Dansa við þá stóru á stærsta sviðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2019 08:45 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins. Getty Líkt og á EM 2002 og HM 2011 mætir Ísland Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli á HM 2019. Aðeins tæpur sólarhringur er á milli leikjanna gegn þessum risaliðum. Ungt íslenskt lið hefur eflst við hverja raun á HM undir styrkri stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar keppni í milliriðlum á HM 2019 hefst um helgina. Ísland er í milliriðli 1 sem er leikinn í Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu hefur farið fram undan farin ár. Sviðið er stórt og andstæðingarnir ógnarsterkir. Klukkan 19.30 í kvöld mætir Ísland Þýskalandi og á sama tíma á morgun mæta Strákarnir okkar heimsmeisturum Frakka. Fram undan eru því leikir gegn tveimur af sterkustu liðum heims á innan við sólarhring. Áskorunin er stór og mikil fyrir hið unga íslenska lið en það hefur engu að tapa. Pressan er öll á Þjóðverjum og Frökkum sem ætla sér að leika um verðlaun á HM. Aðalmarkmið Íslands, að komast í milliriðil, náðist með sigrinum frábæra á Makedóníu á fimmtudaginn. Ísland endar því aldrei neðar en í 12. sæti á HM. Draumurinn er væntanlega að leika um 7. sætið og freista þess að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum 2020. Það verður þó þrautin þyngri þar sem Ísland tók ekki með sér stig inn í milliriðil. Þriðji og síðasti leikur Íslendinga í milliriðlinum er gegn Brasilíumönnum á miðvikudaginn. Góður möguleiki er á sigri í þeim leik, jafnvel þótt Brassar hafi leikið mjög vel í riðlakeppninni þar sem þeir unnu meðal annars Rússa og Serba. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Brasilíu í milliriðli á stórmóti. Íslendingar hafa hins vegar tvisvar áður mætt Þjóðverjum og Frökkum í milliriðli á sama stórmótinu. Síðast þegar leikið var í milliriðlum á HM, í Svíþjóð 2011, mætti Ísland einnig Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli. Þá, líkt og nú, var Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins. Aðeins tveir í íslenska hópnum á HM 2019 voru í liðinu fyrir átta árum: Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson. Íslendingar unnu alla fimm leiki sína í riðlakeppninni á HM 2011 og tóku með sér fjögur stig í milliriðil. Þar gekk ekki jafn vel. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum, gegn Þýskalandi, Spáni og Frakklandi, og endaði á því að spila um 5. sætið. Þar töpuðu Íslendingar fyrir Króötum. Sjötta sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á HM. Á fyrsta stórmóti Guðmundar með íslenska landsliðið, EM 2002, mætti það einnig Frökkum og Þjóðverjum í milliriðli. Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerði eitt jafntefli og tók með sér þrjú stig inn í milliriðil. Þar byrjuðu Íslendingar á því að gera jafntefli við Frakka í hörkuleik, 26-26. Ísland vann svo öruggan sigur á Júgóslavíu, 34-26, og tryggði sér toppsætið í milliriðlinum og sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Þýskalandi, 29-24. Íslendingar töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum á EM og enduðu í 4. sæti sem var þá besti árangur Íslands á Evrópumóti. Síðan eru liðin mörg ár og enginn leikmaður er eftir í íslenska hópnum síðan á EM 2002. Þegar Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og allar þær hetjur spiluðu við bestu lið Evrópu í ársbyrjun 2002 voru margir af þeim sem skipa íslenska HM-hópinn í dag á leikskólaaldri. Núna eru þessir strákar hins vegar komnir á stórmót og hafa vaxið með hverjum leiknum á HM undir styrkri stjórn Guðmundar. Strákarnir stóðust stóra prófið gegn Makedóníu og voru verðlaunaðir með þremur leikjum á stærsta sviðinu. Upplifunin verður mikil, innistæðan í reynslubankanum hækkar og ekki væri verra að koma á óvart og gera hákörlum handboltans skráveifu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Líkt og á EM 2002 og HM 2011 mætir Ísland Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli á HM 2019. Aðeins tæpur sólarhringur er á milli leikjanna gegn þessum risaliðum. Ungt íslenskt lið hefur eflst við hverja raun á HM undir styrkri stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar keppni í milliriðlum á HM 2019 hefst um helgina. Ísland er í milliriðli 1 sem er leikinn í Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu hefur farið fram undan farin ár. Sviðið er stórt og andstæðingarnir ógnarsterkir. Klukkan 19.30 í kvöld mætir Ísland Þýskalandi og á sama tíma á morgun mæta Strákarnir okkar heimsmeisturum Frakka. Fram undan eru því leikir gegn tveimur af sterkustu liðum heims á innan við sólarhring. Áskorunin er stór og mikil fyrir hið unga íslenska lið en það hefur engu að tapa. Pressan er öll á Þjóðverjum og Frökkum sem ætla sér að leika um verðlaun á HM. Aðalmarkmið Íslands, að komast í milliriðil, náðist með sigrinum frábæra á Makedóníu á fimmtudaginn. Ísland endar því aldrei neðar en í 12. sæti á HM. Draumurinn er væntanlega að leika um 7. sætið og freista þess að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum 2020. Það verður þó þrautin þyngri þar sem Ísland tók ekki með sér stig inn í milliriðil. Þriðji og síðasti leikur Íslendinga í milliriðlinum er gegn Brasilíumönnum á miðvikudaginn. Góður möguleiki er á sigri í þeim leik, jafnvel þótt Brassar hafi leikið mjög vel í riðlakeppninni þar sem þeir unnu meðal annars Rússa og Serba. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Brasilíu í milliriðli á stórmóti. Íslendingar hafa hins vegar tvisvar áður mætt Þjóðverjum og Frökkum í milliriðli á sama stórmótinu. Síðast þegar leikið var í milliriðlum á HM, í Svíþjóð 2011, mætti Ísland einnig Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli. Þá, líkt og nú, var Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins. Aðeins tveir í íslenska hópnum á HM 2019 voru í liðinu fyrir átta árum: Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson. Íslendingar unnu alla fimm leiki sína í riðlakeppninni á HM 2011 og tóku með sér fjögur stig í milliriðil. Þar gekk ekki jafn vel. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum, gegn Þýskalandi, Spáni og Frakklandi, og endaði á því að spila um 5. sætið. Þar töpuðu Íslendingar fyrir Króötum. Sjötta sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á HM. Á fyrsta stórmóti Guðmundar með íslenska landsliðið, EM 2002, mætti það einnig Frökkum og Þjóðverjum í milliriðli. Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerði eitt jafntefli og tók með sér þrjú stig inn í milliriðil. Þar byrjuðu Íslendingar á því að gera jafntefli við Frakka í hörkuleik, 26-26. Ísland vann svo öruggan sigur á Júgóslavíu, 34-26, og tryggði sér toppsætið í milliriðlinum og sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Þýskalandi, 29-24. Íslendingar töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum á EM og enduðu í 4. sæti sem var þá besti árangur Íslands á Evrópumóti. Síðan eru liðin mörg ár og enginn leikmaður er eftir í íslenska hópnum síðan á EM 2002. Þegar Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og allar þær hetjur spiluðu við bestu lið Evrópu í ársbyrjun 2002 voru margir af þeim sem skipa íslenska HM-hópinn í dag á leikskólaaldri. Núna eru þessir strákar hins vegar komnir á stórmót og hafa vaxið með hverjum leiknum á HM undir styrkri stjórn Guðmundar. Strákarnir stóðust stóra prófið gegn Makedóníu og voru verðlaunaðir með þremur leikjum á stærsta sviðinu. Upplifunin verður mikil, innistæðan í reynslubankanum hækkar og ekki væri verra að koma á óvart og gera hákörlum handboltans skráveifu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira