Allt flóttafólk fær sömu móttökur við komuna til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2019 16:55 Bæjarstjórinn á Akureyri tók á móti þremur fjölskyldum frá Sýrlandi í janúar 2016. Um var að ræða kvótaflóttamenn sem komu til landsins í boði íslenskra stjórnvalda. FBL/Auðunn Ekki mun lengur skipta máli hvort flóttafólk komi til landsins sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur íslenskra yfirvalda munu vera þær sömu. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í dag á fundi í Þróunarsetri Vestfjarða að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Breytingin þýðir að flóttamenn sem koma til landsins á eigin vegum - þar með talið fólk sem hefur flúið heimaland sitt, sumir á bátumyfir Miðjarðarhaf, og komist til Íslands með einhverju móti og fengið dvalarleyfi hér - munu í fyrsta sinn fá aðstoð við að komast í húsnæði og ýmsa aðra aðstoð stjórnvalda til að koma undir sig fótunum. Kerfið fyrir þá verður sumsé eins eða mjög svipað og fyrir hópana sem er boðið til landsins, sem oft hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Tillögur að samræmdri móttöku fyrir flóttafólk eru byggðar á skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að kortleggja stöðu þessara mála og gera tillögur að samræmdu móttökukerfi. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni nýverið en í henni er lögð áhersla á að flóttafólk njóti þjónustu við komuna til landsins í samræmi við þær áherslur sem koma fram í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og í samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem lagt er til er að öllu flóttafólki sem fær alþjóðlega vernd hér á landi standi til boða að fara til móttökusveitarfélags en það sé jafnframt frjálst val hvers einstaklings hvort hann þiggur slíkt boð. Félagsmálaráðuneytið mun strax hefja undirbúning að innleiðingu samræmdrar móttöku flóttafólks. Meðal annars verður auglýst eftir sveitarfélögum sem vilja taka að sér móttöku flóttafólks og gera við þau samninga þar að lútandi. Hlutverk sveitarfélaganna verður að tryggja samfellda og sveigjanlega þjónustu með einstaklingsmiðaðri áætlun og tryggja meðal annars að flóttafólki standi til boða húsnæði til leigu. Fjölmenningarsetrið verður eflt og einnig verður sett á fót staða starfsmanns á þess vegum á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk Fjölmenningarsetursins verður meðal annars að tengja saman flóttafólk og móttökusveitarfélög og veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. Vinnumálstofnun mun fá aukið hlutverk þar sem hún mun m.a. annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu auk aðstoðar við atvinnuleit og aðra virkni, svo sem nám, atvinnu með stuðningi og starfsþjálfun. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Ekki mun lengur skipta máli hvort flóttafólk komi til landsins sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur íslenskra yfirvalda munu vera þær sömu. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í dag á fundi í Þróunarsetri Vestfjarða að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Breytingin þýðir að flóttamenn sem koma til landsins á eigin vegum - þar með talið fólk sem hefur flúið heimaland sitt, sumir á bátumyfir Miðjarðarhaf, og komist til Íslands með einhverju móti og fengið dvalarleyfi hér - munu í fyrsta sinn fá aðstoð við að komast í húsnæði og ýmsa aðra aðstoð stjórnvalda til að koma undir sig fótunum. Kerfið fyrir þá verður sumsé eins eða mjög svipað og fyrir hópana sem er boðið til landsins, sem oft hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Tillögur að samræmdri móttöku fyrir flóttafólk eru byggðar á skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að kortleggja stöðu þessara mála og gera tillögur að samræmdu móttökukerfi. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni nýverið en í henni er lögð áhersla á að flóttafólk njóti þjónustu við komuna til landsins í samræmi við þær áherslur sem koma fram í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og í samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem lagt er til er að öllu flóttafólki sem fær alþjóðlega vernd hér á landi standi til boða að fara til móttökusveitarfélags en það sé jafnframt frjálst val hvers einstaklings hvort hann þiggur slíkt boð. Félagsmálaráðuneytið mun strax hefja undirbúning að innleiðingu samræmdrar móttöku flóttafólks. Meðal annars verður auglýst eftir sveitarfélögum sem vilja taka að sér móttöku flóttafólks og gera við þau samninga þar að lútandi. Hlutverk sveitarfélaganna verður að tryggja samfellda og sveigjanlega þjónustu með einstaklingsmiðaðri áætlun og tryggja meðal annars að flóttafólki standi til boða húsnæði til leigu. Fjölmenningarsetrið verður eflt og einnig verður sett á fót staða starfsmanns á þess vegum á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk Fjölmenningarsetursins verður meðal annars að tengja saman flóttafólk og móttökusveitarfélög og veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. Vinnumálstofnun mun fá aukið hlutverk þar sem hún mun m.a. annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu auk aðstoðar við atvinnuleit og aðra virkni, svo sem nám, atvinnu með stuðningi og starfsþjálfun.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira