Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2019 19:58 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ræða við fjölmiðla í dag. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á starfsemi Fiskistofu að beiðni Alþingis og skilaði skýrslu um málið í gær. Þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum og löndun afla og tillögur lagðar fram til úrbóta varðandi eftirlit með vigtun afla, samþjöppun aflaheimilda og brottkasti. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill ekki ganga svo langt að segja að í raun sé um sýndareftirlit að ræða. „Það má vera betra. Ég held að flestir séu á því máli. Það er verkefnið að byggja undir þetta þannig að þetta verði betur gert en við erum að gera í dag. Það er alveg óumdeilt,“ segir Kristján Þór. Skoða þurfi hvort stofnunin sé á einhvern hátt vanbúin en einnig þurfi að skoða hvort breyta þurfi lögum til að auðvelda henni hlutverk sitt. „Nú er verkefnið það að hrista þetta aðeins til á grundvelli þessarar ágætu skýrslu Ríkisendurskoðunar og búa regluverkið og starfsemi Fiskistofu þannig úr garði að það verði vel gert. Það er ekki bara einkamál útgerðar eða sjómanna. Það eru miklu fleiri stofnanir og þættir í þjóðfélaginu sem þurfa að koma að því,“ segir sjávarútvegsráðherra. Þótt ferðaþjónustan hafi á undanförnum árum vaxið í að vera stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá gríðarlega miklu máli. Því er mikilvægt að umgangast fiskveiðiauðlindina af virðingu. Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir fullyrðingar um að brottkast á fiski sé lítið á Íslandsmiðum. „Það bara háttar þannig til að við að við höfum engar ábyggilegar eða áreiðanlegar upplýsingar um það. Sem sagt raunverulegar mælingar. Það er mjög erfitt að ná því fram.“En er ekki alvarlegt mál hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur og þú ert að orða þetta; að við vitum ekki hvað brottkastið er mikið?„Er það ekki stóralvarlegt mál? Jú það er erfitt. En eðli brottkasts er með þeim hætti að það er gert í laumi. Það er oft erfitt að átta sig á slíkum verkum,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á starfsemi Fiskistofu að beiðni Alþingis og skilaði skýrslu um málið í gær. Þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum og löndun afla og tillögur lagðar fram til úrbóta varðandi eftirlit með vigtun afla, samþjöppun aflaheimilda og brottkasti. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill ekki ganga svo langt að segja að í raun sé um sýndareftirlit að ræða. „Það má vera betra. Ég held að flestir séu á því máli. Það er verkefnið að byggja undir þetta þannig að þetta verði betur gert en við erum að gera í dag. Það er alveg óumdeilt,“ segir Kristján Þór. Skoða þurfi hvort stofnunin sé á einhvern hátt vanbúin en einnig þurfi að skoða hvort breyta þurfi lögum til að auðvelda henni hlutverk sitt. „Nú er verkefnið það að hrista þetta aðeins til á grundvelli þessarar ágætu skýrslu Ríkisendurskoðunar og búa regluverkið og starfsemi Fiskistofu þannig úr garði að það verði vel gert. Það er ekki bara einkamál útgerðar eða sjómanna. Það eru miklu fleiri stofnanir og þættir í þjóðfélaginu sem þurfa að koma að því,“ segir sjávarútvegsráðherra. Þótt ferðaþjónustan hafi á undanförnum árum vaxið í að vera stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá gríðarlega miklu máli. Því er mikilvægt að umgangast fiskveiðiauðlindina af virðingu. Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir fullyrðingar um að brottkast á fiski sé lítið á Íslandsmiðum. „Það bara háttar þannig til að við að við höfum engar ábyggilegar eða áreiðanlegar upplýsingar um það. Sem sagt raunverulegar mælingar. Það er mjög erfitt að ná því fram.“En er ekki alvarlegt mál hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur og þú ert að orða þetta; að við vitum ekki hvað brottkastið er mikið?„Er það ekki stóralvarlegt mál? Jú það er erfitt. En eðli brottkasts er með þeim hætti að það er gert í laumi. Það er oft erfitt að átta sig á slíkum verkum,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira