Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:45 Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn. Á síðasta ári heimsóttum við Hanaah Al-Saedi og fimm börn hennar þegar þau voru nýlent í Súðavík. Fjölskyldan fékk hæli á Íslandi eftir tvö ár á flótta frá Írak og sagði Hanaah okkur að hún ætlaði að læra að brosa á ný. Hún hafði ekki heyrt af eða frá eiginmanni sínum í rúm tvö ár og gerði sér engar vonir um að hann væri á lífi. Þar til fyrir þremur mánuðum þegar síminn hringdi og á skjánum birtist maðurinn hennar. „Ég var í brúðkaupi hjá vinkonu minni og síminn hringdi látlaust. Það var bróðir minn en ég vildi ekki svara í miðri veislu. Svo sendi hann skilaboð og sagði mikilvægt að ég svaraði símanum. Þá svaraði ég og á skjánum birtist mynd af bróður mínum og einhverjum manni. Þegar það rann upp fyrir mér að þetta væri maðurinn minn fékk ég svo mikið áfall að ég gat ekki hreyft mig.“Var rænt og haldið föngum Hanaah hélt að Murtada, maðurinn hennar væri dáinn, en honum var rænt fyrir tæpum þremur árum og haldið föngum alveg þar til í september síðastliðnum. „Ég var í viðkvæmri stöðu í vinnunni. Mér var rænt og ég hef aldrei vitað hverjir stóðu á bak við það,“ segir Murtada. Allan þennan tíma hafði hann stöðugar áhyggjur af fjölskyldunni og hvar hún væri niðurkomin. Hvort allir væru heilir og ekki síst Mustafa litli, sem er fjögurra ára og með Downs Syndrome, sem hann sá síðast þegar hann var níu mánaða. „Hann var svo lítill síðast þegar ég sá hann og var í alls kyns læknismeðferðum. Þannig að ég hafði miklar áhyggjur af honum.“Táraflóð í Leifsstöð Það var því tilfinningaþrungin stund þegar hann loksins hitti þau öll á flugvellinum í fyrradag. Börnin tárast þegar þau rifja það upp. „Ég var svo glöð að hitta hann eftir allan þennan tíma sem hann hefur verið í burtu. Það var svo óvænt og í raun mjög skrýtin tilfinning þar sem við höfðum öll í raun meðtekið það að hann væri dáinn. En nú er hann hér með okkur,“ segir Hanin, 14 ára dóttir hjónanna. Fatimah, 11 ára miðjubarnið, segist vera mjög spennt að sýna pabba húsið heima í Súðavík og fara út í fótbolta með honum. Hanaah tekur undir það. „Þetta verður betra og hamingjuríkara líf. Að fá stuðning hans við að ala upp börnin og hafa hann hjá mér til að bera ábyrgðina með mér,“ segir hún enda rétt hægt að ímynda sér álagið að vera ein með fimm börn á flótta og svo flytja í algjörlega ókunnugt land. Murada er stoltur af konu sinni. „Ég er svo þakklátur og stoltur af því hvernig hún réði við ábyrgðina og allar ákvarðanirnar. Hún er svo sterk, að vera ein og sjá um börnin í þessum aðstæðum og ég fjarri öllu.“ En nú er hann kominn og strax í fyrramálið leggja þau af stað heim til Súðavíkur og eignast nýtt líf saman. Flóttafólk á Íslandi Írak Keflavíkurflugvöllur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn. Á síðasta ári heimsóttum við Hanaah Al-Saedi og fimm börn hennar þegar þau voru nýlent í Súðavík. Fjölskyldan fékk hæli á Íslandi eftir tvö ár á flótta frá Írak og sagði Hanaah okkur að hún ætlaði að læra að brosa á ný. Hún hafði ekki heyrt af eða frá eiginmanni sínum í rúm tvö ár og gerði sér engar vonir um að hann væri á lífi. Þar til fyrir þremur mánuðum þegar síminn hringdi og á skjánum birtist maðurinn hennar. „Ég var í brúðkaupi hjá vinkonu minni og síminn hringdi látlaust. Það var bróðir minn en ég vildi ekki svara í miðri veislu. Svo sendi hann skilaboð og sagði mikilvægt að ég svaraði símanum. Þá svaraði ég og á skjánum birtist mynd af bróður mínum og einhverjum manni. Þegar það rann upp fyrir mér að þetta væri maðurinn minn fékk ég svo mikið áfall að ég gat ekki hreyft mig.“Var rænt og haldið föngum Hanaah hélt að Murtada, maðurinn hennar væri dáinn, en honum var rænt fyrir tæpum þremur árum og haldið föngum alveg þar til í september síðastliðnum. „Ég var í viðkvæmri stöðu í vinnunni. Mér var rænt og ég hef aldrei vitað hverjir stóðu á bak við það,“ segir Murtada. Allan þennan tíma hafði hann stöðugar áhyggjur af fjölskyldunni og hvar hún væri niðurkomin. Hvort allir væru heilir og ekki síst Mustafa litli, sem er fjögurra ára og með Downs Syndrome, sem hann sá síðast þegar hann var níu mánaða. „Hann var svo lítill síðast þegar ég sá hann og var í alls kyns læknismeðferðum. Þannig að ég hafði miklar áhyggjur af honum.“Táraflóð í Leifsstöð Það var því tilfinningaþrungin stund þegar hann loksins hitti þau öll á flugvellinum í fyrradag. Börnin tárast þegar þau rifja það upp. „Ég var svo glöð að hitta hann eftir allan þennan tíma sem hann hefur verið í burtu. Það var svo óvænt og í raun mjög skrýtin tilfinning þar sem við höfðum öll í raun meðtekið það að hann væri dáinn. En nú er hann hér með okkur,“ segir Hanin, 14 ára dóttir hjónanna. Fatimah, 11 ára miðjubarnið, segist vera mjög spennt að sýna pabba húsið heima í Súðavík og fara út í fótbolta með honum. Hanaah tekur undir það. „Þetta verður betra og hamingjuríkara líf. Að fá stuðning hans við að ala upp börnin og hafa hann hjá mér til að bera ábyrgðina með mér,“ segir hún enda rétt hægt að ímynda sér álagið að vera ein með fimm börn á flótta og svo flytja í algjörlega ókunnugt land. Murada er stoltur af konu sinni. „Ég er svo þakklátur og stoltur af því hvernig hún réði við ábyrgðina og allar ákvarðanirnar. Hún er svo sterk, að vera ein og sjá um börnin í þessum aðstæðum og ég fjarri öllu.“ En nú er hann kominn og strax í fyrramálið leggja þau af stað heim til Súðavíkur og eignast nýtt líf saman.
Flóttafólk á Íslandi Írak Keflavíkurflugvöllur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent