Þetta vitum við um landslið Þýskalands sem mætir Íslandi í kvöld Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 11:00 Það er mikil stemning í þýska liðinu. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Þýskalandi á HM 2019 í dag í fyrsta leik liðanna í milliriðlum keppninnar. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og fer fram í Lanxess-höllinni í Köln. Þýskaland var í A-riðli og tekur með sér þrjú stig eftir sigur á spútnikliði Brasilíu og jafntefli gegn stórliði Frakklands. Vondi leikur liðsins var jafntefli gegn Rússum sem sátu eftir. Þetta er algjör lykilleikur fyrir íslenska liðið ef það ætlar sér að spila um sjöunda sætið á mótinu og eiga þannig möguleika á sæti í Ólympíuumspilinu.Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um landslið Þýskalands og má finna þær hér fyrir neðan.Andreas Wolff er ekkert slor í markinu.vísir/getty- Svona komst Þýskaland á HM 2019 - Þjóðverjar þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að komast á HM þar sem að liðið er önnur tveggja gestgjafaþjóðanna ásamt Danmörku. Spilað er í fjórum stærstu borgum Þýskalands; München, Köln, Hamburg og Berlín, en Þjóðverjar spiluðu riðlakeppnina í Berlín og nú milliriðilinn í Köln.- Gengi Þýskalands á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þýskaland hefur tekið þátt á 24 af 26 heimsmeistaramótum frá því það fyrsta var haldið í Þýskalandi árið 1938 en þá stóðu heimamenn uppi sem sigurvegarar. HM var haldið í Austur-Þýskalandi árið 1958 og aftur í Þýskalandi 1961. Austur-Þjóðverjar héldu það svo aftur 1974 og Vestur-Þýskaland árið 1982 en aldrei tókst þeim að vinna mótið á heimavelli á þessum árum. Þýskaland varð heimsmeistari í annað sinn árið 1978 í Danmörku og fagnaði svo sigri í Lanxess-höllinni í Köln þegar að það hélt mótið síðast árið 2007 sem var eitt glæsilegasta heimsmeistaramót sögunnar. Auk þess að hafa orðið heimsmeistarar þrisvar sinnum hefur Þýskaland tvívegis tapað úrslitaleiknum, árin 1954 og 2003, og komist í undanúrslit níu sinnumÞjóðverjar eru með þrjú stig í milliriðlinum.vísir/getty- Síðasta stórmót Þjóðverja - Þýskaland átti til að verja á EM 2018 í Króatíu eftir að Dagur Sigurðsson gerði ungt lið Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016. Titilvörnin gekk ekki vel. Þýskaland varð í öðru sæti í C-riðli á eftir Makedóníu en liðið vann Svartfjallaland og gerði svo jafntefli við Slóveníu og Makedóna. Allt fór svo í hundana í milliriðlum. Þýskaland byrjaði á að vinna Tékka og var þá komið í fjögur stig en fleiri urðu stigin ekki því liðið tapaði fyrir Dönum og verðandi Evrópumeisturum Spánverja í næstu tveimur leikjum. Þjóðverjar enduðu í níunda sæti og var ansi heitt undir þjálfaranum sem er þó enn við störf.- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Ísland og Þýskaland hafa margsinnis mæst á stórmótum en Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi til sigurs gegn Þýskalandi á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og í sigrinum frækna á EM 2002 í Svíþjóð. Ísland og Þýskaland mættust síðast á HM árið 2011 í Svíþjóð þegar að strákarnir okkar fóru með fullt hús stiga í milliriðla og ætluðu sér stóra hluti en töpuðu öllum leikjunum eftir voru. Þýskaland vann leikinn, 27-24. Liðin hafa ekki mæst á stórmóti síðan árið 2011.Uwe Gensheimer er númer eitt, tvö og þrjú í þýska liðinu.vísir/getty- Stærstu stjörnurnar í liði Þýskalands - Hornamaðurinn Uwe Gensheimer, sem er bestur í sínu fagi í dag, er langstærsta stjarnan í þýska liðinu en öll markaðsherferð Þjóðverja í kringum mótið miðast við hann. Gensheimer spilar með stórliði PSG en er líklega á leiðinni heim í Rhein-Neckar Löwen og er talið að Guðjón Valur muni leysi hann af hjá Parísarliðinu alveg eins og hann gerði hjá Löwen. Markvörðurinn Andreas Wolff, línumennirnir Hendrik Pekeler og Patrick Wiencek auk hægri skyttunnar Steffen Weinhold eru einnig stór nöfn en þeir spila allir fyrir Alfreð Gíslason í Kiel. Það er ekki alveg sami stjörnuljóminn yfir þýska liðinu og á árum áður en það er engu að síður afskaplega gott. Það spilar sterka vörn og er með tvo frábæra markverði.Christian Prokop þarf að standa sig á heimavelli.vísir/getty- Þjálfari Þjóðverja á HM 2019 - Christian Prokop fékk það erfiða verkefni að koma á eftir Degi Sigurðssyni sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum árið 2016 og gat ekki verið vinsælli hjá þýsku þjóðinni. Prokop er ungur að þjálfaraárum en hann tók við þýska liðinu 39 ára gamall. Hann hætti snemma að spila en þjálfaraferill hans hófst árið 2003 hjá Hildesheim. Hann færðist upp metorðastigann og var þjálfari Leipzig í fjögur ár áður en hann tók við af Degi Sigurðssyni. Það voru ekkert allir sem skildu þessa ráðningu og eru margir enn ósáttir í dag en það er oft gott að vera ungur og þýskur þegar landsliðinu vantar nýjan þjálfara. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Logi: Besta leiðin til að vinna Þjóðverja er að horfa í augu þeirra og segja þeim það Logi Geirsson þekkir þýska landsliðið og þýskan handboltakúltúr betur en flestir. 19. janúar 2019 09:29 Vítabaninn Björgvin vaknaður Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. 19. janúar 2019 10:00 Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Arnar Freyr Arnarsson spilaði stórbrotna vörn á móti Makedóníu og vonast til að endurtaka leikinn í kvöld. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Þýskalandi á HM 2019 í dag í fyrsta leik liðanna í milliriðlum keppninnar. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og fer fram í Lanxess-höllinni í Köln. Þýskaland var í A-riðli og tekur með sér þrjú stig eftir sigur á spútnikliði Brasilíu og jafntefli gegn stórliði Frakklands. Vondi leikur liðsins var jafntefli gegn Rússum sem sátu eftir. Þetta er algjör lykilleikur fyrir íslenska liðið ef það ætlar sér að spila um sjöunda sætið á mótinu og eiga þannig möguleika á sæti í Ólympíuumspilinu.Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um landslið Þýskalands og má finna þær hér fyrir neðan.Andreas Wolff er ekkert slor í markinu.vísir/getty- Svona komst Þýskaland á HM 2019 - Þjóðverjar þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að komast á HM þar sem að liðið er önnur tveggja gestgjafaþjóðanna ásamt Danmörku. Spilað er í fjórum stærstu borgum Þýskalands; München, Köln, Hamburg og Berlín, en Þjóðverjar spiluðu riðlakeppnina í Berlín og nú milliriðilinn í Köln.- Gengi Þýskalands á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þýskaland hefur tekið þátt á 24 af 26 heimsmeistaramótum frá því það fyrsta var haldið í Þýskalandi árið 1938 en þá stóðu heimamenn uppi sem sigurvegarar. HM var haldið í Austur-Þýskalandi árið 1958 og aftur í Þýskalandi 1961. Austur-Þjóðverjar héldu það svo aftur 1974 og Vestur-Þýskaland árið 1982 en aldrei tókst þeim að vinna mótið á heimavelli á þessum árum. Þýskaland varð heimsmeistari í annað sinn árið 1978 í Danmörku og fagnaði svo sigri í Lanxess-höllinni í Köln þegar að það hélt mótið síðast árið 2007 sem var eitt glæsilegasta heimsmeistaramót sögunnar. Auk þess að hafa orðið heimsmeistarar þrisvar sinnum hefur Þýskaland tvívegis tapað úrslitaleiknum, árin 1954 og 2003, og komist í undanúrslit níu sinnumÞjóðverjar eru með þrjú stig í milliriðlinum.vísir/getty- Síðasta stórmót Þjóðverja - Þýskaland átti til að verja á EM 2018 í Króatíu eftir að Dagur Sigurðsson gerði ungt lið Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016. Titilvörnin gekk ekki vel. Þýskaland varð í öðru sæti í C-riðli á eftir Makedóníu en liðið vann Svartfjallaland og gerði svo jafntefli við Slóveníu og Makedóna. Allt fór svo í hundana í milliriðlum. Þýskaland byrjaði á að vinna Tékka og var þá komið í fjögur stig en fleiri urðu stigin ekki því liðið tapaði fyrir Dönum og verðandi Evrópumeisturum Spánverja í næstu tveimur leikjum. Þjóðverjar enduðu í níunda sæti og var ansi heitt undir þjálfaranum sem er þó enn við störf.- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Ísland og Þýskaland hafa margsinnis mæst á stórmótum en Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi til sigurs gegn Þýskalandi á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og í sigrinum frækna á EM 2002 í Svíþjóð. Ísland og Þýskaland mættust síðast á HM árið 2011 í Svíþjóð þegar að strákarnir okkar fóru með fullt hús stiga í milliriðla og ætluðu sér stóra hluti en töpuðu öllum leikjunum eftir voru. Þýskaland vann leikinn, 27-24. Liðin hafa ekki mæst á stórmóti síðan árið 2011.Uwe Gensheimer er númer eitt, tvö og þrjú í þýska liðinu.vísir/getty- Stærstu stjörnurnar í liði Þýskalands - Hornamaðurinn Uwe Gensheimer, sem er bestur í sínu fagi í dag, er langstærsta stjarnan í þýska liðinu en öll markaðsherferð Þjóðverja í kringum mótið miðast við hann. Gensheimer spilar með stórliði PSG en er líklega á leiðinni heim í Rhein-Neckar Löwen og er talið að Guðjón Valur muni leysi hann af hjá Parísarliðinu alveg eins og hann gerði hjá Löwen. Markvörðurinn Andreas Wolff, línumennirnir Hendrik Pekeler og Patrick Wiencek auk hægri skyttunnar Steffen Weinhold eru einnig stór nöfn en þeir spila allir fyrir Alfreð Gíslason í Kiel. Það er ekki alveg sami stjörnuljóminn yfir þýska liðinu og á árum áður en það er engu að síður afskaplega gott. Það spilar sterka vörn og er með tvo frábæra markverði.Christian Prokop þarf að standa sig á heimavelli.vísir/getty- Þjálfari Þjóðverja á HM 2019 - Christian Prokop fékk það erfiða verkefni að koma á eftir Degi Sigurðssyni sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum árið 2016 og gat ekki verið vinsælli hjá þýsku þjóðinni. Prokop er ungur að þjálfaraárum en hann tók við þýska liðinu 39 ára gamall. Hann hætti snemma að spila en þjálfaraferill hans hófst árið 2003 hjá Hildesheim. Hann færðist upp metorðastigann og var þjálfari Leipzig í fjögur ár áður en hann tók við af Degi Sigurðssyni. Það voru ekkert allir sem skildu þessa ráðningu og eru margir enn ósáttir í dag en það er oft gott að vera ungur og þýskur þegar landsliðinu vantar nýjan þjálfara.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Logi: Besta leiðin til að vinna Þjóðverja er að horfa í augu þeirra og segja þeim það Logi Geirsson þekkir þýska landsliðið og þýskan handboltakúltúr betur en flestir. 19. janúar 2019 09:29 Vítabaninn Björgvin vaknaður Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. 19. janúar 2019 10:00 Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Arnar Freyr Arnarsson spilaði stórbrotna vörn á móti Makedóníu og vonast til að endurtaka leikinn í kvöld. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Logi: Besta leiðin til að vinna Þjóðverja er að horfa í augu þeirra og segja þeim það Logi Geirsson þekkir þýska landsliðið og þýskan handboltakúltúr betur en flestir. 19. janúar 2019 09:29
Vítabaninn Björgvin vaknaður Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. 19. janúar 2019 10:00
Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00
Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Arnar Freyr Arnarsson spilaði stórbrotna vörn á móti Makedóníu og vonast til að endurtaka leikinn í kvöld. 19. janúar 2019 09:00