Endurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 11:30 Baldur Ragnarsson og strákarnir hans í Þór unnu ótrúlegan sigur á KR í gær. Vísir/Daníel Þórsarar, Stjörnumenn og Njarðvíkingar unnu öll dramatískan sigur í Domino´s deild karla í gærkvöldi eftir frábærar endurkomur. Endurkoma Þórsara á móti Íslandsmeisturum KR verður verður aftur á móti örugglega sú sem mest verður talað um að kaffistofum landsins í dag. Þetta var líka örugglega erfið nótt fyrir KR-inga, Valsmenn og Skallagrímsmenn en þessi lið voru öll búin að eiga mjög góðan leik í gærkvöldi og sáu tvö stig í hillingum. Körfuboltaleikur er hins vegar 40 mínútur og það nýtt andstæðingar þeirra sér. KR-ingar voru með tögl og haldir í Þorlákshöfn og flestum fannst það bara formsatriði að klára leikinn. KR-liðið var þannig með 21 stigs forskot í upphafi lokleikhlutans þegar aðeins rúmar níu mínútur voru eftir. Þórsararnir Kinu Rochford, Halldór Garðar Hermannsson og Nikolas Tomsick fóru allir á kostum á lokamínútum á meðan KR-liðið fraus algjörlega. Á þessum síðustu níu mínútum náðu KR-ingar aðeins að skora fimm stig en á sama tíma var Kinu Rochford með 11 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar og Nikolas Tomsick var með 6 stig og 3 stoðsendingar. Davíð Arnar Ágústsson skoraði líka fimm stig eða jafnmörg stig og allt KR-liðið á þessum ótrúlega lokakafla. KR-liðið skoraði ekki eitt stig á síðustu sex mínútum og 45 sekúndum og Þórsliðið endaði því leikinn á 22-0 spretti. Á þessum kafla klikkuðu KR-ingar á 9 skotum í röð og tókst ekki að koma sér einu sinni á vítalínuna. Skallagrímsmenn voru yfir fram eftir öllum leik á móti Stjörnunni, með tuttugu stiga forystu í hálfleik, 56-36, og 21 stigs forystu þegar 17 mínútur voru eftir. Stjarnan vann hins vegar restina af leiknum með 35 stigum og tryggði sér sigurinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell tók yfir leikinn í Borgarnesi en hann var „bara“ með 8 stig og 4 stoðsendingar eftir 26 mínútna leik. Rozzell var með 20 stig og 3 stoðsendingar á síðustu fjórtán mínútunum sem Stjörnumenn unnu 45-14. Á Hlíðarenda náðu Valsmenn mest ellefu stiga forskoti á móti toppliði Njarðvíkur þegar aðeins níu mínútur voru eftir. Á þessum lokamínútum sýndu Njarðvíkingar hins vegar styrk sinn og tókst að landa sigri. Jeb Ivey var með 13 stig á lokakafla leiksins og Elvar Már Friðriksson skoraði tíu stig. Njarðvíkingar unnu þessar níu mínútur með fimmtán stigumEndurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni 17. janúar 2019:Leikur Þórs og KR í Þorlákshöfn KR með 21 stigs forystu í byrjun fjórða (83-62 Þór vann síðustu 9:30 33-5 (+28) Þórsliðið vann leikinn 95-88Leikur Skallagríms og Stjörnunnar í Borgarnesi Skallagrímur með 21 stiga forystu 17 mínútum fyrir leikslok (63-42) Stjarnan vann síðustu 17:00 52-17 (+35) Stjörnuliðið vann leikinn 94-80Leikur Vals og Njarðvíkur á Hlíðarenda Valur með 11 stiga forystu í byrjun fjórða (65-54) Njarðvík vann síðustu 9 mínúturnar 35-20 (+15) Njarðvíkurliðið vann leikinn 90-86 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45 Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Þórsarar, Stjörnumenn og Njarðvíkingar unnu öll dramatískan sigur í Domino´s deild karla í gærkvöldi eftir frábærar endurkomur. Endurkoma Þórsara á móti Íslandsmeisturum KR verður verður aftur á móti örugglega sú sem mest verður talað um að kaffistofum landsins í dag. Þetta var líka örugglega erfið nótt fyrir KR-inga, Valsmenn og Skallagrímsmenn en þessi lið voru öll búin að eiga mjög góðan leik í gærkvöldi og sáu tvö stig í hillingum. Körfuboltaleikur er hins vegar 40 mínútur og það nýtt andstæðingar þeirra sér. KR-ingar voru með tögl og haldir í Þorlákshöfn og flestum fannst það bara formsatriði að klára leikinn. KR-liðið var þannig með 21 stigs forskot í upphafi lokleikhlutans þegar aðeins rúmar níu mínútur voru eftir. Þórsararnir Kinu Rochford, Halldór Garðar Hermannsson og Nikolas Tomsick fóru allir á kostum á lokamínútum á meðan KR-liðið fraus algjörlega. Á þessum síðustu níu mínútum náðu KR-ingar aðeins að skora fimm stig en á sama tíma var Kinu Rochford með 11 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar og Nikolas Tomsick var með 6 stig og 3 stoðsendingar. Davíð Arnar Ágústsson skoraði líka fimm stig eða jafnmörg stig og allt KR-liðið á þessum ótrúlega lokakafla. KR-liðið skoraði ekki eitt stig á síðustu sex mínútum og 45 sekúndum og Þórsliðið endaði því leikinn á 22-0 spretti. Á þessum kafla klikkuðu KR-ingar á 9 skotum í röð og tókst ekki að koma sér einu sinni á vítalínuna. Skallagrímsmenn voru yfir fram eftir öllum leik á móti Stjörnunni, með tuttugu stiga forystu í hálfleik, 56-36, og 21 stigs forystu þegar 17 mínútur voru eftir. Stjarnan vann hins vegar restina af leiknum með 35 stigum og tryggði sér sigurinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell tók yfir leikinn í Borgarnesi en hann var „bara“ með 8 stig og 4 stoðsendingar eftir 26 mínútna leik. Rozzell var með 20 stig og 3 stoðsendingar á síðustu fjórtán mínútunum sem Stjörnumenn unnu 45-14. Á Hlíðarenda náðu Valsmenn mest ellefu stiga forskoti á móti toppliði Njarðvíkur þegar aðeins níu mínútur voru eftir. Á þessum lokamínútum sýndu Njarðvíkingar hins vegar styrk sinn og tókst að landa sigri. Jeb Ivey var með 13 stig á lokakafla leiksins og Elvar Már Friðriksson skoraði tíu stig. Njarðvíkingar unnu þessar níu mínútur með fimmtán stigumEndurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni 17. janúar 2019:Leikur Þórs og KR í Þorlákshöfn KR með 21 stigs forystu í byrjun fjórða (83-62 Þór vann síðustu 9:30 33-5 (+28) Þórsliðið vann leikinn 95-88Leikur Skallagríms og Stjörnunnar í Borgarnesi Skallagrímur með 21 stiga forystu 17 mínútum fyrir leikslok (63-42) Stjarnan vann síðustu 17:00 52-17 (+35) Stjörnuliðið vann leikinn 94-80Leikur Vals og Njarðvíkur á Hlíðarenda Valur með 11 stiga forystu í byrjun fjórða (65-54) Njarðvík vann síðustu 9 mínúturnar 35-20 (+15) Njarðvíkurliðið vann leikinn 90-86
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45 Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45
Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00