Einar Árni: Ákveðin fegurð í að vinna leiki þegar hlutirnir detta ekki með manni Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 10. janúar 2019 21:45 Einar Árni gat leyft sér að brosa eftir leik vísir/anton Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira