Guðmundur: Er hrærður Anton Ingi Leifsson skrifar 17. janúar 2019 19:07 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. „Mér fannst þetta stórkostleg frammistaða. Leikurinn var erfiður og eins og við vissum þá voru þeir að fara spila sjö á móti sex,“ sagði Guðmundur í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Við vorum búnir að fara yfir þetta endalaust. Þetta er ekki einfalt. Við ákváðum að keyra á þá í hvert skipti sem við gátum og planið var að keyra áfram á þá í síðari hálfleik.“ „Það gekk upp en leikurinn byrjaði kannski ekki vel fyrir okkur sóknarlega því við vorum að misnota færi sóknarlega. Það var ákveðið hik á okkur. Við misnotum víti og það var ákveðinn óheppni í gang, finnst mér.“ „Í staðinn fyrir að koma með endalaus nýjar ákvarðanir þá fórum við yfir stöðuna í hálfleik. Við ræddum ákveðna hluti og komum með einn nýjan hlut sem við byrjuðum á síðari hálfleik. Síðan löguðum við til taktíkarnar.“ „Við breyttum áhersluatriðum og það skóp það að við sköpuðum okkur frábær færi en varnarleikurinn var algjörlega stórkostlegur. Ég hef ekki oft upplifað svona baráttu og vilja. Ég er hrærður í dag.“ Arnar Freyr Arnarsson var algjörlega magnaður í vörn íslenska liðsins í dag og ekki síðri sóknarlega. Guðmundur hrósaði honum í leikslok. „Þetta var algjörlega stórbrotinn leikur hjá honum og hann fórnar sér allan tímann. Ég spurði hann tvisvar hvort að hann þyrfti pásu en nei hann þurfti enga pásu. Hann vildi halda áfram og það er frábært. Það var líka mjög mikilvægt.“ „Síðan voru aðrir að standa sig rosalega vel. Þetta var mjög erfitt að vinna og við vorum að spila gegn miklu leikreyndara liði en við. Að byrja með nýtt lið og komast í milliriðil. Nú þurfum við að fara upp á hótel og setja upp ný markmið.“ Guðmundur segir að leikjaplanið sé undarlegt. Frakkarnir geta hvílt sig á meðan Ísland spilar gegn bæði Þjóðverjum og Frökkum um helgina. Ekki hægt að breyta þessu núna en verður gert athugasemd við þetta segir Guðmundur. „Það sem bíður okkar er gríðarlega erfitt prógram. Það er umhugsunarefni að við komum til að spila gegn Þjóðverjum á laugardag og Frakklandi á sunnudag. Það eru fjórir leikir á fimm dögum. Frakkarnir fá að hvíla í tvo daga fyrir leikinn gegn okkur.“ „Þetta er eitthvað sem er algjörlega óskiljanlegt og auðvitað þarf að gera athugarsemdir við þetta á síðari stigum. Það er ekki hægt að breyta því núna en ég er bara að segja að það er erfitt framhald fyrir okkur.“ „Við ætlum að njóta þess og fara til Köln að spila fyrir framan fulla höll. Það er engu líkt,“ sagði Guðmundur að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Dómarinn eins og pabbi sem er að stjórna leik út í garði í barnaafmæli“ Ísland er komið í milliriðil eftir frábæran sigur á Makedóní 17. janúar 2019 18:31 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Gísli Þorgeir: Væri fáranlegt að hverfa frá því Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög góðan leik í sigrinum gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 18:45 Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. „Mér fannst þetta stórkostleg frammistaða. Leikurinn var erfiður og eins og við vissum þá voru þeir að fara spila sjö á móti sex,“ sagði Guðmundur í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Við vorum búnir að fara yfir þetta endalaust. Þetta er ekki einfalt. Við ákváðum að keyra á þá í hvert skipti sem við gátum og planið var að keyra áfram á þá í síðari hálfleik.“ „Það gekk upp en leikurinn byrjaði kannski ekki vel fyrir okkur sóknarlega því við vorum að misnota færi sóknarlega. Það var ákveðið hik á okkur. Við misnotum víti og það var ákveðinn óheppni í gang, finnst mér.“ „Í staðinn fyrir að koma með endalaus nýjar ákvarðanir þá fórum við yfir stöðuna í hálfleik. Við ræddum ákveðna hluti og komum með einn nýjan hlut sem við byrjuðum á síðari hálfleik. Síðan löguðum við til taktíkarnar.“ „Við breyttum áhersluatriðum og það skóp það að við sköpuðum okkur frábær færi en varnarleikurinn var algjörlega stórkostlegur. Ég hef ekki oft upplifað svona baráttu og vilja. Ég er hrærður í dag.“ Arnar Freyr Arnarsson var algjörlega magnaður í vörn íslenska liðsins í dag og ekki síðri sóknarlega. Guðmundur hrósaði honum í leikslok. „Þetta var algjörlega stórbrotinn leikur hjá honum og hann fórnar sér allan tímann. Ég spurði hann tvisvar hvort að hann þyrfti pásu en nei hann þurfti enga pásu. Hann vildi halda áfram og það er frábært. Það var líka mjög mikilvægt.“ „Síðan voru aðrir að standa sig rosalega vel. Þetta var mjög erfitt að vinna og við vorum að spila gegn miklu leikreyndara liði en við. Að byrja með nýtt lið og komast í milliriðil. Nú þurfum við að fara upp á hótel og setja upp ný markmið.“ Guðmundur segir að leikjaplanið sé undarlegt. Frakkarnir geta hvílt sig á meðan Ísland spilar gegn bæði Þjóðverjum og Frökkum um helgina. Ekki hægt að breyta þessu núna en verður gert athugasemd við þetta segir Guðmundur. „Það sem bíður okkar er gríðarlega erfitt prógram. Það er umhugsunarefni að við komum til að spila gegn Þjóðverjum á laugardag og Frakklandi á sunnudag. Það eru fjórir leikir á fimm dögum. Frakkarnir fá að hvíla í tvo daga fyrir leikinn gegn okkur.“ „Þetta er eitthvað sem er algjörlega óskiljanlegt og auðvitað þarf að gera athugarsemdir við þetta á síðari stigum. Það er ekki hægt að breyta því núna en ég er bara að segja að það er erfitt framhald fyrir okkur.“ „Við ætlum að njóta þess og fara til Köln að spila fyrir framan fulla höll. Það er engu líkt,“ sagði Guðmundur að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Dómarinn eins og pabbi sem er að stjórna leik út í garði í barnaafmæli“ Ísland er komið í milliriðil eftir frábæran sigur á Makedóní 17. janúar 2019 18:31 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Gísli Þorgeir: Væri fáranlegt að hverfa frá því Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög góðan leik í sigrinum gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 18:45 Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Dómarinn eins og pabbi sem er að stjórna leik út í garði í barnaafmæli“ Ísland er komið í milliriðil eftir frábæran sigur á Makedóní 17. janúar 2019 18:31
Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52
Gísli Þorgeir: Væri fáranlegt að hverfa frá því Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög góðan leik í sigrinum gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 18:45
Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti