Hildur Yeoman í Hong Kong 19. janúar 2019 08:30 Hildur tók fjölskylduna með til Asíu, hér ásamt eiginmanni sínum, Daníel Björnssyni, og syni þeirra, Högna. Hér er ég að taka þátt í alþjóðlegu verkefni, Belt and Road, en ég var valin í það ásamt nokkrum hönnuðum frá Kína og Hong Kong, tveimur frá Panama og einum frá Tansaníu í Afríku. Fyrstu dagana vorum við í Kína en nú erum við komin til Hong Kong. Aðstandendur hátíðarinnar eru mjög hrifnir af Íslandi og þeim var bent á mig þegar þeir voru að leita að þátttakendum.“ Hildur segir að gengið hafi vel og haldin hafi verið glæsileg tískusýning með nýjustu línum hönnuðanna. „Það sem hefur staðið upp úr fyrir mig er að okkur var boðið að heimsækja mjög flottar verksmiðjur hér úti sem framleiða fyrir mörg af mínum uppáhalds fatamerkjum. Þetta er mjög langt frá þeirri staðalímynd að framleiðsla í Kína samanstandi af barnaþrælkun og umhverfissóðaskap. Þessar verksmiðjur áttu það sameiginlegt að vera með umhverfissjónarmið í forgangi. Það hafa á undanförnum árum verið sett mjög hörð lög hér í landi hvað varðar verksmiðjur og umhverfisstaðla og það var áhugavert að kynnast þeim málefnum.“ Aðspurð hvort stefnan sé tekin á Asíumarkað svarar Hildur: „Já, við skulum vona það. Nú hefur afskekkti eyjarskegginn ég alla vega kynnst fólki sem vinnur í sama bransa í þremur mismunandi heimsálfum og fengið ansi margar tengingar bæði hvað varðar framleiðslumöguleika og sölu svo ég kem skælbrosandi heim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hér er ég að taka þátt í alþjóðlegu verkefni, Belt and Road, en ég var valin í það ásamt nokkrum hönnuðum frá Kína og Hong Kong, tveimur frá Panama og einum frá Tansaníu í Afríku. Fyrstu dagana vorum við í Kína en nú erum við komin til Hong Kong. Aðstandendur hátíðarinnar eru mjög hrifnir af Íslandi og þeim var bent á mig þegar þeir voru að leita að þátttakendum.“ Hildur segir að gengið hafi vel og haldin hafi verið glæsileg tískusýning með nýjustu línum hönnuðanna. „Það sem hefur staðið upp úr fyrir mig er að okkur var boðið að heimsækja mjög flottar verksmiðjur hér úti sem framleiða fyrir mörg af mínum uppáhalds fatamerkjum. Þetta er mjög langt frá þeirri staðalímynd að framleiðsla í Kína samanstandi af barnaþrælkun og umhverfissóðaskap. Þessar verksmiðjur áttu það sameiginlegt að vera með umhverfissjónarmið í forgangi. Það hafa á undanförnum árum verið sett mjög hörð lög hér í landi hvað varðar verksmiðjur og umhverfisstaðla og það var áhugavert að kynnast þeim málefnum.“ Aðspurð hvort stefnan sé tekin á Asíumarkað svarar Hildur: „Já, við skulum vona það. Nú hefur afskekkti eyjarskegginn ég alla vega kynnst fólki sem vinnur í sama bransa í þremur mismunandi heimsálfum og fengið ansi margar tengingar bæði hvað varðar framleiðslumöguleika og sölu svo ég kem skælbrosandi heim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira