Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. janúar 2019 19:00 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir framkvæmdir víða fara fram úr áætlunum. Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Algengt er að heyra fréttir um að framkvæmdir á vegum hins opinbera standist ekki áætlanir. Þá hefur framúrkeyrsla á verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar verið fréttaefni síðustu mánuði. Um er að ræða framkvæmdir við Gröndalshús, Hlemm Mathöll, Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarskóla, Félagsbústaði að Írarbakka, hjólastíga á Grensásvegi og framkvæmdir við nýjan innsiglingarvita við Sæbraut sem hafa alls farið mörg hundruð milljónir fram úr áætlunum. Og loks er það bragginn í Nauthólsvík sem fór um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt í fréttum að þrátt fyrir að áætlanir standist oft ekki sé bragginn algjört einsdæmi. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir oft erfitt að sjá alla þætti fyrir þegar áætlanir séu gerðar um framkvæmdir hvort sem um er að ræða heimili eða opinbera aðila. „Verklegar framkvæmdir hafa víða farið framúr áætlunum ég ætla ekki að draga dul á það. Ég held hins vegar að flestir séu að vanda sig þegar þeir gera áætlanir en aftur á móti getur verk verið þess eðlis að það getur verið afskaplega erfitt að sjá fyrir sér alls konar óvissuþætti sem geta komið upp á framkvæmdartíma,“ segir Aldís. Aldís segist vera undrandi á tillögu þeirra borgarfulltrúa sem vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara. „Það kom mér auðvitað á óvart eins og svo mörgum öðrum að það sé rætt um að fara þá leið. Ég man ekki eftir það hafi verið gert áður á sveitarstjórnarstiginu,“ segir Aldís. Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Algengt er að heyra fréttir um að framkvæmdir á vegum hins opinbera standist ekki áætlanir. Þá hefur framúrkeyrsla á verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar verið fréttaefni síðustu mánuði. Um er að ræða framkvæmdir við Gröndalshús, Hlemm Mathöll, Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarskóla, Félagsbústaði að Írarbakka, hjólastíga á Grensásvegi og framkvæmdir við nýjan innsiglingarvita við Sæbraut sem hafa alls farið mörg hundruð milljónir fram úr áætlunum. Og loks er það bragginn í Nauthólsvík sem fór um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt í fréttum að þrátt fyrir að áætlanir standist oft ekki sé bragginn algjört einsdæmi. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir oft erfitt að sjá alla þætti fyrir þegar áætlanir séu gerðar um framkvæmdir hvort sem um er að ræða heimili eða opinbera aðila. „Verklegar framkvæmdir hafa víða farið framúr áætlunum ég ætla ekki að draga dul á það. Ég held hins vegar að flestir séu að vanda sig þegar þeir gera áætlanir en aftur á móti getur verk verið þess eðlis að það getur verið afskaplega erfitt að sjá fyrir sér alls konar óvissuþætti sem geta komið upp á framkvæmdartíma,“ segir Aldís. Aldís segist vera undrandi á tillögu þeirra borgarfulltrúa sem vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara. „Það kom mér auðvitað á óvart eins og svo mörgum öðrum að það sé rætt um að fara þá leið. Ég man ekki eftir það hafi verið gert áður á sveitarstjórnarstiginu,“ segir Aldís.
Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35
„Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48