Ellefu marka sigur Spánverja þýðir að Íslandi dugar jafntefli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. janúar 2019 21:33 Raul Entrerrios vísir/getty Spánverjar unnu öruggan sigur á Makedóníu á HM í handbolta í dag. Með sigrinum settu Spánverjar upp tvo úrslitaleiki, á milli sín og Króata um toppsæti riðilsins og á milli Íslands og Makedóníu um sæti í milliriðlum. Evrópumeistarar Spánverja byrjuðu alls ekki sannfærandi og var staðan 6-3 fyrir Makedóníu þegar 13 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá vöknuðu Spánverjar aðeins til lífsins og jöfnuðu leikinn. Það var svo jafnt út hálfleikinn, staðan 12-13 fyrir Spánverja í hálfleik. Spánverjar byrjuðu seinni hálfleikinn hins vegar af krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk hans og komust í 12-18. Eftir það sáu Makedóníumenn aldrei til sólar. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum og 21-32 sigur Spánar staðreynd. Staðan í riðlinum er þá þannig að Spánn og Króatía eru með fullt hús og spila um fyrsta sætið á morgun. Ísland og Makedónía eru með fjögur stig hvor en Ísland er með betri markatölu og er því í þriðja sætinu, síðasta sætinu sem gefur sæti í milliriðli. Jafntefli í leik liðanna á morgun dugar því Íslendingum til að komast áfram. Í D-riðli urðu nokkuð óvæntar tölur þegar Svíþjóð vann Katar því silfurliðið frá EM rétt marði eins marks sigur á Katar. Eftir að Svíar höfðu leitt nær allan fyrri hálfleikinn voru það Katarar sem fóru með 11-10 forystu inn í hálfleik. Þeir mættu svo af krafti út í seinni hálfleikinn og komust í þriggja marka forystu áður en langt um leið. Katar hélt forystu sinni þar til á 46. mínútu þegar Mattias Zachrisson kom Svíum aftur yfir. Svíar létu forystuna ekki aftur úr höndum sér en lokatölur urðu 22-23. Þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppninni á HM er staðan svona:A riðill Frakkland, 7 stig Þýskaland, 6 stig Rússland, 4 stig Brasilía, 4 stig Serbía, 3 stig Kórea, 0 stigB riðill Króatía, 8 stig Spánn, 8 stig Ísland, 4 stig Makedónía, 4 stig Japan, 0 stig Barein, 0 stigC riðill Noregur, 8 stig Danmörk, 8 stig Túnis, 4 stig Austurríki, 2 stig Síle, 2 stig Sádi Arabía, 0 stigD riðill Svíþjóð, 8 stig Ungverjaland, 6 stig Egyptaland, 3 stig Argentína, 3 stig Katar, 2 stig Angóla, 2 stig HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Spánverjar unnu öruggan sigur á Makedóníu á HM í handbolta í dag. Með sigrinum settu Spánverjar upp tvo úrslitaleiki, á milli sín og Króata um toppsæti riðilsins og á milli Íslands og Makedóníu um sæti í milliriðlum. Evrópumeistarar Spánverja byrjuðu alls ekki sannfærandi og var staðan 6-3 fyrir Makedóníu þegar 13 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá vöknuðu Spánverjar aðeins til lífsins og jöfnuðu leikinn. Það var svo jafnt út hálfleikinn, staðan 12-13 fyrir Spánverja í hálfleik. Spánverjar byrjuðu seinni hálfleikinn hins vegar af krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk hans og komust í 12-18. Eftir það sáu Makedóníumenn aldrei til sólar. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum og 21-32 sigur Spánar staðreynd. Staðan í riðlinum er þá þannig að Spánn og Króatía eru með fullt hús og spila um fyrsta sætið á morgun. Ísland og Makedónía eru með fjögur stig hvor en Ísland er með betri markatölu og er því í þriðja sætinu, síðasta sætinu sem gefur sæti í milliriðli. Jafntefli í leik liðanna á morgun dugar því Íslendingum til að komast áfram. Í D-riðli urðu nokkuð óvæntar tölur þegar Svíþjóð vann Katar því silfurliðið frá EM rétt marði eins marks sigur á Katar. Eftir að Svíar höfðu leitt nær allan fyrri hálfleikinn voru það Katarar sem fóru með 11-10 forystu inn í hálfleik. Þeir mættu svo af krafti út í seinni hálfleikinn og komust í þriggja marka forystu áður en langt um leið. Katar hélt forystu sinni þar til á 46. mínútu þegar Mattias Zachrisson kom Svíum aftur yfir. Svíar létu forystuna ekki aftur úr höndum sér en lokatölur urðu 22-23. Þegar aðeins ein umferð er eftir af riðlakeppninni á HM er staðan svona:A riðill Frakkland, 7 stig Þýskaland, 6 stig Rússland, 4 stig Brasilía, 4 stig Serbía, 3 stig Kórea, 0 stigB riðill Króatía, 8 stig Spánn, 8 stig Ísland, 4 stig Makedónía, 4 stig Japan, 0 stig Barein, 0 stigC riðill Noregur, 8 stig Danmörk, 8 stig Túnis, 4 stig Austurríki, 2 stig Síle, 2 stig Sádi Arabía, 0 stigD riðill Svíþjóð, 8 stig Ungverjaland, 6 stig Egyptaland, 3 stig Argentína, 3 stig Katar, 2 stig Angóla, 2 stig
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira