ÍA bar sigurorð á FH í Fótbolta.net mótinu í dag en leiknum var að ljúka rétt í þessu.
Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem byrjuðu leikinn betur og náði forystunni á 19. mínútu með marki frá Þóri Jóhanni. Skömmu seinna var staðan orðin 2-0 þegar Jónatan Ingi skoraði.
Á 30. mínútu náðu Skagamenn hinsvegar að minnka muninn en mark þeirra skoraði Bjarki Steinn Bjarkason og var staðan 2-1 í leikhlé.
Skagamenn mættu virkilega öflugir til leiks í seinni hálfleikinn og jöfnuðu metin eftir aðeins nokkrar sekúndur og var Bjarki þar aftur á ferðinni.
Síðan nokkrum mínútum eftir það fengu liðsmenn ÍA síðan dæmda vítaspyrnu og mótmæltu gestirnir því lítið. Á punktinn steig Arnar Már Guðjónsson og kom ÍA yfir í fyrsta sinn í leiknum.
Fjórða mark ÍA kom síðan nokkrum mínútum seinna en þá skoraði Einar Logi Einarsson með skalla eftir flotta fyrirgjöf inná teig.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum leik og því lokastaðan 4-2 fyrir ÍA.
ÍA kláraði FH í seinni hálfleiknum
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn
