Man eftir fyrsta högginu þegar að hann þurfti að fara að venjast því að tapa Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 14. janúar 2019 14:30 Dagur Sigurðsson ræðir við fjölmiðla eftir tapið gegn Makedóníu. vísir/tom Dagur Sigurðsson er búinn að tapa báðum leikjum sínum með Japan á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir að spilamennska liðsins hefur orðið betri undir hans stjórn er langt í land í baráttunni við mörg Evrópuliðin. Dagur hefur verið fullkomlega hreinskilinn með stöðu Japan á mótinu og sömuleiðis við strákana sína sem spila miklu fleiri leiki en þeir eru vanir á hverju ári. „Nú er ég búinn að vera með þá í tvö ár og ég er búinn að sýna þeim fram á það hvar við stöndum í staðinn fyrir að segja þeim hvar þeir eru. Áður en ég tók við liðinu spilaði Japan tíu leiki á ári og þá segir sig sjálft að þú tapar ekkert rosalega mörgum leikjum,“ segir Dagur.Dagur hefur unnið marga tilta á ferlinum.vísir/gettyFór strax að vinna „Eftir að ég tók við erum við að spila hátt í 30 leiki á ári og meira við evrópsku liðin ef eitthvað er og því höfum við tapað alveg helling af leikjum. Það fer bara í reynslubankann og þá veit maður hvar maður stendur,“ segir hann. Dagur er rosalega vanur því að vinna leiki og titla. Hann var í frábæru liði Vals í byrjun meistaraflokksára sinna og varð t.a.m. Íslandsmeistari fjögur ár í röð. Hann upplifði sigursæla tíma sem spilandi þjálfari í Austurríki með Füchse Berlín í Þýskalandi og svo varð hann Evrópumeistari með Þýskaland árið 2016. Það er stór munur á því að þjálfa bestu leikmenn heims sem framkvæma meira og minna allt sem þú biður þá um að gera en að stýra svo Japan en þetta er eitthvað sem Dagur vissi að sjálfsögðu áður en að hann tók við.Það er erfiðara að þjálfa Japan en Þýskaland.vísir/tomLiðið brotnaði „Ég man alveg hvenær fyrsta svona höggið kom. Það var þegar að ég var enn þá leikmaður. Ég var búinn að vinna mikið með Val í meistaraflokki en svo förum við Óli til Wuppertal. Við byrjuðum í annarri deild en komumst strax upp og unnum þar af leiðandi mikið af leikjum þá,“ segir Dagur. „Fyrsta árið í efstu deild gekk vel. Við vorum mjög góðir. Árið eftir brotnaði liðið og ég man að ég var þá orðinn fyrirliðinn Wuppertal og þá tók töluvert á mig þegar að við byrjuðum að tapa. Þetta er öðruvísi.“ „Þetta er öðruvísi að því leytinu til að ég var algjörlega innstilltur á þetta. Ég gerði langtíma samning þannig að ég gæti unnið í því sjálfur að stilla mig inn á það, að taka þennan slag. Ég var orðinn þreyttur á hinu, kannski ekkert að vinna en þreyttur á umhverfinu og ég sé ekkert eftir þessu,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Man eftir fyrsta högginu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Elvar Örn búinn að semja við lið í atvinnumennskunni Er ekki á leið til Hannover-Burgdorf eins og flest stefndi í. 14. janúar 2019 10:00 Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00 Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti ofjörlum sínum þegar liðið tók á móti ríkjandi Evrópumeisturum Spánar í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í München í gær. Niðurstaðan var sjö marka tap. 14. janúar 2019 06:30 Aron: Ég er búinn að tala um þetta við hann í mánuð Aron Kristjánsson sér bætingu á leik Barein sem Ísland mætir í dag. 14. janúar 2019 10:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Dagur Sigurðsson er búinn að tapa báðum leikjum sínum með Japan á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir að spilamennska liðsins hefur orðið betri undir hans stjórn er langt í land í baráttunni við mörg Evrópuliðin. Dagur hefur verið fullkomlega hreinskilinn með stöðu Japan á mótinu og sömuleiðis við strákana sína sem spila miklu fleiri leiki en þeir eru vanir á hverju ári. „Nú er ég búinn að vera með þá í tvö ár og ég er búinn að sýna þeim fram á það hvar við stöndum í staðinn fyrir að segja þeim hvar þeir eru. Áður en ég tók við liðinu spilaði Japan tíu leiki á ári og þá segir sig sjálft að þú tapar ekkert rosalega mörgum leikjum,“ segir Dagur.Dagur hefur unnið marga tilta á ferlinum.vísir/gettyFór strax að vinna „Eftir að ég tók við erum við að spila hátt í 30 leiki á ári og meira við evrópsku liðin ef eitthvað er og því höfum við tapað alveg helling af leikjum. Það fer bara í reynslubankann og þá veit maður hvar maður stendur,“ segir hann. Dagur er rosalega vanur því að vinna leiki og titla. Hann var í frábæru liði Vals í byrjun meistaraflokksára sinna og varð t.a.m. Íslandsmeistari fjögur ár í röð. Hann upplifði sigursæla tíma sem spilandi þjálfari í Austurríki með Füchse Berlín í Þýskalandi og svo varð hann Evrópumeistari með Þýskaland árið 2016. Það er stór munur á því að þjálfa bestu leikmenn heims sem framkvæma meira og minna allt sem þú biður þá um að gera en að stýra svo Japan en þetta er eitthvað sem Dagur vissi að sjálfsögðu áður en að hann tók við.Það er erfiðara að þjálfa Japan en Þýskaland.vísir/tomLiðið brotnaði „Ég man alveg hvenær fyrsta svona höggið kom. Það var þegar að ég var enn þá leikmaður. Ég var búinn að vinna mikið með Val í meistaraflokki en svo förum við Óli til Wuppertal. Við byrjuðum í annarri deild en komumst strax upp og unnum þar af leiðandi mikið af leikjum þá,“ segir Dagur. „Fyrsta árið í efstu deild gekk vel. Við vorum mjög góðir. Árið eftir brotnaði liðið og ég man að ég var þá orðinn fyrirliðinn Wuppertal og þá tók töluvert á mig þegar að við byrjuðum að tapa. Þetta er öðruvísi.“ „Þetta er öðruvísi að því leytinu til að ég var algjörlega innstilltur á þetta. Ég gerði langtíma samning þannig að ég gæti unnið í því sjálfur að stilla mig inn á það, að taka þennan slag. Ég var orðinn þreyttur á hinu, kannski ekkert að vinna en þreyttur á umhverfinu og ég sé ekkert eftir þessu,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Man eftir fyrsta högginu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Elvar Örn búinn að semja við lið í atvinnumennskunni Er ekki á leið til Hannover-Burgdorf eins og flest stefndi í. 14. janúar 2019 10:00 Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00 Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti ofjörlum sínum þegar liðið tók á móti ríkjandi Evrópumeisturum Spánar í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í München í gær. Niðurstaðan var sjö marka tap. 14. janúar 2019 06:30 Aron: Ég er búinn að tala um þetta við hann í mánuð Aron Kristjánsson sér bætingu á leik Barein sem Ísland mætir í dag. 14. janúar 2019 10:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Elvar Örn búinn að semja við lið í atvinnumennskunni Er ekki á leið til Hannover-Burgdorf eins og flest stefndi í. 14. janúar 2019 10:00
Þetta vitum við um landslið Barein sem mætir Íslandi á HM í dag Nú er komið að leik þrjú hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Barein sem er eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfans Arons Kristjánssonar. 14. janúar 2019 11:00
Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti ofjörlum sínum þegar liðið tók á móti ríkjandi Evrópumeisturum Spánar í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í München í gær. Niðurstaðan var sjö marka tap. 14. janúar 2019 06:30
Aron: Ég er búinn að tala um þetta við hann í mánuð Aron Kristjánsson sér bætingu á leik Barein sem Ísland mætir í dag. 14. janúar 2019 10:00