Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 09:30 Ólafur Gústafsson er klár í slaginn. vísir/Sigurður már Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag.Ólafur Gústafsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fór snemma meiddur af velli á móti Barein en kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan sem hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma í dag. „Ég býst við því. Við erum að fara að æfa á eftir og þá kemur það betur í ljós. Eins og mér líður núna held ég að ég sé bara góður. Ég fékk að hvíla í leiknum á móti Barein sem var bara gott,“ segir Ólafur sem var lítt hrifinn af fautalegri spilamennsku Bareinmanna. „Það hefði kannski komið einhver meiri hiti í mig ef ég hefði verið inn á, ég veit það ekki. Þeir spiluðu glórulausan handbolta á köflum. Þeir skutu í hausinn á Bjögga og voru að kýla menn hægri vinstri. Það var fínt að maður fékk bara að kæla á bekknum,“ segir Ólafur. Ólafur er fyrrverandi stórskytta og kann því þau fræði vel en nú sér hann um að loka á skyttur mótherjanna. „Ég hef gaman að þessu. Við höfum verið að standa vörnina ágætlega í fyrstu þremur leikjunum. Það vantaði smá upp á í fyrstu tveimur leikjunum en þá vorum við að kljást við erfiðari leikmenn. Ég spilaði lítið á móti Barein en Danni, Ýmir og Arnar voru góðir. Þetta lítur vel út fyrir framhaldið,“ segir Ólafur. Íslenski hópurinn er ungur með meðalaldur upp á 24,3 ár og margir að fara á sitt fyrsta mót. Menn eru því sumir hverjir að kynnast betur en hótellífið er ljúft að sögn Ólafs. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Ég er orðinn smá heimalingur á hinum og þessum herbergjum, meðal annars sjúkraþjálfaraherberginu. Það er mjög góður mórall í þessum hóp. Það er ekkert vesen eða drama á okkur. Hér eru bara allir slakir,“ segir Ólafur Gústafsson.Klippa: Óli Gúst - Górulaus handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag.Ólafur Gústafsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fór snemma meiddur af velli á móti Barein en kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan sem hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma í dag. „Ég býst við því. Við erum að fara að æfa á eftir og þá kemur það betur í ljós. Eins og mér líður núna held ég að ég sé bara góður. Ég fékk að hvíla í leiknum á móti Barein sem var bara gott,“ segir Ólafur sem var lítt hrifinn af fautalegri spilamennsku Bareinmanna. „Það hefði kannski komið einhver meiri hiti í mig ef ég hefði verið inn á, ég veit það ekki. Þeir spiluðu glórulausan handbolta á köflum. Þeir skutu í hausinn á Bjögga og voru að kýla menn hægri vinstri. Það var fínt að maður fékk bara að kæla á bekknum,“ segir Ólafur. Ólafur er fyrrverandi stórskytta og kann því þau fræði vel en nú sér hann um að loka á skyttur mótherjanna. „Ég hef gaman að þessu. Við höfum verið að standa vörnina ágætlega í fyrstu þremur leikjunum. Það vantaði smá upp á í fyrstu tveimur leikjunum en þá vorum við að kljást við erfiðari leikmenn. Ég spilaði lítið á móti Barein en Danni, Ýmir og Arnar voru góðir. Þetta lítur vel út fyrir framhaldið,“ segir Ólafur. Íslenski hópurinn er ungur með meðalaldur upp á 24,3 ár og margir að fara á sitt fyrsta mót. Menn eru því sumir hverjir að kynnast betur en hótellífið er ljúft að sögn Ólafs. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Ég er orðinn smá heimalingur á hinum og þessum herbergjum, meðal annars sjúkraþjálfaraherberginu. Það er mjög góður mórall í þessum hóp. Það er ekkert vesen eða drama á okkur. Hér eru bara allir slakir,“ segir Ólafur Gústafsson.Klippa: Óli Gúst - Górulaus handbolti
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30