Segir að Kristján geti gert Svía að heimsmeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 14:30 Magnus Andersson og Kristján Andrésson. Vísir/Samsett/EPA Kristján Andrésson er á mættur á HM í handbolta með sænska landsliðið og ein af sænsku goðsögunum á gullaldartíma sænska landsliðsins segir að Svíar séu með eitt sigurstranglegasta liðið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Magnus Andersson vann á árum áður tvo heimsmeistaratitla með sænska handboltalandsliðinu, var valinn besti leikmaður HM 1993 og var um tíma orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Íslandi. Andersson hefur mikla trú á sænska landsliðinu á HM í ár og telur að Kristján Andrésson geti gert Svía að heimsmeisturum. Svíar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan að Magnus sjálfur lék með liðinu fyrir tuttugu árum síðan. „Sænska landsliðið er sigurstranglegt á þessu HM ásamt nokkrum öðrum þjóðum,“ sagði Magnus Andersson í viðtali við Expressen. Svíar spila sinn fyrsta leik á móti Egyptum í kvöld. „Sænska liðið hefur heillað mig á síðustu stórmótum, bæði á EM og á HM. Nú eru Kim Ekdahl Du Rietz og Kim Andersson komnir aftur inn í liðið og liðið lítur ótrúlega vel út. Það ætti að vera gaman að fylgjast með þeim. Svíar eru með sitt besta lið í mörg ár,“ sagði Magnus Andersson.Experterna: Så går det för Sverige i VM https://t.co/UeVq42F5BE — Sportbladet (@sportbladet) January 10, 2019Undir stjórn Kristjáns Andréssonar þá urðu Svíar í sjötta sæti á síðasta HM (2017) og komust síðan alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Það eru auðvitað mótherjar á þessu móti og leikir geta ráðist á stöngin inn eða stöngin út,“ sagði Andersson. „Danir eru hættulegir ef þeir ráða við pressuna að spila á heimavelli. Það er aldrei hægt að afskrifa Frakka þótt þeir spili án Karabatic. Svo höfum við Spán, Þýskaland og Króatíu. Norðmenn komu síðan mikið á óvart á síðasta stórmóti,“ sagði Andersson. „Við erum með frábæra vörn, öfluga markverði og góð hraðaupphlaup. Við getum líka spilað hraðan boltan svo hraðan oft að manni næstum svimar,“ sagði Andersson í léttum tón. Magnus Andersson lék með sænska landsliðinu til fjölda ára og skoraði 922 mörk í 307 leikjum. Hann var sex gullverðlaun á stórmótum, tvenn á HM (1990 og 1999) og fern á EM (1994, 19978, 2000 og 2002). Hann fékk líka silfurverðlaun á þrennum Ólympíuleikum eða 1992, 1996 og 2000. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Kristján Andrésson er á mættur á HM í handbolta með sænska landsliðið og ein af sænsku goðsögunum á gullaldartíma sænska landsliðsins segir að Svíar séu með eitt sigurstranglegasta liðið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Magnus Andersson vann á árum áður tvo heimsmeistaratitla með sænska handboltalandsliðinu, var valinn besti leikmaður HM 1993 og var um tíma orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Íslandi. Andersson hefur mikla trú á sænska landsliðinu á HM í ár og telur að Kristján Andrésson geti gert Svía að heimsmeisturum. Svíar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan að Magnus sjálfur lék með liðinu fyrir tuttugu árum síðan. „Sænska landsliðið er sigurstranglegt á þessu HM ásamt nokkrum öðrum þjóðum,“ sagði Magnus Andersson í viðtali við Expressen. Svíar spila sinn fyrsta leik á móti Egyptum í kvöld. „Sænska liðið hefur heillað mig á síðustu stórmótum, bæði á EM og á HM. Nú eru Kim Ekdahl Du Rietz og Kim Andersson komnir aftur inn í liðið og liðið lítur ótrúlega vel út. Það ætti að vera gaman að fylgjast með þeim. Svíar eru með sitt besta lið í mörg ár,“ sagði Magnus Andersson.Experterna: Så går det för Sverige i VM https://t.co/UeVq42F5BE — Sportbladet (@sportbladet) January 10, 2019Undir stjórn Kristjáns Andréssonar þá urðu Svíar í sjötta sæti á síðasta HM (2017) og komust síðan alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Það eru auðvitað mótherjar á þessu móti og leikir geta ráðist á stöngin inn eða stöngin út,“ sagði Andersson. „Danir eru hættulegir ef þeir ráða við pressuna að spila á heimavelli. Það er aldrei hægt að afskrifa Frakka þótt þeir spili án Karabatic. Svo höfum við Spán, Þýskaland og Króatíu. Norðmenn komu síðan mikið á óvart á síðasta stórmóti,“ sagði Andersson. „Við erum með frábæra vörn, öfluga markverði og góð hraðaupphlaup. Við getum líka spilað hraðan boltan svo hraðan oft að manni næstum svimar,“ sagði Andersson í léttum tón. Magnus Andersson lék með sænska landsliðinu til fjölda ára og skoraði 922 mörk í 307 leikjum. Hann var sex gullverðlaun á stórmótum, tvenn á HM (1990 og 1999) og fern á EM (1994, 19978, 2000 og 2002). Hann fékk líka silfurverðlaun á þrennum Ólympíuleikum eða 1992, 1996 og 2000.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira