Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 19:28 Bragginn er afar umdeildur. Vísir/Vilhelm Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir „óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. Hann segir orðræðu ákveðinna borgarfulltrúa hafa m.a. gert það að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. Framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík og aðrar byggingar í grennd við hann fóru um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar, eins og frægt er orðið. Borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa verið afar harðorðir í garð meirihlutans vegna framúrkeyrslunnar og nú síðast lögðu fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins til að málinu verði vísað til héraðssaksóknara.Afsakar ekki bruðlið Daði tjáir sig um málið í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Hann segist sjálfur hafa „óbeit á bruðli“ og tekur sérstaklega fram að hann hyggist ekki afsaka framúrkeyrsluna við framkvæmd Braggans. Hins vegar vilji hann nefna nokkra hluti í tengslum við málið sem hann telur hafa verið hlunnfarna í umræðunni. „Ég er ekki að afsaka framkvæmd, kostnað eða skipulag Reykjavíkurborgar í þessu máli. Þvert á móti finnst mér að umræðan ætti að snúast um rétta hluti, hluti sem kosnir fulltrúar hafa á undanförnum mánuðum afbakað og skælt og sér í lagi Vigdís Hauksdóttir.“ Í því samhengi bendir Daði á að Bragginn sé aðeins eitt hús af þremur ásamt lóðum. „Þetta eru því Bragginn, frumkvöðlasetur, náðhús og tengibyggingar ásamt lóðum sem málið snýst um, ekki “bara” einhver braggi. Ég býð hverjum sem hefur áhuga á að koma og skoða húsin og lóðirnar til að gera það. Sjá hversu viðamikið þetta verkefni er,“ skrifar Daði. Starfsmenn neyðast til að svara fyrir „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Þá segir hann áðurnefnda Vigdísi borgarfulltrúa Miðflokksins, Eyþór Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og aðra í minnihlutanum halda á lofti „óábyrgri umræðu“, til að mynda með því að lýsa Bragganum sem „kofaskrifli“. Orðræða minnihlutans geri það jafnframt að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. „Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera.“Færslu Daða má nálgast í heild hér að neðan. Borgarstjórn Braggamálið Veitingastaðir Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00 Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir „óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. Hann segir orðræðu ákveðinna borgarfulltrúa hafa m.a. gert það að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. Framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík og aðrar byggingar í grennd við hann fóru um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar, eins og frægt er orðið. Borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa verið afar harðorðir í garð meirihlutans vegna framúrkeyrslunnar og nú síðast lögðu fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins til að málinu verði vísað til héraðssaksóknara.Afsakar ekki bruðlið Daði tjáir sig um málið í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Hann segist sjálfur hafa „óbeit á bruðli“ og tekur sérstaklega fram að hann hyggist ekki afsaka framúrkeyrsluna við framkvæmd Braggans. Hins vegar vilji hann nefna nokkra hluti í tengslum við málið sem hann telur hafa verið hlunnfarna í umræðunni. „Ég er ekki að afsaka framkvæmd, kostnað eða skipulag Reykjavíkurborgar í þessu máli. Þvert á móti finnst mér að umræðan ætti að snúast um rétta hluti, hluti sem kosnir fulltrúar hafa á undanförnum mánuðum afbakað og skælt og sér í lagi Vigdís Hauksdóttir.“ Í því samhengi bendir Daði á að Bragginn sé aðeins eitt hús af þremur ásamt lóðum. „Þetta eru því Bragginn, frumkvöðlasetur, náðhús og tengibyggingar ásamt lóðum sem málið snýst um, ekki “bara” einhver braggi. Ég býð hverjum sem hefur áhuga á að koma og skoða húsin og lóðirnar til að gera það. Sjá hversu viðamikið þetta verkefni er,“ skrifar Daði. Starfsmenn neyðast til að svara fyrir „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Þá segir hann áðurnefnda Vigdísi borgarfulltrúa Miðflokksins, Eyþór Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og aðra í minnihlutanum halda á lofti „óábyrgri umræðu“, til að mynda með því að lýsa Bragganum sem „kofaskrifli“. Orðræða minnihlutans geri það jafnframt að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. „Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera.“Færslu Daða má nálgast í heild hér að neðan.
Borgarstjórn Braggamálið Veitingastaðir Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00 Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35
Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00
Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent