Stóðust prófið og fara til Kölnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. janúar 2019 08:00 Arnór Þór Gunnarsson fagnar einu marka sinna í gær. Fréttablaðið/AFP Það var ósvikin gleði hjá íslenska liðinu þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í gær og ljóst var að Ísland komst áfram í milliriðlana. Tveggja marka sigur á Makedóníu og ljóst að íslenska liðið fer til Kölnar til að etja kappi við bestu þjóðir heims í milliriðlunum. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að þetta yrði spennandi leikur allt til loka. Makedónía spilaði langar sóknir með aukamann á línunni og gekk vel að loka á skyttur íslenska liðsins. Hornamenn Íslands, með Arnór Þór Gunnarsson fremstan í flokki, héldu Íslandi á floti framan af og var munurinn tvö mörk í hálfleik. Varnarleikurinn gekk vel og þegar Björgvin byrjaði að taka fleiri bolta náði Ísland betri stjórn á leiknum og náði forskotinu um miðbik seinni hálfleiksins. Öflug vörn Íslands neyddi þjálfarateymi Makedóníu til að breyta um leikkerfi og hætta að spila á yfirmanni í sókn þegar stutt var til leiksloka til að finna lausnir. Það var viðeigandi að Akureyringurinn Arnór Þór kórónaði frábæran leik sinn með því að gera út um leikinn af vítalínunni mínútu fyrir leikslok. Í 100. leik sínum fyrir Ísland skoraði hann tíunda mark sitt og kom Íslandi tveimur mörkum yfir og gerði út um vonir Makedóníu sem þurfti sigur til að komast áfram. „Það var hreint magnað að vinna þennan leik. Makedónía er með frábært lið, svipað í gæðum og við erum en mun reynslumeira lið en okkur tókst að landa sigrinum. Við áttum í erfiðleikum framan í sóknarleiknum, liðinu gekk illa í uppstilltum sóknum en það breyttist í seinni hálfleik þegar okkur tókst að finna betri lausnir. Þegar sóknarleikurinn náði betri takti kom betra flæði í spilamennskuna," sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, sem hrósaði varnarleik íslenska liðsins. „Við náðum að spila það góðan varnarleik að við náðum að knýja þá til að breyta um leikskipulag. Þeir eru með vel slípað lið í að spila sjö gegn sex en íslenska liðið var fljótt að aðlagast því. Vinnslan í mönnum og aukahreyfingin var hreint út sagt mögnuð. Auðvitað fengu línumennirnir einhver færi enda er erfitt að eiga við svona tröllvaxna menn en þá var Björgvin öflugur og tók góða bolta." Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Það var ósvikin gleði hjá íslenska liðinu þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í gær og ljóst var að Ísland komst áfram í milliriðlana. Tveggja marka sigur á Makedóníu og ljóst að íslenska liðið fer til Kölnar til að etja kappi við bestu þjóðir heims í milliriðlunum. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að þetta yrði spennandi leikur allt til loka. Makedónía spilaði langar sóknir með aukamann á línunni og gekk vel að loka á skyttur íslenska liðsins. Hornamenn Íslands, með Arnór Þór Gunnarsson fremstan í flokki, héldu Íslandi á floti framan af og var munurinn tvö mörk í hálfleik. Varnarleikurinn gekk vel og þegar Björgvin byrjaði að taka fleiri bolta náði Ísland betri stjórn á leiknum og náði forskotinu um miðbik seinni hálfleiksins. Öflug vörn Íslands neyddi þjálfarateymi Makedóníu til að breyta um leikkerfi og hætta að spila á yfirmanni í sókn þegar stutt var til leiksloka til að finna lausnir. Það var viðeigandi að Akureyringurinn Arnór Þór kórónaði frábæran leik sinn með því að gera út um leikinn af vítalínunni mínútu fyrir leikslok. Í 100. leik sínum fyrir Ísland skoraði hann tíunda mark sitt og kom Íslandi tveimur mörkum yfir og gerði út um vonir Makedóníu sem þurfti sigur til að komast áfram. „Það var hreint magnað að vinna þennan leik. Makedónía er með frábært lið, svipað í gæðum og við erum en mun reynslumeira lið en okkur tókst að landa sigrinum. Við áttum í erfiðleikum framan í sóknarleiknum, liðinu gekk illa í uppstilltum sóknum en það breyttist í seinni hálfleik þegar okkur tókst að finna betri lausnir. Þegar sóknarleikurinn náði betri takti kom betra flæði í spilamennskuna," sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, sem hrósaði varnarleik íslenska liðsins. „Við náðum að spila það góðan varnarleik að við náðum að knýja þá til að breyta um leikskipulag. Þeir eru með vel slípað lið í að spila sjö gegn sex en íslenska liðið var fljótt að aðlagast því. Vinnslan í mönnum og aukahreyfingin var hreint út sagt mögnuð. Auðvitað fengu línumennirnir einhver færi enda er erfitt að eiga við svona tröllvaxna menn en þá var Björgvin öflugur og tók góða bolta."
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti