Segir að Kristján geti gert Svía að heimsmeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 14:30 Magnus Andersson og Kristján Andrésson. Vísir/Samsett/EPA Kristján Andrésson er á mættur á HM í handbolta með sænska landsliðið og ein af sænsku goðsögunum á gullaldartíma sænska landsliðsins segir að Svíar séu með eitt sigurstranglegasta liðið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Magnus Andersson vann á árum áður tvo heimsmeistaratitla með sænska handboltalandsliðinu, var valinn besti leikmaður HM 1993 og var um tíma orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Íslandi. Andersson hefur mikla trú á sænska landsliðinu á HM í ár og telur að Kristján Andrésson geti gert Svía að heimsmeisturum. Svíar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan að Magnus sjálfur lék með liðinu fyrir tuttugu árum síðan. „Sænska landsliðið er sigurstranglegt á þessu HM ásamt nokkrum öðrum þjóðum,“ sagði Magnus Andersson í viðtali við Expressen. Svíar spila sinn fyrsta leik á móti Egyptum í kvöld. „Sænska liðið hefur heillað mig á síðustu stórmótum, bæði á EM og á HM. Nú eru Kim Ekdahl Du Rietz og Kim Andersson komnir aftur inn í liðið og liðið lítur ótrúlega vel út. Það ætti að vera gaman að fylgjast með þeim. Svíar eru með sitt besta lið í mörg ár,“ sagði Magnus Andersson.Experterna: Så går det för Sverige i VM https://t.co/UeVq42F5BE — Sportbladet (@sportbladet) January 10, 2019Undir stjórn Kristjáns Andréssonar þá urðu Svíar í sjötta sæti á síðasta HM (2017) og komust síðan alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Það eru auðvitað mótherjar á þessu móti og leikir geta ráðist á stöngin inn eða stöngin út,“ sagði Andersson. „Danir eru hættulegir ef þeir ráða við pressuna að spila á heimavelli. Það er aldrei hægt að afskrifa Frakka þótt þeir spili án Karabatic. Svo höfum við Spán, Þýskaland og Króatíu. Norðmenn komu síðan mikið á óvart á síðasta stórmóti,“ sagði Andersson. „Við erum með frábæra vörn, öfluga markverði og góð hraðaupphlaup. Við getum líka spilað hraðan boltan svo hraðan oft að manni næstum svimar,“ sagði Andersson í léttum tón. Magnus Andersson lék með sænska landsliðinu til fjölda ára og skoraði 922 mörk í 307 leikjum. Hann var sex gullverðlaun á stórmótum, tvenn á HM (1990 og 1999) og fern á EM (1994, 19978, 2000 og 2002). Hann fékk líka silfurverðlaun á þrennum Ólympíuleikum eða 1992, 1996 og 2000. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Kristján Andrésson er á mættur á HM í handbolta með sænska landsliðið og ein af sænsku goðsögunum á gullaldartíma sænska landsliðsins segir að Svíar séu með eitt sigurstranglegasta liðið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Magnus Andersson vann á árum áður tvo heimsmeistaratitla með sænska handboltalandsliðinu, var valinn besti leikmaður HM 1993 og var um tíma orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Íslandi. Andersson hefur mikla trú á sænska landsliðinu á HM í ár og telur að Kristján Andrésson geti gert Svía að heimsmeisturum. Svíar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan að Magnus sjálfur lék með liðinu fyrir tuttugu árum síðan. „Sænska landsliðið er sigurstranglegt á þessu HM ásamt nokkrum öðrum þjóðum,“ sagði Magnus Andersson í viðtali við Expressen. Svíar spila sinn fyrsta leik á móti Egyptum í kvöld. „Sænska liðið hefur heillað mig á síðustu stórmótum, bæði á EM og á HM. Nú eru Kim Ekdahl Du Rietz og Kim Andersson komnir aftur inn í liðið og liðið lítur ótrúlega vel út. Það ætti að vera gaman að fylgjast með þeim. Svíar eru með sitt besta lið í mörg ár,“ sagði Magnus Andersson.Experterna: Så går det för Sverige i VM https://t.co/UeVq42F5BE — Sportbladet (@sportbladet) January 10, 2019Undir stjórn Kristjáns Andréssonar þá urðu Svíar í sjötta sæti á síðasta HM (2017) og komust síðan alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Það eru auðvitað mótherjar á þessu móti og leikir geta ráðist á stöngin inn eða stöngin út,“ sagði Andersson. „Danir eru hættulegir ef þeir ráða við pressuna að spila á heimavelli. Það er aldrei hægt að afskrifa Frakka þótt þeir spili án Karabatic. Svo höfum við Spán, Þýskaland og Króatíu. Norðmenn komu síðan mikið á óvart á síðasta stórmóti,“ sagði Andersson. „Við erum með frábæra vörn, öfluga markverði og góð hraðaupphlaup. Við getum líka spilað hraðan boltan svo hraðan oft að manni næstum svimar,“ sagði Andersson í léttum tón. Magnus Andersson lék með sænska landsliðinu til fjölda ára og skoraði 922 mörk í 307 leikjum. Hann var sex gullverðlaun á stórmótum, tvenn á HM (1990 og 1999) og fern á EM (1994, 19978, 2000 og 2002). Hann fékk líka silfurverðlaun á þrennum Ólympíuleikum eða 1992, 1996 og 2000.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira