Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 11:00 Aron Kristjánsson stýrir Barein á móti íslenska landsliðinu á HM i dag. Getty/Carsten Harz Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um landslið Barein og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Barein á HM 2019 - Barein tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í ár með því að ná öðru sætinu í Asíukeppninni fyrir ári síðan. Barein náði öðru sætinu í milliriðli keppninnar á eftir Katar og það færði liðinu sæti í undanúrslitunum en fjórar efstu þjóðirnar í Asíukeppninni 2018 fengu þátttökurétt á HM. Barein vann 24-22 sigur á Sádí Arabíu í undanúrslitaleiknum en tapaði síðan með tveggja marka mun, 31-33, í úrslitaleiknum á móti Katar. Það tap breytti því ekki að Barein var komið inn á HM. Það var einmitt Guðmundur Guðmundsson, núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, sem þjálfaði Bareina fyrir ári síðan og hjálpaði því Barein inn á HM. Nokkrum mánuðum síðar endurtók hann síðan leikinn með íslenska landsliðið.Bareinar hafa rétt misst af gullinu í síðustu þremur Asíukeppnum.Getty/Yifan Ding- Gengi Bareina á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er aðeins þriðja heimsmeistaramótið í sögu handboltalandsliðs Barein en þeir voru fyrst með á HM í Svíþjóð árið 2011. Barein er með í annarri keppninni í röð en liðið komst líka á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum síðan. Barein hefur endað í 23. sæti af 34 þjóðum á báðum heimsmeistaramótum sínum til þessa. Á HM 2001 vann Barein tíu marka sigur á Ástralíu, 33-23, í leiknum um 23. sætið en fyrir tveimur árum þá unnu Bareinar sex marka sigur á Angóla, 32-26, í leiknum um 23. sætið. Barein vann tvo af sjö leikjum sínum á HM 2011 (Egyptaland og Ástralía) en aðeins einn af sjö leikjum á HM 2017 (Angóla). Markatala liðsins batnaði töluvert á milli móta, var -58 á HM 2001 en -41 á HM 2017.- Síðasta stórmót Barein - Barein er silfurliðið frá síðustu Asíukeppni eftir að hafa slegið Sádí Aarba út í undanúrslitunum. Þeir réðu ekki við Katar í úrslitaleiknum en náðu engu að síður sínum besta árangri í Asíukeppni. Barein hefur reyndar endað í öðru sæti á síðustu þremur Asíukeppnum, alltaf eftir tap á móti Katar, og hefur unnið alls unnið fern silfurverðlaun í síðustu fimm keppnum. Fyrir Asíukeppnina 2010 var besti árangur bareinska landsliðsins bronsverðlaun frá Asíukeppninni 1995. Þetta er líka annað heimsmeistaramótið í röð hjá Barein en liðið varð í 23. sæti á HM 2017.Getty/Carsten Harz- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Íslenska handboltalandsliðið hefur aldrei mætt Barein á stórmóti en þetta verður aftur á móti sextándi leikur íslenska landsliðsins á móti Asíuþjóð á HM eða Ólympíuleikum. Barein verður sjötta Asíuþjóðin sem íslenska liðið mætir á stórmóti en liðið hefur áður spilað við Japan, Suður-Kórea, Katar, Sádí Arabía og Kúvæt. Íslenska landsliðið hefur unnið átta af fjórtán leikjum sínum á móti Asíuþjóðum á stórmótum en sex leikjanna hafa tapast. Á heimsmeistaramótum hefur Ísland unnið sex af níu leikjum sínum gegn þjóðum frá Asíu. Ísland hefur unnið sex síðustu leiki sína við Asíuþjóðir á HM eða alla leiki sína frá og með HM í Kumamoto 1997.Leikstjórnandinn Husain Al-Sayyad.Getty/Carsten Harz- Stærstu stjörnurnar í liði Barein - Allir leikmenn liðsins spila í heimalandinu og þetta eru langt frá því að vera þekktustu handboltamenn í heimi. Leikstjórnandinn Husain Al-Sayyad er aðalmaðurinn í sóknarleik Barein og er bæði sá sem hefur skorað flest mörk (13) og gefið flestar stoðsendingar (7) í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Hann er líka leikjahæsti leikmaður liðsins. Husain Al-Sayyad er ekki hár í loftinu en eldfljótur og útsjónarsamur. Mohamed Habib er næstmarkahæsti leikmaður bareinska liðsins en hann er vítaskytta liðsins og hefur nýtt öll tíu vítin sín á mótinu. 10 af 11 mörkum hans og 11 af 12 skotum hans hafa komið af vítalínunni. Mohamed Abdulhusain hefur líka spilað vel í marki liðsins og hefur verið með tólf skot varin í báðum leikjum liðsins.Aron Kristjánsson.Getty/Carsten Harz/- Þjálfari Bareina á HM 2019 - Þjálfari Barein er hinn 46 ára gamli Íslendingur Aron Kristjánsson en hann er á sínu fyrsta stórmóti með lið Bareina. Aron hefur mikla reynslu af þjálfum, bæði með félagslið og landslið. Hann hefur þjálfað félagslið í Danmörku og Íslandi og þá þjálfaði hann íslenska landsliðið í fjögur ár. Aron tók við liðinu af Guðmundi Guðmyndssyni alveg eins og hann gerði hjá íslenska landsliðinu árið 2012. Guðmundur hafði þá komið Barein inn á HM en þegar Aron tók við íslenska landsliðinu árið 2012 hafði Guðmundur einnig komið liðinu inn á HM. Aron Kristjánsson er að fara á sitt fimmta stórmót á ferlinum en hann fór með íslenska landsliðið á fjögur stórmót frá 2012 til 2016. Besti árangurinn var fimmta sætið sem liðið náði á EM 2014 en íslenska liðið endaði í 11. sæti (2015) og 13. sæti (2013) á heimsmeistaramótum sínum undir stjórn Arons. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um landslið Barein og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Barein á HM 2019 - Barein tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í ár með því að ná öðru sætinu í Asíukeppninni fyrir ári síðan. Barein náði öðru sætinu í milliriðli keppninnar á eftir Katar og það færði liðinu sæti í undanúrslitunum en fjórar efstu þjóðirnar í Asíukeppninni 2018 fengu þátttökurétt á HM. Barein vann 24-22 sigur á Sádí Arabíu í undanúrslitaleiknum en tapaði síðan með tveggja marka mun, 31-33, í úrslitaleiknum á móti Katar. Það tap breytti því ekki að Barein var komið inn á HM. Það var einmitt Guðmundur Guðmundsson, núverandi þjálfari íslenska landsliðsins, sem þjálfaði Bareina fyrir ári síðan og hjálpaði því Barein inn á HM. Nokkrum mánuðum síðar endurtók hann síðan leikinn með íslenska landsliðið.Bareinar hafa rétt misst af gullinu í síðustu þremur Asíukeppnum.Getty/Yifan Ding- Gengi Bareina á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er aðeins þriðja heimsmeistaramótið í sögu handboltalandsliðs Barein en þeir voru fyrst með á HM í Svíþjóð árið 2011. Barein er með í annarri keppninni í röð en liðið komst líka á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum síðan. Barein hefur endað í 23. sæti af 34 þjóðum á báðum heimsmeistaramótum sínum til þessa. Á HM 2001 vann Barein tíu marka sigur á Ástralíu, 33-23, í leiknum um 23. sætið en fyrir tveimur árum þá unnu Bareinar sex marka sigur á Angóla, 32-26, í leiknum um 23. sætið. Barein vann tvo af sjö leikjum sínum á HM 2011 (Egyptaland og Ástralía) en aðeins einn af sjö leikjum á HM 2017 (Angóla). Markatala liðsins batnaði töluvert á milli móta, var -58 á HM 2001 en -41 á HM 2017.- Síðasta stórmót Barein - Barein er silfurliðið frá síðustu Asíukeppni eftir að hafa slegið Sádí Aarba út í undanúrslitunum. Þeir réðu ekki við Katar í úrslitaleiknum en náðu engu að síður sínum besta árangri í Asíukeppni. Barein hefur reyndar endað í öðru sæti á síðustu þremur Asíukeppnum, alltaf eftir tap á móti Katar, og hefur unnið alls unnið fern silfurverðlaun í síðustu fimm keppnum. Fyrir Asíukeppnina 2010 var besti árangur bareinska landsliðsins bronsverðlaun frá Asíukeppninni 1995. Þetta er líka annað heimsmeistaramótið í röð hjá Barein en liðið varð í 23. sæti á HM 2017.Getty/Carsten Harz- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Íslenska handboltalandsliðið hefur aldrei mætt Barein á stórmóti en þetta verður aftur á móti sextándi leikur íslenska landsliðsins á móti Asíuþjóð á HM eða Ólympíuleikum. Barein verður sjötta Asíuþjóðin sem íslenska liðið mætir á stórmóti en liðið hefur áður spilað við Japan, Suður-Kórea, Katar, Sádí Arabía og Kúvæt. Íslenska landsliðið hefur unnið átta af fjórtán leikjum sínum á móti Asíuþjóðum á stórmótum en sex leikjanna hafa tapast. Á heimsmeistaramótum hefur Ísland unnið sex af níu leikjum sínum gegn þjóðum frá Asíu. Ísland hefur unnið sex síðustu leiki sína við Asíuþjóðir á HM eða alla leiki sína frá og með HM í Kumamoto 1997.Leikstjórnandinn Husain Al-Sayyad.Getty/Carsten Harz- Stærstu stjörnurnar í liði Barein - Allir leikmenn liðsins spila í heimalandinu og þetta eru langt frá því að vera þekktustu handboltamenn í heimi. Leikstjórnandinn Husain Al-Sayyad er aðalmaðurinn í sóknarleik Barein og er bæði sá sem hefur skorað flest mörk (13) og gefið flestar stoðsendingar (7) í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Hann er líka leikjahæsti leikmaður liðsins. Husain Al-Sayyad er ekki hár í loftinu en eldfljótur og útsjónarsamur. Mohamed Habib er næstmarkahæsti leikmaður bareinska liðsins en hann er vítaskytta liðsins og hefur nýtt öll tíu vítin sín á mótinu. 10 af 11 mörkum hans og 11 af 12 skotum hans hafa komið af vítalínunni. Mohamed Abdulhusain hefur líka spilað vel í marki liðsins og hefur verið með tólf skot varin í báðum leikjum liðsins.Aron Kristjánsson.Getty/Carsten Harz/- Þjálfari Bareina á HM 2019 - Þjálfari Barein er hinn 46 ára gamli Íslendingur Aron Kristjánsson en hann er á sínu fyrsta stórmóti með lið Bareina. Aron hefur mikla reynslu af þjálfum, bæði með félagslið og landslið. Hann hefur þjálfað félagslið í Danmörku og Íslandi og þá þjálfaði hann íslenska landsliðið í fjögur ár. Aron tók við liðinu af Guðmundi Guðmyndssyni alveg eins og hann gerði hjá íslenska landsliðinu árið 2012. Guðmundur hafði þá komið Barein inn á HM en þegar Aron tók við íslenska landsliðinu árið 2012 hafði Guðmundur einnig komið liðinu inn á HM. Aron Kristjánsson er að fara á sitt fimmta stórmót á ferlinum en hann fór með íslenska landsliðið á fjögur stórmót frá 2012 til 2016. Besti árangurinn var fimmta sætið sem liðið náði á EM 2014 en íslenska liðið endaði í 11. sæti (2015) og 13. sæti (2013) á heimsmeistaramótum sínum undir stjórn Arons.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira