Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 12. janúar 2019 15:00 Arnór Þór Gunnarsson er alltaf vel studdur af fjölskyldu sinni. vísir/sigurður már Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum og nýtti bæði vítaköstin sín í tapleiknum á móti Króatíu, 31-27, á HM 2019 í handbolta í gær. Það dugði því miður skammt en Arnór segir strákana vera búna að hrista þetta af sér og tilbúnir í undirbúning fyrir annan stórleik á móti Spáni annað kvöld. „Ég held að menn hafi bara sofið ágætlega og borðað vel í morgun. Við erum bara bjartsýnir og tökum góðan myndbandsfund á eftir, svo æfingu og að mér sýnist svo annan myndbandsfund. Menn eru bara borubrattir,“ segir Arnór, sem óttast ekki marga myndbandsfundi Gumma Gumm. „Nei, alls ekki. Við þurfum bara á þessu að halda. Ég held að það sé bara frábært að skoða Spánverjana betur. Mér finnst fínt að vera á myndbandsfundi. Mér finnst líka bara gott að skoða mótherjana betur og svo er gott að æfa það inn á gólfi og það gerum við líka í dag.“Arnór Þór Gunnarsson skorar á móti Króatíu í gær.vísir/gettyStrákarnir gista á glæsilegu Hilton-hóteli í München þar sem að fer vel um þá, en hvað gera menn sér til dundurs á milli funda, æfinga og leikja? „Þetta hótel er frábært. Maturinn er mjög góður. Það er samt ekkert mikið í gangi hérna fyrir utan hótelið. Við löbbuðum hérna í 40 mínútur í gær og ég sá ekki neitt. Hótelið sjálft er frábært og það fer vel um okkur. Ég og Bjarki erum saman í herbergi þannig það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Arnór Þór. Tölvuleikir eru alltaf vinsælir hjá íþróttamönnum. Arnór er ekki mikið í þeim og svo virðist sem þriggja ára aldursbilið (31 árs á móti 28 ára) á milli hans og Bjarka reki fleyg í hugmyndina um að spila Fortnite sem er líklega vinælasti tölvuleikur heims í dag. „Ég er búinn að spila smá FIFA. Bjarki vill endilega fara í Fortnite en gamli skólinn skilur ekki Fortnite þannig að ég er ekki í því. Ég er búinn að vera aðeins í FIFA en ég er ekki góður í honum,“ segir Arnór og hlær. Arnór er rækilega studdur af samheldinni fjölskyldu sinni og foreldrar hans voru mættir í andyri hótelsins í heimsókn. „Mamma og pabbi eru hérna. Þau eru bara í lobbyinu að bíða eftir mér og þú heldur mér í viðtali hérna. Konan kemur svo á morgun þannig að það er ágætis pepp í gangi hérna,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnór Þór - Það er ágætis pepp í gangi HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum og nýtti bæði vítaköstin sín í tapleiknum á móti Króatíu, 31-27, á HM 2019 í handbolta í gær. Það dugði því miður skammt en Arnór segir strákana vera búna að hrista þetta af sér og tilbúnir í undirbúning fyrir annan stórleik á móti Spáni annað kvöld. „Ég held að menn hafi bara sofið ágætlega og borðað vel í morgun. Við erum bara bjartsýnir og tökum góðan myndbandsfund á eftir, svo æfingu og að mér sýnist svo annan myndbandsfund. Menn eru bara borubrattir,“ segir Arnór, sem óttast ekki marga myndbandsfundi Gumma Gumm. „Nei, alls ekki. Við þurfum bara á þessu að halda. Ég held að það sé bara frábært að skoða Spánverjana betur. Mér finnst fínt að vera á myndbandsfundi. Mér finnst líka bara gott að skoða mótherjana betur og svo er gott að æfa það inn á gólfi og það gerum við líka í dag.“Arnór Þór Gunnarsson skorar á móti Króatíu í gær.vísir/gettyStrákarnir gista á glæsilegu Hilton-hóteli í München þar sem að fer vel um þá, en hvað gera menn sér til dundurs á milli funda, æfinga og leikja? „Þetta hótel er frábært. Maturinn er mjög góður. Það er samt ekkert mikið í gangi hérna fyrir utan hótelið. Við löbbuðum hérna í 40 mínútur í gær og ég sá ekki neitt. Hótelið sjálft er frábært og það fer vel um okkur. Ég og Bjarki erum saman í herbergi þannig það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Arnór Þór. Tölvuleikir eru alltaf vinsælir hjá íþróttamönnum. Arnór er ekki mikið í þeim og svo virðist sem þriggja ára aldursbilið (31 árs á móti 28 ára) á milli hans og Bjarka reki fleyg í hugmyndina um að spila Fortnite sem er líklega vinælasti tölvuleikur heims í dag. „Ég er búinn að spila smá FIFA. Bjarki vill endilega fara í Fortnite en gamli skólinn skilur ekki Fortnite þannig að ég er ekki í því. Ég er búinn að vera aðeins í FIFA en ég er ekki góður í honum,“ segir Arnór og hlær. Arnór er rækilega studdur af samheldinni fjölskyldu sinni og foreldrar hans voru mættir í andyri hótelsins í heimsókn. „Mamma og pabbi eru hérna. Þau eru bara í lobbyinu að bíða eftir mér og þú heldur mér í viðtali hérna. Konan kemur svo á morgun þannig að það er ágætis pepp í gangi hérna,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnór Þór - Það er ágætis pepp í gangi
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00