Sagði Trump ekki geta þvingað sig til að reka Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2019 23:00 William Barr, fyrrverandi og mögulega verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik William Barr, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, lagði mikið kapp á það í kvöld að koma því á framfæri að hann yrði sjálfstæður ráðherra. Hann myndi ekki eingöngu fara eftir skipunum Hvíta hússins. Meðal þess sem Barr sagði þingmönnum á nefndarfundi í dag var að hann myndi ekki láta þvinga sig í starfi. Þá sagði Barr að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Barr var einnig inntur eftir útskýringum á gömlum yfirlýsingum um rannsóknina og sagðist hann ekki vera á þeirri skoðun að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, færi fyrir „nornaveiðum“, eins og Trump hefur ítrekað haldið fram. Hann sagði það í hag almennings í Bandaríkjunum að Mueller yrði gert kleift að klára rannsókn sína varðandi það hvort framboð Trump hefði starfað með Rússum í viðleitni þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016.„Ég trúi því að Rússar hafi haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af kosningunum og ég tel að við verðum að komast til botns í því,“ sagði Barr. Hann sagðist ekki muna víkja Mueller úr starfi, jafnvel þó Trump skipaði honum að gera það. „Ég mun ekki láta neinn þvinga mig til að gera eitthvað sem ég tel rangt, hvort sem það eru ritstjórnir, þingið eða forsetinn,“ sagði Barr. Hann sagði þó seinna meir að reiði Trump gagnvart Mueller og rannsókn hans væri „skiljanleg“.Barr verður líklega staðfestur af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Svör hans til þingmanna voru þó ætluð til þess að draga úr áhyggjum þingmanna Demókrataflokksins varðandi það að Barr myndi binda enda á Rússarannsóknina. Sérstaklega með tilliti til þess að hann skrifaði minnisblað sem dreift var innan Dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsóknina harðlega. Þá var honum boðið starf í lögfræðiteymi Trump árið 2017 en hann hafnaði boðinu. Verði Barr staðfestur af þinginu verður þetta í annað sinn sem hann sinnir embætti dómsmálaráðherra en hann gerði það áður fyrir George H.W. Bush. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
William Barr, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, lagði mikið kapp á það í kvöld að koma því á framfæri að hann yrði sjálfstæður ráðherra. Hann myndi ekki eingöngu fara eftir skipunum Hvíta hússins. Meðal þess sem Barr sagði þingmönnum á nefndarfundi í dag var að hann myndi ekki láta þvinga sig í starfi. Þá sagði Barr að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Barr var einnig inntur eftir útskýringum á gömlum yfirlýsingum um rannsóknina og sagðist hann ekki vera á þeirri skoðun að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, færi fyrir „nornaveiðum“, eins og Trump hefur ítrekað haldið fram. Hann sagði það í hag almennings í Bandaríkjunum að Mueller yrði gert kleift að klára rannsókn sína varðandi það hvort framboð Trump hefði starfað með Rússum í viðleitni þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016.„Ég trúi því að Rússar hafi haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af kosningunum og ég tel að við verðum að komast til botns í því,“ sagði Barr. Hann sagðist ekki muna víkja Mueller úr starfi, jafnvel þó Trump skipaði honum að gera það. „Ég mun ekki láta neinn þvinga mig til að gera eitthvað sem ég tel rangt, hvort sem það eru ritstjórnir, þingið eða forsetinn,“ sagði Barr. Hann sagði þó seinna meir að reiði Trump gagnvart Mueller og rannsókn hans væri „skiljanleg“.Barr verður líklega staðfestur af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Svör hans til þingmanna voru þó ætluð til þess að draga úr áhyggjum þingmanna Demókrataflokksins varðandi það að Barr myndi binda enda á Rússarannsóknina. Sérstaklega með tilliti til þess að hann skrifaði minnisblað sem dreift var innan Dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsóknina harðlega. Þá var honum boðið starf í lögfræðiteymi Trump árið 2017 en hann hafnaði boðinu. Verði Barr staðfestur af þinginu verður þetta í annað sinn sem hann sinnir embætti dómsmálaráðherra en hann gerði það áður fyrir George H.W. Bush.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira