Framtíð strákanna okkar á HM ræðst á 27 klukkutímum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 10:45 Guðmundur Guðmundsson þarf að vinna tvo leiki til viðbótar til að komast með strákana í milliriðil. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta fara aftur af stað í dag eftir hvíld í gær þegar að þeir mæta Japan í fjórðu umferð B-riðils HM 2019 klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið á eftir tvo leiki, fyrst gegn Japan í dag og svo Makedóníu á morgun, en strákarnir okkar þurfa nánast örugglega að vinna þá báða til þess að komast í milliriðilinn í Köln. Strákarnir fá ekki mikla hvíld á milli leikja og ræðst í raun framtíð liðsins á tæpum 27 klukkustundum. Þeir eiga leik sem fyrr segir gegn Japan í dag klukkan 15.30 sem lýkur væntanlega um 17.00 og þá eru aðeins 25 klukkutímar í leikinn á móti Makedóníu sem hefst klukkan 18.00 annað kvöld. Hálfri annarri klukkustund eftir að sá leikur hefst kemur í ljós hvort okkar menn fara til Kölnar í milliriðilinn og halda áfram baráttunni um alvöru sæti á mótinu eða hvort Forsetabikarinn verður örlög íslensku strákanna. Makedóníumenn eru reyndar í verri málum en íslensku strákarnir því þeir eiga erfiðan leik í kvöld á móti Evrópumeisturum Spánar sem verður ekki lokið fyrr en klukkan 22.00. Þeir fá svo aðeins 18 tíma hvíld áður en þeir fara í það sem verður vafalítið úrslitaleikur á móti íslenska liðinu. Makedónía er með fjögur stig eftir auðvelda byrjun á mótinu en það mætti Barein og Japan í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Ísland spilaði við Króatíu og Spán. Ísland er með tvö stig eftir sigur á Barein og mætir Japan í dag. Japan átti einn sinn besta leik undir stjórn Dags Sigurðssonar á mánudaginn þegar að liðið tapaði fyrir Spáni, 26-22, en það var yfir í hálfeik, 11-10. Markvörðurinn Kai Akhito fór hamförum í leiknum og varði 16 skot. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta fara aftur af stað í dag eftir hvíld í gær þegar að þeir mæta Japan í fjórðu umferð B-riðils HM 2019 klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið á eftir tvo leiki, fyrst gegn Japan í dag og svo Makedóníu á morgun, en strákarnir okkar þurfa nánast örugglega að vinna þá báða til þess að komast í milliriðilinn í Köln. Strákarnir fá ekki mikla hvíld á milli leikja og ræðst í raun framtíð liðsins á tæpum 27 klukkustundum. Þeir eiga leik sem fyrr segir gegn Japan í dag klukkan 15.30 sem lýkur væntanlega um 17.00 og þá eru aðeins 25 klukkutímar í leikinn á móti Makedóníu sem hefst klukkan 18.00 annað kvöld. Hálfri annarri klukkustund eftir að sá leikur hefst kemur í ljós hvort okkar menn fara til Kölnar í milliriðilinn og halda áfram baráttunni um alvöru sæti á mótinu eða hvort Forsetabikarinn verður örlög íslensku strákanna. Makedóníumenn eru reyndar í verri málum en íslensku strákarnir því þeir eiga erfiðan leik í kvöld á móti Evrópumeisturum Spánar sem verður ekki lokið fyrr en klukkan 22.00. Þeir fá svo aðeins 18 tíma hvíld áður en þeir fara í það sem verður vafalítið úrslitaleikur á móti íslenska liðinu. Makedónía er með fjögur stig eftir auðvelda byrjun á mótinu en það mætti Barein og Japan í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Ísland spilaði við Króatíu og Spán. Ísland er með tvö stig eftir sigur á Barein og mætir Japan í dag. Japan átti einn sinn besta leik undir stjórn Dags Sigurðssonar á mánudaginn þegar að liðið tapaði fyrir Spáni, 26-22, en það var yfir í hálfeik, 11-10. Markvörðurinn Kai Akhito fór hamförum í leiknum og varði 16 skot.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30