Une Misère á mála hjá Nuclear Blast Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. janúar 2019 11:46 Meðlimir Une Misère hafa allir verið virkir í íslensku grasrótarsenuninni í töluverðan tíma, og verið meðlimir fjölda annarra þungarokkssveita. Amy Haslehurst Íslenska öfgarokksveitin íslenska Une Misère hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfurisann Nuclear Blast. Í tilefni þess gaf sveitin út lagið Damages ásamt myndbandi nú í morgun. Hljómsveitin hefur starfað markvisst að þessu síðastliðin tvö ár en metnaður og kröftug sviðsframkoma sveitarinnar hefur ekki getað farið fram hjá þeim sem fylgjast með þessum anga tónlistar á Íslandi. Þrátt fyrir það er þetta stórt skref fyrir sveitina og merkur árangur, sér í lagi þar sem sveitin hefur áður einungis gefið út eina smáskífu og þriggja laga kassettu á stafrænu formi. Draumur að rætast Samkvæmt tilkynningu frá sveitinni eru meðlimir Une Misère „yfir sig hrifnir af gangi mála og eru virkilega spenntir að fá þetta tækifæri til að komast nær markmiði sínu.“ Þar kemur jafnframt fram að áður en hljómsveitin var stofnuð þótti þeim ansi fjarstæðukennt að eitthvað eins og þetta myndi í rauninni gerast, „að þetta stór draumur myndi í alvöru rætast.“ Sveitin er skipuð söngvaranum Jóni Má Ásbjörnssyni, trommuleikaranum Benjamín Bent Árnasyni, bassaleikaranum Þorsteini Gunnari Friðrikssyni og gítarleikurunum Finnboga Erni Einarssyni, Fannari Má Oddssyni og Gunnari Inga Jones, en Finnbogi og Fannar syngja einnig. Nuclear Blast hefur hýst og hýsir mörg af allra stærstu nöfnum þungarokksheimsins í dag en þar má nefna Slayer, Meshuggah og Behemoth, en einnig má nefna að íslenska rokksveitin The Vintage Caravan er gefin út af plötufyrirtækinu. Þunglyndi, kvíði og fíkn Í tilefni samningsins ákvað sveitin að gefa út nýtt lag og myndband, við lagið „Damages“ Samkvæmt tilkynningu fjallar lagið um „að vera staddur á brúninni og það er engin undankomuleið í sjónmáli. Það fjallar um það að finna ekki fyrir neinu öðru en öllu því versta sem maðurinn getur ímyndað sér. Damages fjallar um þunglyndi, kvíða og fíkn því eins og er þá munu geðsjúkdómar og fíkn alltaf vera til staðar, þetta er ekki læknanlegt ástand. Hinsvegar er það meðhöndlanlegt – með hjálp.“ Þetta rímar við öflug skilaboð sem hljómsveitin hefur að flytja gagnvart geðsjúkdómum, fíknivandamálum og hvernig tekið er á þeim í dag. Í tilkynningu kemur einnig fram að lagið sé tileinkað Bjarna Jóhannesi Ólafssyni, „góðum vini sem yfirgaf þennan heim alltof snemma.“ Tónlist Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslenska öfgarokksveitin íslenska Une Misère hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfurisann Nuclear Blast. Í tilefni þess gaf sveitin út lagið Damages ásamt myndbandi nú í morgun. Hljómsveitin hefur starfað markvisst að þessu síðastliðin tvö ár en metnaður og kröftug sviðsframkoma sveitarinnar hefur ekki getað farið fram hjá þeim sem fylgjast með þessum anga tónlistar á Íslandi. Þrátt fyrir það er þetta stórt skref fyrir sveitina og merkur árangur, sér í lagi þar sem sveitin hefur áður einungis gefið út eina smáskífu og þriggja laga kassettu á stafrænu formi. Draumur að rætast Samkvæmt tilkynningu frá sveitinni eru meðlimir Une Misère „yfir sig hrifnir af gangi mála og eru virkilega spenntir að fá þetta tækifæri til að komast nær markmiði sínu.“ Þar kemur jafnframt fram að áður en hljómsveitin var stofnuð þótti þeim ansi fjarstæðukennt að eitthvað eins og þetta myndi í rauninni gerast, „að þetta stór draumur myndi í alvöru rætast.“ Sveitin er skipuð söngvaranum Jóni Má Ásbjörnssyni, trommuleikaranum Benjamín Bent Árnasyni, bassaleikaranum Þorsteini Gunnari Friðrikssyni og gítarleikurunum Finnboga Erni Einarssyni, Fannari Má Oddssyni og Gunnari Inga Jones, en Finnbogi og Fannar syngja einnig. Nuclear Blast hefur hýst og hýsir mörg af allra stærstu nöfnum þungarokksheimsins í dag en þar má nefna Slayer, Meshuggah og Behemoth, en einnig má nefna að íslenska rokksveitin The Vintage Caravan er gefin út af plötufyrirtækinu. Þunglyndi, kvíði og fíkn Í tilefni samningsins ákvað sveitin að gefa út nýtt lag og myndband, við lagið „Damages“ Samkvæmt tilkynningu fjallar lagið um „að vera staddur á brúninni og það er engin undankomuleið í sjónmáli. Það fjallar um það að finna ekki fyrir neinu öðru en öllu því versta sem maðurinn getur ímyndað sér. Damages fjallar um þunglyndi, kvíða og fíkn því eins og er þá munu geðsjúkdómar og fíkn alltaf vera til staðar, þetta er ekki læknanlegt ástand. Hinsvegar er það meðhöndlanlegt – með hjálp.“ Þetta rímar við öflug skilaboð sem hljómsveitin hefur að flytja gagnvart geðsjúkdómum, fíknivandamálum og hvernig tekið er á þeim í dag. Í tilkynningu kemur einnig fram að lagið sé tileinkað Bjarna Jóhannesi Ólafssyni, „góðum vini sem yfirgaf þennan heim alltof snemma.“
Tónlist Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira