Allt flóttafólk fær sömu móttökur við komuna til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2019 16:55 Bæjarstjórinn á Akureyri tók á móti þremur fjölskyldum frá Sýrlandi í janúar 2016. Um var að ræða kvótaflóttamenn sem komu til landsins í boði íslenskra stjórnvalda. FBL/Auðunn Ekki mun lengur skipta máli hvort flóttafólk komi til landsins sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur íslenskra yfirvalda munu vera þær sömu. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í dag á fundi í Þróunarsetri Vestfjarða að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Breytingin þýðir að flóttamenn sem koma til landsins á eigin vegum - þar með talið fólk sem hefur flúið heimaland sitt, sumir á bátumyfir Miðjarðarhaf, og komist til Íslands með einhverju móti og fengið dvalarleyfi hér - munu í fyrsta sinn fá aðstoð við að komast í húsnæði og ýmsa aðra aðstoð stjórnvalda til að koma undir sig fótunum. Kerfið fyrir þá verður sumsé eins eða mjög svipað og fyrir hópana sem er boðið til landsins, sem oft hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Tillögur að samræmdri móttöku fyrir flóttafólk eru byggðar á skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að kortleggja stöðu þessara mála og gera tillögur að samræmdu móttökukerfi. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni nýverið en í henni er lögð áhersla á að flóttafólk njóti þjónustu við komuna til landsins í samræmi við þær áherslur sem koma fram í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og í samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem lagt er til er að öllu flóttafólki sem fær alþjóðlega vernd hér á landi standi til boða að fara til móttökusveitarfélags en það sé jafnframt frjálst val hvers einstaklings hvort hann þiggur slíkt boð. Félagsmálaráðuneytið mun strax hefja undirbúning að innleiðingu samræmdrar móttöku flóttafólks. Meðal annars verður auglýst eftir sveitarfélögum sem vilja taka að sér móttöku flóttafólks og gera við þau samninga þar að lútandi. Hlutverk sveitarfélaganna verður að tryggja samfellda og sveigjanlega þjónustu með einstaklingsmiðaðri áætlun og tryggja meðal annars að flóttafólki standi til boða húsnæði til leigu. Fjölmenningarsetrið verður eflt og einnig verður sett á fót staða starfsmanns á þess vegum á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk Fjölmenningarsetursins verður meðal annars að tengja saman flóttafólk og móttökusveitarfélög og veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. Vinnumálstofnun mun fá aukið hlutverk þar sem hún mun m.a. annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu auk aðstoðar við atvinnuleit og aðra virkni, svo sem nám, atvinnu með stuðningi og starfsþjálfun. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ekki mun lengur skipta máli hvort flóttafólk komi til landsins sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur íslenskra yfirvalda munu vera þær sömu. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í dag á fundi í Þróunarsetri Vestfjarða að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Breytingin þýðir að flóttamenn sem koma til landsins á eigin vegum - þar með talið fólk sem hefur flúið heimaland sitt, sumir á bátumyfir Miðjarðarhaf, og komist til Íslands með einhverju móti og fengið dvalarleyfi hér - munu í fyrsta sinn fá aðstoð við að komast í húsnæði og ýmsa aðra aðstoð stjórnvalda til að koma undir sig fótunum. Kerfið fyrir þá verður sumsé eins eða mjög svipað og fyrir hópana sem er boðið til landsins, sem oft hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Tillögur að samræmdri móttöku fyrir flóttafólk eru byggðar á skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að kortleggja stöðu þessara mála og gera tillögur að samræmdu móttökukerfi. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni nýverið en í henni er lögð áhersla á að flóttafólk njóti þjónustu við komuna til landsins í samræmi við þær áherslur sem koma fram í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og í samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem lagt er til er að öllu flóttafólki sem fær alþjóðlega vernd hér á landi standi til boða að fara til móttökusveitarfélags en það sé jafnframt frjálst val hvers einstaklings hvort hann þiggur slíkt boð. Félagsmálaráðuneytið mun strax hefja undirbúning að innleiðingu samræmdrar móttöku flóttafólks. Meðal annars verður auglýst eftir sveitarfélögum sem vilja taka að sér móttöku flóttafólks og gera við þau samninga þar að lútandi. Hlutverk sveitarfélaganna verður að tryggja samfellda og sveigjanlega þjónustu með einstaklingsmiðaðri áætlun og tryggja meðal annars að flóttafólki standi til boða húsnæði til leigu. Fjölmenningarsetrið verður eflt og einnig verður sett á fót staða starfsmanns á þess vegum á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk Fjölmenningarsetursins verður meðal annars að tengja saman flóttafólk og móttökusveitarfélög og veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. Vinnumálstofnun mun fá aukið hlutverk þar sem hún mun m.a. annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu auk aðstoðar við atvinnuleit og aðra virkni, svo sem nám, atvinnu með stuðningi og starfsþjálfun.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira