Samstöðuvaka fyrir dýrin við sláturhús SS á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2019 19:30 Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þar sem þátttakendur héldu á spjöldum og mótmæltu því að dýrum væru slátrað. Þá voru ökumenn beðnir að flauta fyrir dýrin og urðu fjölmargir við þeirri áskorun. Þetta er í annað skipti á stuttum síma sem Reykjavík Animal Save stendur fyrir samstöðuvöku við sláturhúsið á Selfossi með spjöldin sín til að vekja athygli á því sem gerist í sláturhúsinu. „Við erum bara að vekja athygli því að við þurfum ekki að vera að drepa dýrin. Vísindin eru að segja að við getum lifað fullkomnu heilbrigðu lífi án þess að drepa dýr og borða þau, lifa bara á plöntumiðuðu fæði. Þegar við höfum valmöguleikann til að gera það, af hverju ekki að gera það“, segir Birgir Steinn Erlingsson, þátttakandi í samtökuvöku dagsins.En hvað eigum við að gera við öll dýrin á Íslandi, fyrst þau eiga öll að lifa að mati Birgis og hans fólks ? „Það náttúrulega mun kannski ekki gerast þannig að allir verði vegan allt í einu, þetta mun gerast hægt og rólega og þetta er spurning um eftirspurn og framleiðslu. Þegar eftirspurn minnkar þá mun framleiðslan minnka,“ segir Birgir Steinn.Ýmis skilaboð voru á spjöldum dagsins.Magnús HlynurEn af hverju að mótmæla á sunnudegi þegar engin starfsemi er í sláturhúsinu?„Það er bara venjan í sláturhúsum út um allan heim að svelta dýrin í sólarhring áður en þeim er slátrað til að tæma þarmana, það er snyrtilegra þegar það er verið að vinna matvæli þó að ég líti ekki á þetta sem matvæli,“ segir Vigdís Þórðardóttir, sem tók einnig þátt í samstöðuvöku dagsins.En hvað vill Vigdís segja við þá sem hrista höfuðið og furða sig á samstöðuvökunni við sláturhúsið ? „Ég skil það ósköp vel en ég hef líka rétt á því að hafa tilfinningu til dýranna og leyfa þeim að eiga sinn rétt, því stend ég hérna fyrir þau“.Birgir Steinn með spjald þar sem ökumenn voru hvattir til að flauta fyrir dýrin. Margir gerðu það. Árborg Dýr Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þar sem þátttakendur héldu á spjöldum og mótmæltu því að dýrum væru slátrað. Þá voru ökumenn beðnir að flauta fyrir dýrin og urðu fjölmargir við þeirri áskorun. Þetta er í annað skipti á stuttum síma sem Reykjavík Animal Save stendur fyrir samstöðuvöku við sláturhúsið á Selfossi með spjöldin sín til að vekja athygli á því sem gerist í sláturhúsinu. „Við erum bara að vekja athygli því að við þurfum ekki að vera að drepa dýrin. Vísindin eru að segja að við getum lifað fullkomnu heilbrigðu lífi án þess að drepa dýr og borða þau, lifa bara á plöntumiðuðu fæði. Þegar við höfum valmöguleikann til að gera það, af hverju ekki að gera það“, segir Birgir Steinn Erlingsson, þátttakandi í samtökuvöku dagsins.En hvað eigum við að gera við öll dýrin á Íslandi, fyrst þau eiga öll að lifa að mati Birgis og hans fólks ? „Það náttúrulega mun kannski ekki gerast þannig að allir verði vegan allt í einu, þetta mun gerast hægt og rólega og þetta er spurning um eftirspurn og framleiðslu. Þegar eftirspurn minnkar þá mun framleiðslan minnka,“ segir Birgir Steinn.Ýmis skilaboð voru á spjöldum dagsins.Magnús HlynurEn af hverju að mótmæla á sunnudegi þegar engin starfsemi er í sláturhúsinu?„Það er bara venjan í sláturhúsum út um allan heim að svelta dýrin í sólarhring áður en þeim er slátrað til að tæma þarmana, það er snyrtilegra þegar það er verið að vinna matvæli þó að ég líti ekki á þetta sem matvæli,“ segir Vigdís Þórðardóttir, sem tók einnig þátt í samstöðuvöku dagsins.En hvað vill Vigdís segja við þá sem hrista höfuðið og furða sig á samstöðuvökunni við sláturhúsið ? „Ég skil það ósköp vel en ég hef líka rétt á því að hafa tilfinningu til dýranna og leyfa þeim að eiga sinn rétt, því stend ég hérna fyrir þau“.Birgir Steinn með spjald þar sem ökumenn voru hvattir til að flauta fyrir dýrin. Margir gerðu það.
Árborg Dýr Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira