Framtíð strákanna okkar á HM ræðst á 27 klukkutímum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 10:45 Guðmundur Guðmundsson þarf að vinna tvo leiki til viðbótar til að komast með strákana í milliriðil. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta fara aftur af stað í dag eftir hvíld í gær þegar að þeir mæta Japan í fjórðu umferð B-riðils HM 2019 klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið á eftir tvo leiki, fyrst gegn Japan í dag og svo Makedóníu á morgun, en strákarnir okkar þurfa nánast örugglega að vinna þá báða til þess að komast í milliriðilinn í Köln. Strákarnir fá ekki mikla hvíld á milli leikja og ræðst í raun framtíð liðsins á tæpum 27 klukkustundum. Þeir eiga leik sem fyrr segir gegn Japan í dag klukkan 15.30 sem lýkur væntanlega um 17.00 og þá eru aðeins 25 klukkutímar í leikinn á móti Makedóníu sem hefst klukkan 18.00 annað kvöld. Hálfri annarri klukkustund eftir að sá leikur hefst kemur í ljós hvort okkar menn fara til Kölnar í milliriðilinn og halda áfram baráttunni um alvöru sæti á mótinu eða hvort Forsetabikarinn verður örlög íslensku strákanna. Makedóníumenn eru reyndar í verri málum en íslensku strákarnir því þeir eiga erfiðan leik í kvöld á móti Evrópumeisturum Spánar sem verður ekki lokið fyrr en klukkan 22.00. Þeir fá svo aðeins 18 tíma hvíld áður en þeir fara í það sem verður vafalítið úrslitaleikur á móti íslenska liðinu. Makedónía er með fjögur stig eftir auðvelda byrjun á mótinu en það mætti Barein og Japan í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Ísland spilaði við Króatíu og Spán. Ísland er með tvö stig eftir sigur á Barein og mætir Japan í dag. Japan átti einn sinn besta leik undir stjórn Dags Sigurðssonar á mánudaginn þegar að liðið tapaði fyrir Spáni, 26-22, en það var yfir í hálfeik, 11-10. Markvörðurinn Kai Akhito fór hamförum í leiknum og varði 16 skot. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta fara aftur af stað í dag eftir hvíld í gær þegar að þeir mæta Japan í fjórðu umferð B-riðils HM 2019 klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið á eftir tvo leiki, fyrst gegn Japan í dag og svo Makedóníu á morgun, en strákarnir okkar þurfa nánast örugglega að vinna þá báða til þess að komast í milliriðilinn í Köln. Strákarnir fá ekki mikla hvíld á milli leikja og ræðst í raun framtíð liðsins á tæpum 27 klukkustundum. Þeir eiga leik sem fyrr segir gegn Japan í dag klukkan 15.30 sem lýkur væntanlega um 17.00 og þá eru aðeins 25 klukkutímar í leikinn á móti Makedóníu sem hefst klukkan 18.00 annað kvöld. Hálfri annarri klukkustund eftir að sá leikur hefst kemur í ljós hvort okkar menn fara til Kölnar í milliriðilinn og halda áfram baráttunni um alvöru sæti á mótinu eða hvort Forsetabikarinn verður örlög íslensku strákanna. Makedóníumenn eru reyndar í verri málum en íslensku strákarnir því þeir eiga erfiðan leik í kvöld á móti Evrópumeisturum Spánar sem verður ekki lokið fyrr en klukkan 22.00. Þeir fá svo aðeins 18 tíma hvíld áður en þeir fara í það sem verður vafalítið úrslitaleikur á móti íslenska liðinu. Makedónía er með fjögur stig eftir auðvelda byrjun á mótinu en það mætti Barein og Japan í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Ísland spilaði við Króatíu og Spán. Ísland er með tvö stig eftir sigur á Barein og mætir Japan í dag. Japan átti einn sinn besta leik undir stjórn Dags Sigurðssonar á mánudaginn þegar að liðið tapaði fyrir Spáni, 26-22, en það var yfir í hálfeik, 11-10. Markvörðurinn Kai Akhito fór hamförum í leiknum og varði 16 skot.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30