Fá hjón verja jafn miklum tíma saman Björk Eiðsdóttir skrifar 19. janúar 2019 08:00 Nína og Aron heimsóttu marmaraverksmiðjuna á Ítalíu og heilluðust af framleiðsluferlinu og segir Nína það hafa verið gaman að fá að fylgjast með. Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson gengu í hjónaband síðastliðið haust og hafa nú tekið sameininguna skrefinu lengra og ætla að starfa saman að marmari.is, fyrirtæki sem þau stofnuðu nýverið. Nína segist ekki óttast að starfa svo náið með eiginmanninum enda þekki hún fá hjón sem verji jafn miklum tíma saman. Nína og Aron gengu í hjónaband í Langholtskirkju í september síðastliðnum og voru gestirnir aðeins börnin þeirra fjögur. Látlaust og einfalt! Mynd/Saga Sig.„Við vinnum mjög vel saman, erum bæði hugmyndarík, orkumikil, skoðanaglöð og leiðtogar í eðli okkar og örlítið blóðheit. En við skiptum verkum niður, sem er gott, notum styrkleika okkar beggja til að virkja sköpunargáfu hvort annars. Ég þekki fá hjón sem hafa varið jafn miklum tíma með hvort öðru, við erum dugleg að hafa gaman saman, en okkur líður líka vel saman í kyrrð og ró, sem betur fer.“„Sameiginlegur vinur kynnti okkur fyrir Pálma Sigmarssyni, meðeiganda okkar, sem er búsettur á Ítalíu. Við heimsóttum hann til að skoða marmaranámurnar. Námasvæðin í Carrara eru í yfir 2.000 metra hæð. Marmarinn sem unninn er úr námunum er mismunandi að lit, eftir því hvar hann er tekinn úr fjöllunum. Það var gaman að fylgjast með hvernig þeir skera marmarann niður. Þar sem Pálmi býr á Ítalíu hafði hann kynnst eiganda einnar námunnar, sem er lykilatriði og þar sem við kaupum marmara, granít og fleira eðalgrjót beint frá námunni getum við boðið mjög samkeppnishæf verð. Þannig að við slógum til og stofnuðum www.marmari.is.„Við erum bæði miklir fagurkerar og viljum hafa fallegt í kringum okkur enda heimakær og finnst fátt betra en að vera heima með fullt af kertaljósum. Sjálf hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fallegum hlutum og rýmum til að innrétta og gera upp eða betrumbæta. Við gerðum upp hæðina sem við búum í en hún var öll upprunaleg þegar við féllum fyrir henni. Við leyfðum sumu af því gamla að vera en gerðum margt upp. Okkur þykir fallegast að blanda nýju og gömlu saman. Aron er mjög handlaginn og getur nánast allt og ég er mjög góður verkstjóri. Við erum með mjög líkan stíl og það var mjög sniðugt hvernig innbú okkar pössuðu saman þegar við hófum sambúð. Þurftum aldrei að láta neitt detta óvart niður á gólfið,“ segir fagurkerinn að lokum, spenntur fyrir komandi verkefnum, enda segir hún að marmarinn sé steina glæsilegastur. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson gengu í hjónaband síðastliðið haust og hafa nú tekið sameininguna skrefinu lengra og ætla að starfa saman að marmari.is, fyrirtæki sem þau stofnuðu nýverið. Nína segist ekki óttast að starfa svo náið með eiginmanninum enda þekki hún fá hjón sem verji jafn miklum tíma saman. Nína og Aron gengu í hjónaband í Langholtskirkju í september síðastliðnum og voru gestirnir aðeins börnin þeirra fjögur. Látlaust og einfalt! Mynd/Saga Sig.„Við vinnum mjög vel saman, erum bæði hugmyndarík, orkumikil, skoðanaglöð og leiðtogar í eðli okkar og örlítið blóðheit. En við skiptum verkum niður, sem er gott, notum styrkleika okkar beggja til að virkja sköpunargáfu hvort annars. Ég þekki fá hjón sem hafa varið jafn miklum tíma með hvort öðru, við erum dugleg að hafa gaman saman, en okkur líður líka vel saman í kyrrð og ró, sem betur fer.“„Sameiginlegur vinur kynnti okkur fyrir Pálma Sigmarssyni, meðeiganda okkar, sem er búsettur á Ítalíu. Við heimsóttum hann til að skoða marmaranámurnar. Námasvæðin í Carrara eru í yfir 2.000 metra hæð. Marmarinn sem unninn er úr námunum er mismunandi að lit, eftir því hvar hann er tekinn úr fjöllunum. Það var gaman að fylgjast með hvernig þeir skera marmarann niður. Þar sem Pálmi býr á Ítalíu hafði hann kynnst eiganda einnar námunnar, sem er lykilatriði og þar sem við kaupum marmara, granít og fleira eðalgrjót beint frá námunni getum við boðið mjög samkeppnishæf verð. Þannig að við slógum til og stofnuðum www.marmari.is.„Við erum bæði miklir fagurkerar og viljum hafa fallegt í kringum okkur enda heimakær og finnst fátt betra en að vera heima með fullt af kertaljósum. Sjálf hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fallegum hlutum og rýmum til að innrétta og gera upp eða betrumbæta. Við gerðum upp hæðina sem við búum í en hún var öll upprunaleg þegar við féllum fyrir henni. Við leyfðum sumu af því gamla að vera en gerðum margt upp. Okkur þykir fallegast að blanda nýju og gömlu saman. Aron er mjög handlaginn og getur nánast allt og ég er mjög góður verkstjóri. Við erum með mjög líkan stíl og það var mjög sniðugt hvernig innbú okkar pössuðu saman þegar við hófum sambúð. Þurftum aldrei að láta neitt detta óvart niður á gólfið,“ segir fagurkerinn að lokum, spenntur fyrir komandi verkefnum, enda segir hún að marmarinn sé steina glæsilegastur.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira