Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 80-76 | Háspennusigur heimamanna Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 11. janúar 2019 23:30 vísir/bára KR vann í kvöld Keflavík í 12. umferð Dominos-deildar karla. Fyrir leik voru liðin jöfn í fjórða sæti svo þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir KR. Leikurinn var jafn allan tímann en KR voru með reynsluna þegar á reyndi í fjórða leikhluta og gátu klárað leikinn. Julian Boyd leikmaður KR setti strax tóninn með tröllatroðslu í fyrstu körfu leiksins. Hvorugt liðið var að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta. Hvorugt liðið var hinsvegar að spila góðan varnarleik svo stóru karlarnir gátu náð sér í nóg af auðveldum stigum í kringum körfuna. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-18 fyrir KR. KR voru að láta boltann ganga mjög vel allan fyrri hálfleikinn og finna opna manninn eftir að hafa búið til göt í vörn Keflavíkur eftir góðar boltahindranir. Keflvíkingar þurftu meira að treysta á einstaklingsframtök frá Mindungas Kacinas og Michael Craion í fyrri hálfleik en þeir voru með samtals 21 stig í hálfleik. Julian Boyd var besti maður KR í fyrri hálfleik með 16 stig, 3 fráköst og 1 varið skot. Staðan í hálfleik var 44-38 Keflvíkingar komu miklu grimmari inn í þriðja leikhluta en Mantas Mockevicius byrjaði inná í seinni hálfleik í stað Ágústs Orrasonar sem byrjaði leikinn. Mantas og Keflavík voru ekki lengi að jafna leikinn og þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður komust Keflvíkingar yfir 50-51. Í þeirri stöðu tók Ingi Þór þjálfari KR leikhlé og sóknarleikur KR róaðist niður. Heimamenn klára leikhlutann ágætlega en Kristófer Acox kom þeim yfir 59-56 með svakalegri troðslu rétt áður en leikhluti klárast. Í fjórða leikhluta tók við eintóm spenna. Keflvíkingar byrjuðu aftur betur og komust fljótt yfir 59-63. Liðin voru að skiptast á körfum og Keflavík örlítið með yfirhöndina þangað til að Mike DiNunno setti niður þrist fyrir KR í stöðunni 68-70. Þessi þristur kveikti í heimamönnum sem jöfnuðu síðan í sinni næstu sókn. Keflvíkingar ná þó að skora tvær körfur í röð og komast í stöðuna 70-74. Síðan gera þeir skelfileg varnarmistök tvær sóknir í röð og KR ná tvem troðslum í röð. Þessar troðslur sú fyrri frá Julian Boyd og sú seinni frá Kristófer Acox jöfnuðu leikinn og gáfu í leiðinni áhorfendum eitthvað fyrir sinn snúð. Í næstu sókn KR setti Pavel Ermolinskij niður flautuþrist þar sem hann fékk hjálp frá spjaldinu. Þristurinn settir KRinga yfir 77-74 með minna en tveimur mínútum eftir af leiknum. Með 13 sekúndur eftir í leiknum klúðraði Mike DiNunno vítaskoti þar sem KR voru yfir með tveimur stigum. Julian Boyd náði hinsvegar sóknarfrákasti fyrir KR og skoraði síðan tvö stig og gerði útaf við leikinn. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Keflvíkingar ná ekki frákasti eftir víti á ögurstundu og þetta er eitthvað sem þeir verða að laga ef þeir ætla sér að spila langt fram á vor.vísir/báraAf hverju vann KR? Í svona jöfnum leik þá eru það litlu hlutirnir sem ákveða sigurvegarann. Í kvöld gerðu KR litlu hlutina betur en þeir náðu fráköstum og stálu boltanum á lykilaugnablikum undir lok leiksins. Svo hjálpar líka að fá spjaldið ofaní flautuþrist með minna en tvær mínútur eftir af leiknum.Hverjir stóðu upp úr? Julian Boyd var stigahæsti maður vallarins og átti mjög flottan leik. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 16 stig og var allt í öllu. Hann var ekki alveg jafn áberandi í seinni hálfleik en gerði þó það sem þurfti í lok leiks þegar KR þurftu á körfum og fráköstum að halda. Kristófer Acox var frábær fyrir KR í kvöld.. Kristófer dekkaði í þessum leik aðallega Hörð Axel og Mantas. Hann lokaði algjörlega á þá á köflum og stíflaði sóknarleik Keflvíkinga gríðarlega. Þetta er dæmi um hvað Kristófer er fjölhæfur varnarmaður sem gefur KR marga möguleiki á hvernig þeir geta stillt upp vörninni sinni. Síðan var Kristófer alls ekki slæmur sóknarlega heldur með 15 stig í 13 skotum. Mike Craion var bestur í liði Keflavíkur í kvöld. 24 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot og 2 stolnir boltar segja allt sem segja þarf. Maðurinn var óstöðvandi þegar hann fékk boltann í teignum. Mindungas Kacinas var flottur fyrir Keflavík fyrstu þrjá leikhlutana en hvarf þó dálítið í fjórða leikhluta þar sem hann skoraði einungis eina körfu. Hann spilaði þó vel í hinum þremur leikhlutunum og þetta er leikmaður sem lofar góðu fyrir Keflavík fyrir restina af tímabilinu.Hvað gekk illa? Bæði lið voru að hitta illa fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld. Bæði með 30% nýtingu þar. Það sem kemur mest á óvart þar er kannski að landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Stefánsson voru báðir að hitta gríðarlega illa í leiknum og voru oft að taka erfið skot sem þeir þurftu ekki endilega að taka. Jón 0/4 í þriggja stiga skotum og Hörður 2/8. Annars var lítið sem gekk mjög illa svo sem. Það mætti segja að báðum liðum hafi gengið illa í að búa til stórar forystur en ætli það hafi ekki verið frekar að bæði lið hafi verið góð í að hleypa andstæðingnum ekki frá sér.Tölfræði sem vakti athygli 389 landsleikir sem leikmenn KR hafa spilað fyrir Ísland. Ótrúlega mikil reynsla í þessu liði sem átti pottþétt þátt í að þeir náðu að klára þennan leik til dæmis. Það verður spennandi að sjá í úrslitakeppninni hvort reynslan hjálpi þeim eða hvort þeir séu of gamlir og verði þreyttir í stóru leikjunum í vor. +15. Keflavík unnu með 15 stigum á meðan Mantas Mockevicius var inná í kvöld. Hann átti fínan leik í kvöld og byrjaði seinni hálfleik líka inná, það er athyglisvert hvort að Mantas muni byrja inná í næsta leik hjá Keflavík miðað við þetta.Hvað gerist næst? KR fara til Þorlákshafnar á fimmtudaginn þar sem spila við Þór. Keflvíkingar fá Grindjána í heimsókn næsta föstudagskvöld klukkan 20:15 en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.vísir/báraKristófer : Þurftum að hafa fyrir þessu „Virkilega sáttur. Þetta var erfitt, við þurftum að hafa fyrir þessu allan tímann. Þeir voru úr hörku leik í síðustu viku og við vissum að þeir myndu koma brjálaðir. Við erum hægt og rólega að púsla saman þessu púsli sem við erum með. Ég er virkilega ánægður með þessi tvö stig í kvöld,” sagði Kristófer Acox leikmaður KR eftir leik kvöldsins. Mike DiNunno var í kvöld að spila sinn fyrsta leik fyrir KR. Kristófer fannst þessi Bandaríski leikmaður með ítalskt vegabréf passa vel inn í KR liðið. „Virkilega vel. Á fyrstu æfingu sá maður að þetta er alvöru körfuboltamaður. Alvöru atvinnumaður, sem er mjög opinn og auðvelt að tengja við. Hann er strax að komast vel inn í þetta. Hann er bara búinn að vera hérna í nokkra daga en mér fannst hann stimpla sig mjög vel inn í deildina í kvöld.” Kristófer sem er vanalega skilgreindur sem kraftframherji eða jafnvel miðherji dekkaði eiginlega bara leikstjórnendur í kvöld. Aðallega byrjunarmanninn í landsliðinu Hörð Axel Vilhjálmsson sem átti langt frá sinn besta leik í kvöld. Kristófer var sammála blaðamanni að þetta hafi hjálpað liðinu gríðarlega mikið varnarlega „Það hjálpar liðinu náttúrulega gríðarlega að ég geti verið á þeirra bakvörðum. Við erum með mikla hæð í okkar liði svo við nýtum okkur það að geta skipt á mikið af hindrunum. Þannig getum við svolítið drepið niður sóknarleik andstæðingana en við þurfum smá að venjast hvor öðrum.” „Ég er ekki mikið búinn að vera að gera þetta uppá síðkastið. Þú kannski sást það undir lokinn að ég var alveg dauðþreyttur en þetta kemur hægt og rólega. Mér finnst virkilega gaman að geta dekkað líka bakverði úti á miðjum velli og ég held að það sé einn af mínum styrkleikum og ég ætla að halda áfram að vinna í því.” Myndir þú segja að það sé einn af ykkar helstu styrkleikum að þið séuð svona margir í liðinu sem geta dekkað eiginlega allar stöður? „Algjörlega. Þess vegna erum við líka svo gríðarlega hættulegir þegar kemur að svona stórum leikjum eins og í úrslitakeppninni. Við getum róterað mikið og allir geta dekkað margar stöður. Það hjálpar mikið að vera með svona mikla breidd sérstaklega varnarlega.” Það er ekki bara Mike sem kom inn í liðið í kvöld. Pavel kom líka aftur inn í liðið eftir að glíma við mikið af meiðslum, ertu sammála að boltinn gangi mjög vel á milli manna þegar þeir eru saman inná? „Klárlega. Þeir eru kannski dálítið ósvipaðir leikmenn en Pavel er okkar tveggja metra leikstjórnandi. Hann sér yfir allan völlinn og er búinn að stýra þessu liði í mörg ár. Það er auðvitað alltaf gott að hafa hann inná vellinum, þótt hann sé heill eða ekki. Að hafa þá báða inná í einu er eitthvað sem við þurfum að vinna í aðeins meira. Ég er mjög spenntur fyrir því.”vísir/báraMike Craion : Köstum boltanum frá okkur „Annar tapleikurinn í röð svo ég er dálítið pirraður. Okkur langaði í sigurinn í kvöld en þetta féll ekki með okkur í kvöld. Ég er dálítið óhress með þetta,” sagði Michael Craion leikmaður Keflavíkur eftir leik kvöldsins. Fyrsti leikurinn þinn í DHL-höllinni í nýrri treyju eftir að hafa unnið tvo titla hérna, var það eitthvað öðruvísi fyrir þig? „Ég var ekki að einbeita mér að því. Ég var meira að einbeita mér að því að ná í sigurinn í kvöld fyrir liðið mitt.” Hafði það engin áhrif á þig að vera að spila á móti þínum gömlu liðsfélögum í kvöld? „Í rauninni ekki. Mig langar alltaf bara að vinna, það hefur lítil áhrif á mig hverjum ég er að spila á móti.” Michael skoraði 24 stig í kvöld úr 15 skotum og var nánast óstöðvanlegur í teignum. Hann gaf þessar skýringar á því hvernig hann skoraði svona vel í teignum. „Ég bara spilaði minn leik. Einbeitti mér að því að komast að hringnum og klára sterkt.” „Köstum boltanum frá okkur og misstum einbeitingu sóknarlega,” sagði Michael aðspurður hvað hefði kostað Keflavík sigurinn í kvöld. Dominos-deild karla
KR vann í kvöld Keflavík í 12. umferð Dominos-deildar karla. Fyrir leik voru liðin jöfn í fjórða sæti svo þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir KR. Leikurinn var jafn allan tímann en KR voru með reynsluna þegar á reyndi í fjórða leikhluta og gátu klárað leikinn. Julian Boyd leikmaður KR setti strax tóninn með tröllatroðslu í fyrstu körfu leiksins. Hvorugt liðið var að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta. Hvorugt liðið var hinsvegar að spila góðan varnarleik svo stóru karlarnir gátu náð sér í nóg af auðveldum stigum í kringum körfuna. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-18 fyrir KR. KR voru að láta boltann ganga mjög vel allan fyrri hálfleikinn og finna opna manninn eftir að hafa búið til göt í vörn Keflavíkur eftir góðar boltahindranir. Keflvíkingar þurftu meira að treysta á einstaklingsframtök frá Mindungas Kacinas og Michael Craion í fyrri hálfleik en þeir voru með samtals 21 stig í hálfleik. Julian Boyd var besti maður KR í fyrri hálfleik með 16 stig, 3 fráköst og 1 varið skot. Staðan í hálfleik var 44-38 Keflvíkingar komu miklu grimmari inn í þriðja leikhluta en Mantas Mockevicius byrjaði inná í seinni hálfleik í stað Ágústs Orrasonar sem byrjaði leikinn. Mantas og Keflavík voru ekki lengi að jafna leikinn og þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður komust Keflvíkingar yfir 50-51. Í þeirri stöðu tók Ingi Þór þjálfari KR leikhlé og sóknarleikur KR róaðist niður. Heimamenn klára leikhlutann ágætlega en Kristófer Acox kom þeim yfir 59-56 með svakalegri troðslu rétt áður en leikhluti klárast. Í fjórða leikhluta tók við eintóm spenna. Keflvíkingar byrjuðu aftur betur og komust fljótt yfir 59-63. Liðin voru að skiptast á körfum og Keflavík örlítið með yfirhöndina þangað til að Mike DiNunno setti niður þrist fyrir KR í stöðunni 68-70. Þessi þristur kveikti í heimamönnum sem jöfnuðu síðan í sinni næstu sókn. Keflvíkingar ná þó að skora tvær körfur í röð og komast í stöðuna 70-74. Síðan gera þeir skelfileg varnarmistök tvær sóknir í röð og KR ná tvem troðslum í röð. Þessar troðslur sú fyrri frá Julian Boyd og sú seinni frá Kristófer Acox jöfnuðu leikinn og gáfu í leiðinni áhorfendum eitthvað fyrir sinn snúð. Í næstu sókn KR setti Pavel Ermolinskij niður flautuþrist þar sem hann fékk hjálp frá spjaldinu. Þristurinn settir KRinga yfir 77-74 með minna en tveimur mínútum eftir af leiknum. Með 13 sekúndur eftir í leiknum klúðraði Mike DiNunno vítaskoti þar sem KR voru yfir með tveimur stigum. Julian Boyd náði hinsvegar sóknarfrákasti fyrir KR og skoraði síðan tvö stig og gerði útaf við leikinn. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Keflvíkingar ná ekki frákasti eftir víti á ögurstundu og þetta er eitthvað sem þeir verða að laga ef þeir ætla sér að spila langt fram á vor.vísir/báraAf hverju vann KR? Í svona jöfnum leik þá eru það litlu hlutirnir sem ákveða sigurvegarann. Í kvöld gerðu KR litlu hlutina betur en þeir náðu fráköstum og stálu boltanum á lykilaugnablikum undir lok leiksins. Svo hjálpar líka að fá spjaldið ofaní flautuþrist með minna en tvær mínútur eftir af leiknum.Hverjir stóðu upp úr? Julian Boyd var stigahæsti maður vallarins og átti mjög flottan leik. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 16 stig og var allt í öllu. Hann var ekki alveg jafn áberandi í seinni hálfleik en gerði þó það sem þurfti í lok leiks þegar KR þurftu á körfum og fráköstum að halda. Kristófer Acox var frábær fyrir KR í kvöld.. Kristófer dekkaði í þessum leik aðallega Hörð Axel og Mantas. Hann lokaði algjörlega á þá á köflum og stíflaði sóknarleik Keflvíkinga gríðarlega. Þetta er dæmi um hvað Kristófer er fjölhæfur varnarmaður sem gefur KR marga möguleiki á hvernig þeir geta stillt upp vörninni sinni. Síðan var Kristófer alls ekki slæmur sóknarlega heldur með 15 stig í 13 skotum. Mike Craion var bestur í liði Keflavíkur í kvöld. 24 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot og 2 stolnir boltar segja allt sem segja þarf. Maðurinn var óstöðvandi þegar hann fékk boltann í teignum. Mindungas Kacinas var flottur fyrir Keflavík fyrstu þrjá leikhlutana en hvarf þó dálítið í fjórða leikhluta þar sem hann skoraði einungis eina körfu. Hann spilaði þó vel í hinum þremur leikhlutunum og þetta er leikmaður sem lofar góðu fyrir Keflavík fyrir restina af tímabilinu.Hvað gekk illa? Bæði lið voru að hitta illa fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld. Bæði með 30% nýtingu þar. Það sem kemur mest á óvart þar er kannski að landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Stefánsson voru báðir að hitta gríðarlega illa í leiknum og voru oft að taka erfið skot sem þeir þurftu ekki endilega að taka. Jón 0/4 í þriggja stiga skotum og Hörður 2/8. Annars var lítið sem gekk mjög illa svo sem. Það mætti segja að báðum liðum hafi gengið illa í að búa til stórar forystur en ætli það hafi ekki verið frekar að bæði lið hafi verið góð í að hleypa andstæðingnum ekki frá sér.Tölfræði sem vakti athygli 389 landsleikir sem leikmenn KR hafa spilað fyrir Ísland. Ótrúlega mikil reynsla í þessu liði sem átti pottþétt þátt í að þeir náðu að klára þennan leik til dæmis. Það verður spennandi að sjá í úrslitakeppninni hvort reynslan hjálpi þeim eða hvort þeir séu of gamlir og verði þreyttir í stóru leikjunum í vor. +15. Keflavík unnu með 15 stigum á meðan Mantas Mockevicius var inná í kvöld. Hann átti fínan leik í kvöld og byrjaði seinni hálfleik líka inná, það er athyglisvert hvort að Mantas muni byrja inná í næsta leik hjá Keflavík miðað við þetta.Hvað gerist næst? KR fara til Þorlákshafnar á fimmtudaginn þar sem spila við Þór. Keflvíkingar fá Grindjána í heimsókn næsta föstudagskvöld klukkan 20:15 en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.vísir/báraKristófer : Þurftum að hafa fyrir þessu „Virkilega sáttur. Þetta var erfitt, við þurftum að hafa fyrir þessu allan tímann. Þeir voru úr hörku leik í síðustu viku og við vissum að þeir myndu koma brjálaðir. Við erum hægt og rólega að púsla saman þessu púsli sem við erum með. Ég er virkilega ánægður með þessi tvö stig í kvöld,” sagði Kristófer Acox leikmaður KR eftir leik kvöldsins. Mike DiNunno var í kvöld að spila sinn fyrsta leik fyrir KR. Kristófer fannst þessi Bandaríski leikmaður með ítalskt vegabréf passa vel inn í KR liðið. „Virkilega vel. Á fyrstu æfingu sá maður að þetta er alvöru körfuboltamaður. Alvöru atvinnumaður, sem er mjög opinn og auðvelt að tengja við. Hann er strax að komast vel inn í þetta. Hann er bara búinn að vera hérna í nokkra daga en mér fannst hann stimpla sig mjög vel inn í deildina í kvöld.” Kristófer sem er vanalega skilgreindur sem kraftframherji eða jafnvel miðherji dekkaði eiginlega bara leikstjórnendur í kvöld. Aðallega byrjunarmanninn í landsliðinu Hörð Axel Vilhjálmsson sem átti langt frá sinn besta leik í kvöld. Kristófer var sammála blaðamanni að þetta hafi hjálpað liðinu gríðarlega mikið varnarlega „Það hjálpar liðinu náttúrulega gríðarlega að ég geti verið á þeirra bakvörðum. Við erum með mikla hæð í okkar liði svo við nýtum okkur það að geta skipt á mikið af hindrunum. Þannig getum við svolítið drepið niður sóknarleik andstæðingana en við þurfum smá að venjast hvor öðrum.” „Ég er ekki mikið búinn að vera að gera þetta uppá síðkastið. Þú kannski sást það undir lokinn að ég var alveg dauðþreyttur en þetta kemur hægt og rólega. Mér finnst virkilega gaman að geta dekkað líka bakverði úti á miðjum velli og ég held að það sé einn af mínum styrkleikum og ég ætla að halda áfram að vinna í því.” Myndir þú segja að það sé einn af ykkar helstu styrkleikum að þið séuð svona margir í liðinu sem geta dekkað eiginlega allar stöður? „Algjörlega. Þess vegna erum við líka svo gríðarlega hættulegir þegar kemur að svona stórum leikjum eins og í úrslitakeppninni. Við getum róterað mikið og allir geta dekkað margar stöður. Það hjálpar mikið að vera með svona mikla breidd sérstaklega varnarlega.” Það er ekki bara Mike sem kom inn í liðið í kvöld. Pavel kom líka aftur inn í liðið eftir að glíma við mikið af meiðslum, ertu sammála að boltinn gangi mjög vel á milli manna þegar þeir eru saman inná? „Klárlega. Þeir eru kannski dálítið ósvipaðir leikmenn en Pavel er okkar tveggja metra leikstjórnandi. Hann sér yfir allan völlinn og er búinn að stýra þessu liði í mörg ár. Það er auðvitað alltaf gott að hafa hann inná vellinum, þótt hann sé heill eða ekki. Að hafa þá báða inná í einu er eitthvað sem við þurfum að vinna í aðeins meira. Ég er mjög spenntur fyrir því.”vísir/báraMike Craion : Köstum boltanum frá okkur „Annar tapleikurinn í röð svo ég er dálítið pirraður. Okkur langaði í sigurinn í kvöld en þetta féll ekki með okkur í kvöld. Ég er dálítið óhress með þetta,” sagði Michael Craion leikmaður Keflavíkur eftir leik kvöldsins. Fyrsti leikurinn þinn í DHL-höllinni í nýrri treyju eftir að hafa unnið tvo titla hérna, var það eitthvað öðruvísi fyrir þig? „Ég var ekki að einbeita mér að því. Ég var meira að einbeita mér að því að ná í sigurinn í kvöld fyrir liðið mitt.” Hafði það engin áhrif á þig að vera að spila á móti þínum gömlu liðsfélögum í kvöld? „Í rauninni ekki. Mig langar alltaf bara að vinna, það hefur lítil áhrif á mig hverjum ég er að spila á móti.” Michael skoraði 24 stig í kvöld úr 15 skotum og var nánast óstöðvanlegur í teignum. Hann gaf þessar skýringar á því hvernig hann skoraði svona vel í teignum. „Ég bara spilaði minn leik. Einbeitti mér að því að komast að hringnum og klára sterkt.” „Köstum boltanum frá okkur og misstum einbeitingu sóknarlega,” sagði Michael aðspurður hvað hefði kostað Keflavík sigurinn í kvöld.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum