„Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 18:13 Hreiðar Már Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. Hann segir rangt að Kaupþing hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna láni Seðlabankans til Kaupþings í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Hreiðars vegna opins bréfs Kevin Stanford og Karen Millen sem birtist á Kjarnanum í dag.Þar halda þau því fram að þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen.Sjá einnig: Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfinaHreiðar segir bréf þetta fullt af staðreyndavillum og því hafi hann talið best að senda frá sér yfirlýsingu. Þar segir Hreiðar ekki rétt að hann hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stafords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. „Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það,“ segir Hreiðar. „Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.“ Hreiðar segir einnig ekki rétt að hann hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi hvorki gert það fyrir né eftir hrun. Þá segist hann aldrei hafa átt í samskiptum við Karen Millen. Hann hafi ekki komið að fjárfestingum hennar og ekki veitt henni fjármálaráðgjöf. „Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.“ Yfirlýsingu Hreiðar Más má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stanford og Karen Millen sem er fullt af staðreyndavillum og birtist í netmiðlinum Kjarnanum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Það er ekki rétt að ég hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stanfords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það.Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hvorki fyrir né eftir hrun.Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.Virðingarfyllst,Hreidar Már Sigurðsson Íslenskir bankar Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. Hann segir rangt að Kaupþing hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna láni Seðlabankans til Kaupþings í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Hreiðars vegna opins bréfs Kevin Stanford og Karen Millen sem birtist á Kjarnanum í dag.Þar halda þau því fram að þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen.Sjá einnig: Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfinaHreiðar segir bréf þetta fullt af staðreyndavillum og því hafi hann talið best að senda frá sér yfirlýsingu. Þar segir Hreiðar ekki rétt að hann hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stafords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. „Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það,“ segir Hreiðar. „Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.“ Hreiðar segir einnig ekki rétt að hann hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi hvorki gert það fyrir né eftir hrun. Þá segist hann aldrei hafa átt í samskiptum við Karen Millen. Hann hafi ekki komið að fjárfestingum hennar og ekki veitt henni fjármálaráðgjöf. „Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.“ Yfirlýsingu Hreiðar Más má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stanford og Karen Millen sem er fullt af staðreyndavillum og birtist í netmiðlinum Kjarnanum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Það er ekki rétt að ég hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stanfords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það.Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hvorki fyrir né eftir hrun.Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.Virðingarfyllst,Hreidar Már Sigurðsson
Íslenskir bankar Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Sjá meira