Slökkviliði barst tilkynning um eld í hjólhýsi á Grandanum klukkan 16:25 í dag og var einn slökkviliðsbíll sendur á vettvang. Eins og sjá má af myndum og myndböndum frá vettvangi logaði mikill eldur og þykkan svartan reyk lagði frá.
Eldurinn náði að læsa sig í nærliggjandi bíl og eru bæði bíll og hjólhýsi gjörónýtt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en á meðan að slökkviliðið athafnaði sig lokaði lögreglan leiðum að svæðinu. Tildrög brunans eru nú til rannsóknar.