvöld en þriggja stiga karfan var gríðarlega mikilvæg þegar Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím suður með sjó í kvöld. „Við vorum að spila á móti vinnusömu liði og söknuðum eins af okkar betri leikmönnum í Tiegbe Bamba en aðrir stigu vel upp. Þetta var mikil barátta og mér finnst við enn vera að vinna í okkar málum eftir jólafríið. Við erum búin að leika gegn tveimur ungum og hæfileikaríkum liðum eftir jólin og höfum klárað það vel,“ sagði Clinch þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Hann sagði að það væri góð tilfinning að vera með fjögur stig úr tveimur leikjum á nýju ári. „Við töpuðum fyrir Skallagrím áður en ég kom, þeir eru vel þjálfaðir og það er góð byrjun á árinu að ná í sigra. Mér fannst við hleypa þeim full auðveldlega inn í leikinn á ný og þurfum að bæta okkur í að loka leikjunum.“ „Ég vil líta á jákvæðu hliðarnar, það var mjög jákvætt að sjá (Sigtrygg) Arnar koma inn og spila eins og hann getur því mér finnst hann einn af bestu bakvörðunum í deildinni. Að sjá hann koma spila svona vel í sókninni er frábært fyrir framhaldið í deildinni og bikarinn,“ en Grindvíkingar eiga leik gegn KR í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins síðar í mánuðinum. „Það er stórt fyrir okkur að fá hann svona í gang og Ólafur (Ólafsson) gerði mjög vel í seinni hálfleik, barðist vel og setti niður skot.“ Clinch var aðeins búinn að hitta úr einu af átta þriggja stiga skotum þegar langt var liðið á leikinn en þegar innan við mínúta var eftir setti hann risa stóran þrist sem fór langt með að klára leikinn fyrir heimamenn. „Alltaf þegar ég kom til baka á hliðarlínuna þá hvöttu þjálfararnir mig og liðsfélagarnir sömuleiðis. Þegar ég klikkaði á skotinu á undan því sem ég hitti úr þá sagði ég við þá að ég ætlaði mér að setja næsta niður. Við náðum þessu og það er frábært,“ sagði Clinch brosandi að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 90-83 | Seiglusigur hjá Grindavík Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím, 90-83, í baráttuleik suður með sjó í kvöld. Þeir færa sig því nær liðunum í efstu fjórum sætunum en Skallagrímur er í erfiðri stöðu í fallsæti Dominos-deildarinnar. 10. janúar 2019 22:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 90-83 | Seiglusigur hjá Grindavík Grindavík vann sjö stiga sigur á Skallagrím, 90-83, í baráttuleik suður með sjó í kvöld. Þeir færa sig því nær liðunum í efstu fjórum sætunum en Skallagrímur er í erfiðri stöðu í fallsæti Dominos-deildarinnar. 10. janúar 2019 22:00