Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. janúar 2019 08:30 Seðlabankinn á mikið málverkasafn en nekt líkt og á meðfylgjandi mynd eftir Gunnlaug Blöndal fær ekki að prýða veggi bankans. Fréttablaðið/Anton Brink Ákvörðun hefur verið tekin um að fjarlægja alfarið nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum Seðlabanka Íslands. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að gerð var athugasemd við hina ósæmilegu nekt. Fréttablaðið fjallaði um það síðastliðið sumar að til skoðunar væri með hvaða hætti ætti að bregðast við kvörtun starfsmanns sem var misboðið af málverkunum sem innihalda nekt. Fréttin vakti verðskuldaða athygli og sitt sýndist hverjum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar skoðunar og var hún að myndirnar skyldu fjúka. „Ákveðið var að þessi málverk yrðu ekki á almennum vinnusvæðum eða á skrifstofum yfirmanna, þ.e. á þeim svæðum þar sem almennir starfsmenn vinna eða þurfa að leita með erindi,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins um lyktir málsins.Stúlka með greiðu. Eitt af verkum Gunnlaugs Blöndal.Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkurt safn klassískra myndlistarverka eftir meðal annars marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í júní gerði starfsmaður athugasemd við myndirnar, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin kom í kjölfar mikillar MeToo-umræðu í þjóðfélaginu og var hún tekin föstum tökum af stjórnendum bankans sem settu málið í ferli til að ákveða örlög nektarverkanna. Ljóst er að listunnendur munu margir súpa hveljur yfir morgunkaffinu í dag yfir svörum Stefáns Jóhanns. „Þau eru um þessar mundir í geymslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðra notkun þeirra.“Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands.Listamaðurinn og prófessorinn, Guðmundur Oddur Magnússon, oft kallaður Goddur, gagnrýnir það sem hann kallar púrítanastefnu Seðlabankans í þessu máli. „Þá mætti alveg eins pakka hálfri listasögunni ofan í geymslu. Mannslíkaminn, bæði karla og kvenna, hefur lengi verið viðfangsefni listamanna,“ segir Goddur og fer á flug. Hann viti til þess að það séu styttur af berum karlmanni eftir Bertel Thorvaldsen í borginni, fullt af brjóstum í verkum Ásmundar Sveinssonar líka. „Það þarf aldeilis að taka hér til. Við þurfum að gerast aftur alvöru púritanar og fara með hálft listasafn þjóðarinnar og allra þjóða og læsa það í geymslum! Ég styð púrítanisma. Lengi hann lifi!“ segir listspekúlantinn kaldhæðinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Seðlabankinn Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin um að fjarlægja alfarið nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum Seðlabanka Íslands. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að gerð var athugasemd við hina ósæmilegu nekt. Fréttablaðið fjallaði um það síðastliðið sumar að til skoðunar væri með hvaða hætti ætti að bregðast við kvörtun starfsmanns sem var misboðið af málverkunum sem innihalda nekt. Fréttin vakti verðskuldaða athygli og sitt sýndist hverjum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar skoðunar og var hún að myndirnar skyldu fjúka. „Ákveðið var að þessi málverk yrðu ekki á almennum vinnusvæðum eða á skrifstofum yfirmanna, þ.e. á þeim svæðum þar sem almennir starfsmenn vinna eða þurfa að leita með erindi,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins um lyktir málsins.Stúlka með greiðu. Eitt af verkum Gunnlaugs Blöndal.Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkurt safn klassískra myndlistarverka eftir meðal annars marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í júní gerði starfsmaður athugasemd við myndirnar, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin kom í kjölfar mikillar MeToo-umræðu í þjóðfélaginu og var hún tekin föstum tökum af stjórnendum bankans sem settu málið í ferli til að ákveða örlög nektarverkanna. Ljóst er að listunnendur munu margir súpa hveljur yfir morgunkaffinu í dag yfir svörum Stefáns Jóhanns. „Þau eru um þessar mundir í geymslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðra notkun þeirra.“Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands.Listamaðurinn og prófessorinn, Guðmundur Oddur Magnússon, oft kallaður Goddur, gagnrýnir það sem hann kallar púrítanastefnu Seðlabankans í þessu máli. „Þá mætti alveg eins pakka hálfri listasögunni ofan í geymslu. Mannslíkaminn, bæði karla og kvenna, hefur lengi verið viðfangsefni listamanna,“ segir Goddur og fer á flug. Hann viti til þess að það séu styttur af berum karlmanni eftir Bertel Thorvaldsen í borginni, fullt af brjóstum í verkum Ásmundar Sveinssonar líka. „Það þarf aldeilis að taka hér til. Við þurfum að gerast aftur alvöru púritanar og fara með hálft listasafn þjóðarinnar og allra þjóða og læsa það í geymslum! Ég styð púrítanisma. Lengi hann lifi!“ segir listspekúlantinn kaldhæðinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Seðlabankinn Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira