Á sama stað á sama tíma að ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2019 08:30 Lítið gengur hjá Marco Silva og félögum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Vísir/EPA Hjá Everton byrjaði árið 2019 eins og árið 2018 endaði; með tapi. Leicester City gerði góða ferð til Liverpool í gær og vann 0-1 útisigur á Everton. Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark ársins 2019 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Everton í síðustu fimm leikjum og uppskeran í síðustu átta leikjum er aðeins fimm stig. Eftir 21 leik er Everton með 27 stig, jafn mörg og á sama tíma á síðasta tímabili. Líkt og í fyrra hefur Everton unnið sjö leiki, gert sex jafntefli og tapað átta leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gæti hrapað enn lengra niður töfluna eftir leiki dagsins. Síðasta tímabil var skrautlegt hjá Everton. Eftir slaka byrjun var Ronald Koeman sagt upp og eftir langa leit var Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Stóri Sam stýrði Everton-skútunni í örugga höfn en var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og það kom því lítið á óvart að hann fékk ekki að halda áfram með liðið. Við tók Portúgalinn Marco Silva sem Everton reyndi að fá þegar Koeman var rekinn. Silva kom fyrst í enska boltann þegar hann tók við Hull City í erfiðri stöðu í janúar 2017. Liðið féll en spilamennska þess undir stjórn Silvas var nóg til að forráðamenn Watford leituðu til hans um sumarið. Watford byrjaði tímabilið af krafti en halla fór undan fæti um svipað leyti og Everton byrjaði að sýna Silva áhuga. Eftir að hafa aðeins fengið fimm stig úr tíu deildarleikjum var Silva rekinn frá Watford í janúar 2018. Forráðamenn Everton sáu fram á betri tíð með draumastjórann í brúnni en það hefur ekki gengið eftir. Allavega ekki enn. Everton er sókndjarfara en á síðasta tímabili og hefur skorað sex mörkum meira en á sama tíma í fyrra en vörnin er hriplek og Everton hefur aðeins haldið fjórum sinnum hreinu á tímabilinu. Everton fór rólega af stað en var komið á gott ról þegar það mætti Liverpool á Anfield 2. desember. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Divock Origi sigurmark Liverpool eftir slæm mistök Jordans Pickford í marki Everton. Eftir þennan dramatíska grannaslag hefur allt loft farið úr Everton-blöðrunni og aðeins einn sigur komið í hús. Fíflagangurinn hjá enska landsliðsmarkverðinum virðist hafa slegið strákana hans Silva út af laginu. Nokkrir leikmenn Everton hafa átt gott tímabil (Gylfi Þór Sigurðsson, Richarlison og Lucas Digne) en árangur liðsins er ekki merkilegur og framfarirnar frá síðasta tímabili ekki nógu miklar. Silva hefur nú stýrt liðum í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu þeirra hafa unnist, 14 endað með jafntefli og 29 tapast. Markatalan er 84-111. Everton lagði mikið í að fá Silva en hann á enn eftir að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar á Goodison Park. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira
Hjá Everton byrjaði árið 2019 eins og árið 2018 endaði; með tapi. Leicester City gerði góða ferð til Liverpool í gær og vann 0-1 útisigur á Everton. Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark ársins 2019 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Everton í síðustu fimm leikjum og uppskeran í síðustu átta leikjum er aðeins fimm stig. Eftir 21 leik er Everton með 27 stig, jafn mörg og á sama tíma á síðasta tímabili. Líkt og í fyrra hefur Everton unnið sjö leiki, gert sex jafntefli og tapað átta leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gæti hrapað enn lengra niður töfluna eftir leiki dagsins. Síðasta tímabil var skrautlegt hjá Everton. Eftir slaka byrjun var Ronald Koeman sagt upp og eftir langa leit var Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Stóri Sam stýrði Everton-skútunni í örugga höfn en var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og það kom því lítið á óvart að hann fékk ekki að halda áfram með liðið. Við tók Portúgalinn Marco Silva sem Everton reyndi að fá þegar Koeman var rekinn. Silva kom fyrst í enska boltann þegar hann tók við Hull City í erfiðri stöðu í janúar 2017. Liðið féll en spilamennska þess undir stjórn Silvas var nóg til að forráðamenn Watford leituðu til hans um sumarið. Watford byrjaði tímabilið af krafti en halla fór undan fæti um svipað leyti og Everton byrjaði að sýna Silva áhuga. Eftir að hafa aðeins fengið fimm stig úr tíu deildarleikjum var Silva rekinn frá Watford í janúar 2018. Forráðamenn Everton sáu fram á betri tíð með draumastjórann í brúnni en það hefur ekki gengið eftir. Allavega ekki enn. Everton er sókndjarfara en á síðasta tímabili og hefur skorað sex mörkum meira en á sama tíma í fyrra en vörnin er hriplek og Everton hefur aðeins haldið fjórum sinnum hreinu á tímabilinu. Everton fór rólega af stað en var komið á gott ról þegar það mætti Liverpool á Anfield 2. desember. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Divock Origi sigurmark Liverpool eftir slæm mistök Jordans Pickford í marki Everton. Eftir þennan dramatíska grannaslag hefur allt loft farið úr Everton-blöðrunni og aðeins einn sigur komið í hús. Fíflagangurinn hjá enska landsliðsmarkverðinum virðist hafa slegið strákana hans Silva út af laginu. Nokkrir leikmenn Everton hafa átt gott tímabil (Gylfi Þór Sigurðsson, Richarlison og Lucas Digne) en árangur liðsins er ekki merkilegur og framfarirnar frá síðasta tímabili ekki nógu miklar. Silva hefur nú stýrt liðum í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu þeirra hafa unnist, 14 endað með jafntefli og 29 tapast. Markatalan er 84-111. Everton lagði mikið í að fá Silva en hann á enn eftir að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar á Goodison Park.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira