Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2018 12:24 Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segist sömuleiðis hafa efasemdir um að hagsmunir Íslendinga af nýtingu hvala séu „eins miklir og stundum er haldið fram“. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. „Ráðherra telur rétt að staldrað verði við, hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin og málið skoðað heildstætt út frá umhverfissjónarmiðum sem og út frá samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum,“ segir í svarinu.Þorgerður Katrín beindi svipaðri spurningu að Kristjáni Þóri Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrr í sumar. Þar sagði Kristján að stefna Íslands í hvalveiðimálum byggði á því að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti, líkt og aðrar auðlindir hafsins. Það byggi á sjálfbærri nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svari Kristjáns frá því í júní.Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir í samtali við Mbl í dag að enginn vafi leiki á því að hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Kvótar séu mjög varfærnislega ákvarðaðir og að baki liggi mikil úttektarvinna hjá vísindanefnd alþjóðahvalveiðiráðsins og vísindanefnd Norður-Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins. Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025.„Í skýrslu vísindanefndar NAMMCO frá haustinu 2017, sem byggir á úttekt alþjóða hvalveiðiráðsins, er lagt til að árlegar veiðar á hrefnu nemi að hámarki 217 dýrum á tímabilinu 2018-2025. Byggir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. Hvalveiðar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segist sömuleiðis hafa efasemdir um að hagsmunir Íslendinga af nýtingu hvala séu „eins miklir og stundum er haldið fram“. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. „Ráðherra telur rétt að staldrað verði við, hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin og málið skoðað heildstætt út frá umhverfissjónarmiðum sem og út frá samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum,“ segir í svarinu.Þorgerður Katrín beindi svipaðri spurningu að Kristjáni Þóri Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrr í sumar. Þar sagði Kristján að stefna Íslands í hvalveiðimálum byggði á því að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti, líkt og aðrar auðlindir hafsins. Það byggi á sjálfbærri nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svari Kristjáns frá því í júní.Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir í samtali við Mbl í dag að enginn vafi leiki á því að hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Kvótar séu mjög varfærnislega ákvarðaðir og að baki liggi mikil úttektarvinna hjá vísindanefnd alþjóðahvalveiðiráðsins og vísindanefnd Norður-Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins. Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025.„Í skýrslu vísindanefndar NAMMCO frá haustinu 2017, sem byggir á úttekt alþjóða hvalveiðiráðsins, er lagt til að árlegar veiðar á hrefnu nemi að hámarki 217 dýrum á tímabilinu 2018-2025. Byggir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.
Hvalveiðar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira