Stóðust prófið og fara til Kölnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. janúar 2019 08:00 Arnór Þór Gunnarsson fagnar einu marka sinna í gær. Fréttablaðið/AFP Það var ósvikin gleði hjá íslenska liðinu þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í gær og ljóst var að Ísland komst áfram í milliriðlana. Tveggja marka sigur á Makedóníu og ljóst að íslenska liðið fer til Kölnar til að etja kappi við bestu þjóðir heims í milliriðlunum. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að þetta yrði spennandi leikur allt til loka. Makedónía spilaði langar sóknir með aukamann á línunni og gekk vel að loka á skyttur íslenska liðsins. Hornamenn Íslands, með Arnór Þór Gunnarsson fremstan í flokki, héldu Íslandi á floti framan af og var munurinn tvö mörk í hálfleik. Varnarleikurinn gekk vel og þegar Björgvin byrjaði að taka fleiri bolta náði Ísland betri stjórn á leiknum og náði forskotinu um miðbik seinni hálfleiksins. Öflug vörn Íslands neyddi þjálfarateymi Makedóníu til að breyta um leikkerfi og hætta að spila á yfirmanni í sókn þegar stutt var til leiksloka til að finna lausnir. Það var viðeigandi að Akureyringurinn Arnór Þór kórónaði frábæran leik sinn með því að gera út um leikinn af vítalínunni mínútu fyrir leikslok. Í 100. leik sínum fyrir Ísland skoraði hann tíunda mark sitt og kom Íslandi tveimur mörkum yfir og gerði út um vonir Makedóníu sem þurfti sigur til að komast áfram. „Það var hreint magnað að vinna þennan leik. Makedónía er með frábært lið, svipað í gæðum og við erum en mun reynslumeira lið en okkur tókst að landa sigrinum. Við áttum í erfiðleikum framan í sóknarleiknum, liðinu gekk illa í uppstilltum sóknum en það breyttist í seinni hálfleik þegar okkur tókst að finna betri lausnir. Þegar sóknarleikurinn náði betri takti kom betra flæði í spilamennskuna," sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, sem hrósaði varnarleik íslenska liðsins. „Við náðum að spila það góðan varnarleik að við náðum að knýja þá til að breyta um leikskipulag. Þeir eru með vel slípað lið í að spila sjö gegn sex en íslenska liðið var fljótt að aðlagast því. Vinnslan í mönnum og aukahreyfingin var hreint út sagt mögnuð. Auðvitað fengu línumennirnir einhver færi enda er erfitt að eiga við svona tröllvaxna menn en þá var Björgvin öflugur og tók góða bolta." Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Það var ósvikin gleði hjá íslenska liðinu þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í gær og ljóst var að Ísland komst áfram í milliriðlana. Tveggja marka sigur á Makedóníu og ljóst að íslenska liðið fer til Kölnar til að etja kappi við bestu þjóðir heims í milliriðlunum. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að þetta yrði spennandi leikur allt til loka. Makedónía spilaði langar sóknir með aukamann á línunni og gekk vel að loka á skyttur íslenska liðsins. Hornamenn Íslands, með Arnór Þór Gunnarsson fremstan í flokki, héldu Íslandi á floti framan af og var munurinn tvö mörk í hálfleik. Varnarleikurinn gekk vel og þegar Björgvin byrjaði að taka fleiri bolta náði Ísland betri stjórn á leiknum og náði forskotinu um miðbik seinni hálfleiksins. Öflug vörn Íslands neyddi þjálfarateymi Makedóníu til að breyta um leikkerfi og hætta að spila á yfirmanni í sókn þegar stutt var til leiksloka til að finna lausnir. Það var viðeigandi að Akureyringurinn Arnór Þór kórónaði frábæran leik sinn með því að gera út um leikinn af vítalínunni mínútu fyrir leikslok. Í 100. leik sínum fyrir Ísland skoraði hann tíunda mark sitt og kom Íslandi tveimur mörkum yfir og gerði út um vonir Makedóníu sem þurfti sigur til að komast áfram. „Það var hreint magnað að vinna þennan leik. Makedónía er með frábært lið, svipað í gæðum og við erum en mun reynslumeira lið en okkur tókst að landa sigrinum. Við áttum í erfiðleikum framan í sóknarleiknum, liðinu gekk illa í uppstilltum sóknum en það breyttist í seinni hálfleik þegar okkur tókst að finna betri lausnir. Þegar sóknarleikurinn náði betri takti kom betra flæði í spilamennskuna," sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, sem hrósaði varnarleik íslenska liðsins. „Við náðum að spila það góðan varnarleik að við náðum að knýja þá til að breyta um leikskipulag. Þeir eru með vel slípað lið í að spila sjö gegn sex en íslenska liðið var fljótt að aðlagast því. Vinnslan í mönnum og aukahreyfingin var hreint út sagt mögnuð. Auðvitað fengu línumennirnir einhver færi enda er erfitt að eiga við svona tröllvaxna menn en þá var Björgvin öflugur og tók góða bolta."
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita