Innlent

Gylfi vill verða ráðuneytisstjóri

Birgir Olgeirsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ. FBL/ANTON BRINK
Níu hafa sótt um stöðu embættis ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út í gær. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati lögskipaðrar hæfnisnefndar á umsækjendum.

Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

  • Ásta Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri
  • Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
  • Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi
  • Ingunn Björnsdóttir, dósent
  • Kristlaug Helga Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri
  • Lárus Bjarnason, sýslumaður
  • Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri
Í hæfnisnefndinni eiga sæti Guðríður Þorsteinsdóttir, hrl., formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítala og Sigurður Skúli Bergsson, tollstjóri. Starfsmaður nefndarinnar er Sigríður Jakobínudóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×