Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Tómas Þór Þórðarson í Köln. skrifar 18. janúar 2019 18:53 Oliver Roggisch og Stefán Rafn Sigurmannsson bregða á leik í Lanxess-höllinni. vísir/tom Íslenska landsliðið i handbolta lenti rétt fyrir klukkan 14.00 í Köln í dag og átti æfingartíma klukkan 19.00 í Lanxess-höllinni þar sem milliriðilinn verður spilar næstu daga. Strákarnir mæta Þýskalandi annað kvöld, Frakklandi á sunnudaginn og Brasilíu á miðvikudaginn. Æfing íslenska liðsins seinkaði aðeins og því tóku fjölmiðlar viðtöl við þá sem óskað var eftir um klukkan 19.00 en æfingin fór svo af stað 19.15. Þýska liðið var á æfingu á undan því íslenska og voru fagnaðarfundir hjá mörgum leikmönnum þjóðanna. Bjarki Már Elísson og Silvio Heinevetter, leikmenn Füchse Berlín, féllust í faðma og fóru aðeins yfir málin og Arnór Þór Gunnarsson spjallaði einnig við þýska markvörðinn. Arnór ekki samherji hans en hefur spilað margsinnis á móti honum. Oliver Roggisch, liðsstjóri eða eiginlegur framkvæmdastjóri þýska liðsins, þekkir marga af Íslendingunum en hann spjallaði í smá stund við Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Íslands. Guðmundur þjálfaði hann hjá Rhein-Neckar Löwen. Þá fór vel á með þeim Stefáni Rafni Sigurmannssyni og Roggisch en þeir spiluðu saman þegar að Guðmundur sótti Haukamanninn til þýska liðsins á sínum tíma. Stefán Rafn spilar nú með ungverska stórliðinu Pick Szeged. Þrátt fyrir þessa fagnaðarfundi í dag má búast við minni hamingju á milli manna annað kvöld þegar að leikurinn hefst en þar eru gríðarlega mikilvæg tvö stig í boði.Bjarki Már og Silvio spjalla saman.vísir/tomÓlafur Gústafsson spjallar við Steffen Weinhold en þeir voru saman hjá Flensburg.vísir/tomGuðmundur Guðmundsson þjálfaði áður Oliver Roggisch.vísir/tom HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Íslenska landsliðið i handbolta lenti rétt fyrir klukkan 14.00 í Köln í dag og átti æfingartíma klukkan 19.00 í Lanxess-höllinni þar sem milliriðilinn verður spilar næstu daga. Strákarnir mæta Þýskalandi annað kvöld, Frakklandi á sunnudaginn og Brasilíu á miðvikudaginn. Æfing íslenska liðsins seinkaði aðeins og því tóku fjölmiðlar viðtöl við þá sem óskað var eftir um klukkan 19.00 en æfingin fór svo af stað 19.15. Þýska liðið var á æfingu á undan því íslenska og voru fagnaðarfundir hjá mörgum leikmönnum þjóðanna. Bjarki Már Elísson og Silvio Heinevetter, leikmenn Füchse Berlín, féllust í faðma og fóru aðeins yfir málin og Arnór Þór Gunnarsson spjallaði einnig við þýska markvörðinn. Arnór ekki samherji hans en hefur spilað margsinnis á móti honum. Oliver Roggisch, liðsstjóri eða eiginlegur framkvæmdastjóri þýska liðsins, þekkir marga af Íslendingunum en hann spjallaði í smá stund við Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Íslands. Guðmundur þjálfaði hann hjá Rhein-Neckar Löwen. Þá fór vel á með þeim Stefáni Rafni Sigurmannssyni og Roggisch en þeir spiluðu saman þegar að Guðmundur sótti Haukamanninn til þýska liðsins á sínum tíma. Stefán Rafn spilar nú með ungverska stórliðinu Pick Szeged. Þrátt fyrir þessa fagnaðarfundi í dag má búast við minni hamingju á milli manna annað kvöld þegar að leikurinn hefst en þar eru gríðarlega mikilvæg tvö stig í boði.Bjarki Már og Silvio spjalla saman.vísir/tomÓlafur Gústafsson spjallar við Steffen Weinhold en þeir voru saman hjá Flensburg.vísir/tomGuðmundur Guðmundsson þjálfaði áður Oliver Roggisch.vísir/tom
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30 Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14 Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Arnór efstur á palli með tveimur stórstjörnum PSG-liðsins Aðeins einn leikmaður á heimsmeistaramótinu í handbolta skoraði fleiri mörk en Arnór Þór Gunnarsson í riðlakeppni HM 2019. 18. janúar 2019 16:30
Aðeins náðist að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna HSÍ fær ekki fleiri miða á milliriðilinn í Köln. 18. janúar 2019 14:14
Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corales, markvörður spænska landsliðsins, spilar tæplega á morgun. 18. janúar 2019 17:19
Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45
Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43