Framandi heimur 2019 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. janúar 2019 21:00 Mannkynið hefur óþrjótandi áhuga á að velta fyrir sér framtíðinni; hvers konar samfélag bíður þess eftir 35 ár? Nordicphotos/Getty „Hvernig mun heimurinn líta út árið 2019?“ Þetta var það sem ritstjórn kanadíska fréttablaðsins The Star velti fyrir sér í desembermánuði árið 1983, eða fyrir 35 árum. Til að fá svarið við þessari spurningu leitaði The Star á náðir bandaríska rithöfundarins og lífefnafræðingsins Isaacs Asimov sem á þeim árum var farinn að vekja athygli fyrir vísindaskáldskap sinn. Síðar meir átti Asimov eftir að verða einn áhrifamesti ritari vísindaskáldskapar fyrr og síðar. Að mati Asimov átti innreið upplýsingatækninnar og hröð framþróun í tæknilegri getu mannkyns — sérstaklega með tilliti til tölvunnar — eftir að bylta samfélagi mannanna enn frekar. „Sú staðreynd að samfélag okkar verður æ margþættara felur í sér að það verður ómögulegt að vera án tölvutækni, ekki nema með því að daðra við glundroðann,“ ritaði Asimov. Hann sá fyrir sér að tækniframfarir myndu fækka störfum, en það væri hvorki óvænt né neikvæð afleiðing. „Störfin sem hverfa verða þau sem skrifræðið kallaði á á sínum tíma og þau sem eiga sinn stað við færibandið í verksmiðjum hvers konar. Þetta eru störf sem eru nógu einföld, tilgangslaus og staglkennd til að eitra huga fólks.“ Þannig væri þörf á nýju menntakerfi sem svar við kröfunni um vinnuafl sem býr yfir tæknilegri þekkingu, rétt eins og krafa var um eftir iðnaðarbyltinguna. „Breyting núna, hins vegar, þarf að eiga sér stað mun hraðar. Mögulega hraðar en mögulegt er. Þetta þýðir að við þessa breytingu munu milljónir manna vera ófær um að sinna þeim störfum sem sannarlega þarf að sinna.“Rithöfundurinn og lífefnafræðingurinn Isaac Asimov.NORDICPHOTIS/GETTYAsimov taldi — réttilega að mörgu leyti — að árið 2019 væri almennt viðurkennt að samstarf þjóðríkja væri nauðsynlegt til að taka á allra mikilvægustu málum heimsins. Þá sérstaklega með tilliti til mengunar og verndunar umhverfisins. „Árið 2019 er líklegt að svo vel fari á með þjóðum heimsins að þær geti tekið höndum saman og unnið að þessum markmiðum, sameinaðar undir einum fána, jafnvel þó svo að enginn hafi sérstakan áhuga á að viðurkenna tilvist slíkrar heimsstjórnar.“ Asimov taldi öruggt að könnun sólkerfisins væri vel á veg komin árið 2019 og mat það svo réttilega að hópur manna hefði varanlegt aðsetur í geimnum. En Asimov sá einnig fyrir sér að námugröftur á tunglinu væri hafin seint á öðrum áratug 21. aldarinnar og að mannkyn hefði þróað getu til að safna sólarorku með hjálp gervitungla á sporbraut um Jörðu sem síðan myndu koma orkunni til jarðar í formi örbylgja. Asimov lauk pistli sínum á áminningu til lesenda árið 2019. „Staðreyndin er sú að þó svo að heimurinn árið 2019 verði sannarlega frábrugðinn þeim sem við þekkjum árið 1984, þá verður sú breyting aðeins barómeter fyrir þá miklu breytingar sem verða í farvatninu enn síðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Hvernig mun heimurinn líta út árið 2019?“ Þetta var það sem ritstjórn kanadíska fréttablaðsins The Star velti fyrir sér í desembermánuði árið 1983, eða fyrir 35 árum. Til að fá svarið við þessari spurningu leitaði The Star á náðir bandaríska rithöfundarins og lífefnafræðingsins Isaacs Asimov sem á þeim árum var farinn að vekja athygli fyrir vísindaskáldskap sinn. Síðar meir átti Asimov eftir að verða einn áhrifamesti ritari vísindaskáldskapar fyrr og síðar. Að mati Asimov átti innreið upplýsingatækninnar og hröð framþróun í tæknilegri getu mannkyns — sérstaklega með tilliti til tölvunnar — eftir að bylta samfélagi mannanna enn frekar. „Sú staðreynd að samfélag okkar verður æ margþættara felur í sér að það verður ómögulegt að vera án tölvutækni, ekki nema með því að daðra við glundroðann,“ ritaði Asimov. Hann sá fyrir sér að tækniframfarir myndu fækka störfum, en það væri hvorki óvænt né neikvæð afleiðing. „Störfin sem hverfa verða þau sem skrifræðið kallaði á á sínum tíma og þau sem eiga sinn stað við færibandið í verksmiðjum hvers konar. Þetta eru störf sem eru nógu einföld, tilgangslaus og staglkennd til að eitra huga fólks.“ Þannig væri þörf á nýju menntakerfi sem svar við kröfunni um vinnuafl sem býr yfir tæknilegri þekkingu, rétt eins og krafa var um eftir iðnaðarbyltinguna. „Breyting núna, hins vegar, þarf að eiga sér stað mun hraðar. Mögulega hraðar en mögulegt er. Þetta þýðir að við þessa breytingu munu milljónir manna vera ófær um að sinna þeim störfum sem sannarlega þarf að sinna.“Rithöfundurinn og lífefnafræðingurinn Isaac Asimov.NORDICPHOTIS/GETTYAsimov taldi — réttilega að mörgu leyti — að árið 2019 væri almennt viðurkennt að samstarf þjóðríkja væri nauðsynlegt til að taka á allra mikilvægustu málum heimsins. Þá sérstaklega með tilliti til mengunar og verndunar umhverfisins. „Árið 2019 er líklegt að svo vel fari á með þjóðum heimsins að þær geti tekið höndum saman og unnið að þessum markmiðum, sameinaðar undir einum fána, jafnvel þó svo að enginn hafi sérstakan áhuga á að viðurkenna tilvist slíkrar heimsstjórnar.“ Asimov taldi öruggt að könnun sólkerfisins væri vel á veg komin árið 2019 og mat það svo réttilega að hópur manna hefði varanlegt aðsetur í geimnum. En Asimov sá einnig fyrir sér að námugröftur á tunglinu væri hafin seint á öðrum áratug 21. aldarinnar og að mannkyn hefði þróað getu til að safna sólarorku með hjálp gervitungla á sporbraut um Jörðu sem síðan myndu koma orkunni til jarðar í formi örbylgja. Asimov lauk pistli sínum á áminningu til lesenda árið 2019. „Staðreyndin er sú að þó svo að heimurinn árið 2019 verði sannarlega frábrugðinn þeim sem við þekkjum árið 1984, þá verður sú breyting aðeins barómeter fyrir þá miklu breytingar sem verða í farvatninu enn síðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira