Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2019 12:04 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ræða við fjölmiðla í dag um hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og auðlindaráðherra mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök í skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar Íslendinga. Þá segir hann að í skýrslunni sé ekki að finna útreikninga á því hvaða kostnaður muni hljótast af neikvæðum áhrifum á erlenda ferðamenn sem gætu fylgt stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur.Í skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að engin gögn bendi til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki sé að finna marktækar vísbendingar um að veiðarnar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Í skýrslunni er einnig talað um að með því að auka veiðar á hvölum, og fjölga þeim hvalastofnum sem veiða má, sé þannig hægt að stækka aðra fiskistofna sem myndi leiða af sér ábata fyrir þjóðarbúið.Telja hryðjuverkaógn af Sea Shepherd Þá er fjallað um hryðjuverkaógn sem stafi af náttúruverndarsamtökum á borð við Sea Shepherd og að til greina komi að setja að setja lög á Íslandi til að vinna gegn uppgangi samtaka sem fremja hryðjuverk í nafni náttúruverndar. Í skýrslunni er nefnt þegar Sea Shepherd sökkti tveimur bátum Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og sagði forsprakki samtakanna, Paul Watson, að hann myndi sökkva öðrum bátum Hvals ef hann fengi tækifæri til þess.Guðmundur hefur áður lýst efasemdum um sjálfbærni hvalveiða Íslendinga.Vísir/VilhelmHöfundur skýrslunnar bendir á að Watson sé eftirlýstur af Interpol fyrir innbrot, eignaspjöll, fyrir að hindra starfsemi fyrirtækja með ofbeldi og fyrir að valda meiðslum. Þá er nefnt að Íslandi, eins og mörgum löndum, stafi ógn af samtökum sem fremja hryðjuverk í nafni náttúruverndar en ekki verði séð að þessi ógn sé af þeirri stærðargráðu að Íslendingar eigi að hætta að veiða hvali. Er þess í stað stungið upp á lagasetningu til að vinna gegn uppgangi þeirra.„Mómæli því harðlega“ „Ég furða mig mjög á því að þarna sé umræða um að náttúruverndarsamtök séu hryðjuverkasamtök og skil ekki hvaða erindi þetta á inn í þessa skýrslu og mótmæli því harðlega að fjallað sé um þau á þennan hátt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við Vísi. Þá segist Guðmundur að það sæti furðu hversu langt sé gengið í að túlka vistfræðilega ferla í hafinu og hvers konar forsendur skýrsluhöfundar gefa sér með tilliti til vistfræðilegra ferla. „Það sem ég á við með því er að þarna er gert ráð fyrir einhverju ákveðnu sambandi á milli þess að ef að fleiri hvalir eru veiddir þá verða fiskistofnar stærri og það muni skila miklum ábata inn í þjóðarbúið. Segjum sem svo að þetta samband væri fyrir hendi, sem ég tel að enginn vistfræðingur muni skrifa upp á að sé línulegt samband þarna á milli, þá er í rauninni bara reiknaður ábati af auknum veiðum hvala en ekki neikvæð áhrif líkt og allur kostnaður sem við það er til dæmis vegna orðspors á ferðamenn og svo framvegis.“ Í skýrslunni kemur fram að ekki sé að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar í núverandi mynd hafi áhrif á komur útlendinga til landsins. Guðmundur segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir hvað myndi gerast ef þær verða stórauknar.Segir málið á borði sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegsráðherra segist ætla að nota skýrsluna til að undirbyggja ákvörðun sína um áframhald hvalveiða hér á landi. Guðmundur sagði á Alþingi síðastliðið sumar að hann væri ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands væru sjálfbærar. Hafði ráðherra þar að auki efasemdir um að hagsmunir Íslendinga af nýtingu hvala væru eins miklir og haldið sé fram. Taldi hann rétt að staldra við og endurmeta hvalveiðistefnu Íslendinga. Spurður hvort hann muni samþykkja áframhaldandi veiðar á hvölum eða stórauknum veiðum á hvölum svarar hann í samtali við Vísi að málið sé á borði sjávarútvegsráðherra. „Við verðum að sjá hvað kemur út úr hans vinnu. Ég ætla ekki að tjá mig um það að svo stöddu.“ Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök í skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar Íslendinga. Þá segir hann að í skýrslunni sé ekki að finna útreikninga á því hvaða kostnaður muni hljótast af neikvæðum áhrifum á erlenda ferðamenn sem gætu fylgt stórauknum hvalveiðum við Íslandsstrendur.Í skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða kemur fram að engin gögn bendi til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki sé að finna marktækar vísbendingar um að veiðarnar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Í skýrslunni er einnig talað um að með því að auka veiðar á hvölum, og fjölga þeim hvalastofnum sem veiða má, sé þannig hægt að stækka aðra fiskistofna sem myndi leiða af sér ábata fyrir þjóðarbúið.Telja hryðjuverkaógn af Sea Shepherd Þá er fjallað um hryðjuverkaógn sem stafi af náttúruverndarsamtökum á borð við Sea Shepherd og að til greina komi að setja að setja lög á Íslandi til að vinna gegn uppgangi samtaka sem fremja hryðjuverk í nafni náttúruverndar. Í skýrslunni er nefnt þegar Sea Shepherd sökkti tveimur bátum Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og sagði forsprakki samtakanna, Paul Watson, að hann myndi sökkva öðrum bátum Hvals ef hann fengi tækifæri til þess.Guðmundur hefur áður lýst efasemdum um sjálfbærni hvalveiða Íslendinga.Vísir/VilhelmHöfundur skýrslunnar bendir á að Watson sé eftirlýstur af Interpol fyrir innbrot, eignaspjöll, fyrir að hindra starfsemi fyrirtækja með ofbeldi og fyrir að valda meiðslum. Þá er nefnt að Íslandi, eins og mörgum löndum, stafi ógn af samtökum sem fremja hryðjuverk í nafni náttúruverndar en ekki verði séð að þessi ógn sé af þeirri stærðargráðu að Íslendingar eigi að hætta að veiða hvali. Er þess í stað stungið upp á lagasetningu til að vinna gegn uppgangi þeirra.„Mómæli því harðlega“ „Ég furða mig mjög á því að þarna sé umræða um að náttúruverndarsamtök séu hryðjuverkasamtök og skil ekki hvaða erindi þetta á inn í þessa skýrslu og mótmæli því harðlega að fjallað sé um þau á þennan hátt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við Vísi. Þá segist Guðmundur að það sæti furðu hversu langt sé gengið í að túlka vistfræðilega ferla í hafinu og hvers konar forsendur skýrsluhöfundar gefa sér með tilliti til vistfræðilegra ferla. „Það sem ég á við með því er að þarna er gert ráð fyrir einhverju ákveðnu sambandi á milli þess að ef að fleiri hvalir eru veiddir þá verða fiskistofnar stærri og það muni skila miklum ábata inn í þjóðarbúið. Segjum sem svo að þetta samband væri fyrir hendi, sem ég tel að enginn vistfræðingur muni skrifa upp á að sé línulegt samband þarna á milli, þá er í rauninni bara reiknaður ábati af auknum veiðum hvala en ekki neikvæð áhrif líkt og allur kostnaður sem við það er til dæmis vegna orðspors á ferðamenn og svo framvegis.“ Í skýrslunni kemur fram að ekki sé að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar í núverandi mynd hafi áhrif á komur útlendinga til landsins. Guðmundur segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir hvað myndi gerast ef þær verða stórauknar.Segir málið á borði sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegsráðherra segist ætla að nota skýrsluna til að undirbyggja ákvörðun sína um áframhald hvalveiða hér á landi. Guðmundur sagði á Alþingi síðastliðið sumar að hann væri ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands væru sjálfbærar. Hafði ráðherra þar að auki efasemdir um að hagsmunir Íslendinga af nýtingu hvala væru eins miklir og haldið sé fram. Taldi hann rétt að staldra við og endurmeta hvalveiðistefnu Íslendinga. Spurður hvort hann muni samþykkja áframhaldandi veiðar á hvölum eða stórauknum veiðum á hvölum svarar hann í samtali við Vísi að málið sé á borði sjávarútvegsráðherra. „Við verðum að sjá hvað kemur út úr hans vinnu. Ég ætla ekki að tjá mig um það að svo stöddu.“
Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00
Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32
Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00