Umhverfisvitund getur reynst arðbær Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:30 Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Framkvæmdastjóri dönsku prentsmiðjunnar KLS PurePrint hélt erindi á ráðstefnu Festu um samfélagsábyrgð í Hörpu í dag. Árið 2007 tók fyrirtækið ákvörðun um að verða umhverfisvænasta prentsmiðja í heimi og hannaði nýtt viðskiptamódel sembyggir á hringrás, þar sem ekkert fer til spillis. Prentsmiðjan gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og vörur eru sendar út með rafmagnsbílum. „Okkur hefur tekist þetta með því að skoða öll efni sem við notum. Við vinnum með birgjum okkar, þeirra birgjum, birgum þeirra, o.s.frv. Allt til enda keðjunnar, viljum við vita hvað fer í hana," segir Kasper Larsen, framkvæmdastjóri KLS PurePrint. Samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnunni vill stór meirihluti íslenskra neytenda, eða um 85% fremur beina viðskiptum sínum til samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja en einungis fjórðungur telur íslensk fyrirtæki almennt sýna þessa ábyrgð. Kasper Larsen hélt erindi á ráðstefnu Festis í dag.Kasper segir umhverfisvitund neytenda sífellt aukast og samhliða stækkar kúnnahópurinn. „Fyrirtæki þurfa að vera mjög meðvituð um vilja viðskiptavinanna og þeirra viðskiptavina. Það á sérstaklega við í umhverfismálum, t.d. varðandi plast. Þessi mál eru að minnsta kosti ofarlega í huga Dana um þessar mundir," segir Kasper. Hann segir fyritæki ekki mega skorast undan sinni ábyrgð og bætir við að stjórnvöld gætu létt undir með hvötum til umhverfisvænnar framleiðslu. „Ef við tökum þessa kröfu nútímans ekki alvarlega þá skulum við líka búa okkur undir að samkeppnisaðilar okkar muni gera það. Þá getum við séð hvað verður um okkar störf. Okkur skortir ekki verkefni og getum ekki beðið," segir Kasper. Danmörk Umhverfismál Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Framkvæmdastjóri dönsku prentsmiðjunnar KLS PurePrint hélt erindi á ráðstefnu Festu um samfélagsábyrgð í Hörpu í dag. Árið 2007 tók fyrirtækið ákvörðun um að verða umhverfisvænasta prentsmiðja í heimi og hannaði nýtt viðskiptamódel sembyggir á hringrás, þar sem ekkert fer til spillis. Prentsmiðjan gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og vörur eru sendar út með rafmagnsbílum. „Okkur hefur tekist þetta með því að skoða öll efni sem við notum. Við vinnum með birgjum okkar, þeirra birgjum, birgum þeirra, o.s.frv. Allt til enda keðjunnar, viljum við vita hvað fer í hana," segir Kasper Larsen, framkvæmdastjóri KLS PurePrint. Samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnunni vill stór meirihluti íslenskra neytenda, eða um 85% fremur beina viðskiptum sínum til samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja en einungis fjórðungur telur íslensk fyrirtæki almennt sýna þessa ábyrgð. Kasper Larsen hélt erindi á ráðstefnu Festis í dag.Kasper segir umhverfisvitund neytenda sífellt aukast og samhliða stækkar kúnnahópurinn. „Fyrirtæki þurfa að vera mjög meðvituð um vilja viðskiptavinanna og þeirra viðskiptavina. Það á sérstaklega við í umhverfismálum, t.d. varðandi plast. Þessi mál eru að minnsta kosti ofarlega í huga Dana um þessar mundir," segir Kasper. Hann segir fyritæki ekki mega skorast undan sinni ábyrgð og bætir við að stjórnvöld gætu létt undir með hvötum til umhverfisvænnar framleiðslu. „Ef við tökum þessa kröfu nútímans ekki alvarlega þá skulum við líka búa okkur undir að samkeppnisaðilar okkar muni gera það. Þá getum við séð hvað verður um okkar störf. Okkur skortir ekki verkefni og getum ekki beðið," segir Kasper.
Danmörk Umhverfismál Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira