Guðmundur: Ekki hægt að treysta bara á einn mann Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 12. janúar 2019 20:00 Guðmundur Guðmundsson er ekki mjög hrifinn af því að tapa. vísir/sigurður már Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fór vel yfir leikinn gegn Króatíu með strákunum okkar á hvíldardegi í München í dag en okkar menn eru án stiga eftir 31-27 tap gegn stórliði Króata. Íslenska liðið á fyrir stafni tvo leiki í röð gegn Spáni annað kvöld og Barein á mánudaginn en í dag var æfing og ekki einn heldur tveir myndbandsfundir til að fara yfir það sem vel og illa gekk á móti Króatíu og hvað á að gera gegn spænsku Evrópumeisturunum. „Ég er búinn að horfa á leikinn svona tvisvar sinnum, eða um það bil. Fyrst horfði ég á allan leikinn og svo er Gunni búinn að vera svo duglegur að klippa í nótt að þá fer maður að horfa á mikilvægar klippur eða senur úr leiknum, bæði í vörn og sókn. Við flokkum það niður,“ segir Guðmundur.Guðmundur svekktur á hliðarlínunni í gær.vísr/epaHorfum fyrst á okkur sjálfa Fjöldi og lengd myndbandsfunda Guðmundar er fyrir löngu orðið skemmtiefni hjá þjóðinni en þeir eru auðvitað mikilvægir og hann leggur mikið upp úr þeim. „Við byrjum á því að horfa á okkur sjálfa, fyrst og síðast varnarleikinn. Ástæðan fyrir því er að á morgun fáum við á okkur annars konar vörn því Spánverjar koma miklu lengra út á völlinn ef þeir spila 5+1 vörn. Við erum því minna að horfa á sóknarleikinn okkar á móti Króatíu þó svo að við skoðum nokkrar góðar senur. Fyrst og fremst erum við samt að horfa á varnarleikinn, það góða og slæma,“ segir Guðmundur. „Við förum í gegnum mjög marga hluti á stuttum tíma. Það er möguleiki á því að taka annan fund eftir æfingu. Við erum að velta því fyrir okkur. Svo er annar fundur aftur á morgun. Það þarf að fara yfir þetta allt gaumgæfilega svo að menn séu með hlutverkin á hreinu.“Fyrirliðinn var flottur í gær.vísir/epaFleiri en bara einn Guðmundur vill fá skotsýningu frá Aroni Pálmarssyni á mótinu og fyrirliðinn skilaði sínu í gærkvöldi og rúmlega það með sjö mörkum og sjö stoðsendingum. „Aron var algjörlega frábær í gær og sem fyrirliði var hann algjörlega til fyrirmyndar. Hann sýndi mikla leiðtogahæfileika í gær. Það mæddi mikið á honum. Hann er að leiða liðið inn í þessa keppni og hann gerði sér grein fyrir því að hann þurfti að skila mjög mikilvægu hlutverki fyrir liðið í vörn og sókn,“ segir hann. „Hann spilaði líka góða vörn. Hann var bara góður og vonandi verður áframhald á því það kemur alltaf nýr leikur og nýtt próf. Aron, eins og allir aðrir, þurfa allir að axla ábyrgð og stíga upp og gera góða hluti. Það er ekki hægt að treysta á einn mann,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur - Allir verða að axla ábyrgð HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00 Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02 Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fór vel yfir leikinn gegn Króatíu með strákunum okkar á hvíldardegi í München í dag en okkar menn eru án stiga eftir 31-27 tap gegn stórliði Króata. Íslenska liðið á fyrir stafni tvo leiki í röð gegn Spáni annað kvöld og Barein á mánudaginn en í dag var æfing og ekki einn heldur tveir myndbandsfundir til að fara yfir það sem vel og illa gekk á móti Króatíu og hvað á að gera gegn spænsku Evrópumeisturunum. „Ég er búinn að horfa á leikinn svona tvisvar sinnum, eða um það bil. Fyrst horfði ég á allan leikinn og svo er Gunni búinn að vera svo duglegur að klippa í nótt að þá fer maður að horfa á mikilvægar klippur eða senur úr leiknum, bæði í vörn og sókn. Við flokkum það niður,“ segir Guðmundur.Guðmundur svekktur á hliðarlínunni í gær.vísr/epaHorfum fyrst á okkur sjálfa Fjöldi og lengd myndbandsfunda Guðmundar er fyrir löngu orðið skemmtiefni hjá þjóðinni en þeir eru auðvitað mikilvægir og hann leggur mikið upp úr þeim. „Við byrjum á því að horfa á okkur sjálfa, fyrst og síðast varnarleikinn. Ástæðan fyrir því er að á morgun fáum við á okkur annars konar vörn því Spánverjar koma miklu lengra út á völlinn ef þeir spila 5+1 vörn. Við erum því minna að horfa á sóknarleikinn okkar á móti Króatíu þó svo að við skoðum nokkrar góðar senur. Fyrst og fremst erum við samt að horfa á varnarleikinn, það góða og slæma,“ segir Guðmundur. „Við förum í gegnum mjög marga hluti á stuttum tíma. Það er möguleiki á því að taka annan fund eftir æfingu. Við erum að velta því fyrir okkur. Svo er annar fundur aftur á morgun. Það þarf að fara yfir þetta allt gaumgæfilega svo að menn séu með hlutverkin á hreinu.“Fyrirliðinn var flottur í gær.vísir/epaFleiri en bara einn Guðmundur vill fá skotsýningu frá Aroni Pálmarssyni á mótinu og fyrirliðinn skilaði sínu í gærkvöldi og rúmlega það með sjö mörkum og sjö stoðsendingum. „Aron var algjörlega frábær í gær og sem fyrirliði var hann algjörlega til fyrirmyndar. Hann sýndi mikla leiðtogahæfileika í gær. Það mæddi mikið á honum. Hann er að leiða liðið inn í þessa keppni og hann gerði sér grein fyrir því að hann þurfti að skila mjög mikilvægu hlutverki fyrir liðið í vörn og sókn,“ segir hann. „Hann spilaði líka góða vörn. Hann var bara góður og vonandi verður áframhald á því það kemur alltaf nýr leikur og nýtt próf. Aron, eins og allir aðrir, þurfa allir að axla ábyrgð og stíga upp og gera góða hluti. Það er ekki hægt að treysta á einn mann,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur - Allir verða að axla ábyrgð
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00 Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02 Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00
Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00
Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02
Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15
Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30