Skoða í dag hvort hægt verði að taka skýrslu af ökumanninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2019 10:46 Frá vettvangi slyssins á fimmtudag. Adolf Ingi Erlingsson Ekki hefur enn verið hægt að taka skýrslu af ökumanni bílsins sem fór út af brúnni við Núpsvötn síðastliðinn fimmtudag með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega. Lögreglan mun skoða hvort hægt verði að taka skýrslu af honum í dag að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ökumaðurinn var einn þeirra og liggur hann enn á sjúkrahúsi ásamt bróður sínum og tveimur börnum sem einnig slösuðust alvarlega. Oddur segir fólkið á batavegi eftir því sem hann best viti. Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul dóttir annarra hjónanna. Fólkið er allt frá Bretlandi og var á ferðalagi hér á landi. Rannsókn lögreglu á slysinu er enn í gangi. Oddur segir að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem aflað var og þá fer fram krufning á þeim sem létust.Þrír breskir ferðamenn, tveir fullorðnir og eitt barn, létu lífið þegar bílaleigubíll þeirra fór fram af brúnni og féll um sex metra niður af henni.Vísir/JóhannTilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við brúna Aðspurður hvort eitthvað hafi komið út úr þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að notkun öryggisbelta í bílnum og svo aðstæðum á brúnni þegar slysið varð, hvort þar hafi verið hálka eða ísing, segir Oddur það enn til skoðunar. „Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá okkur þá er notkun öryggisbúnaðar eitt af því sem er til rannsóknar, meðal annars við rannsókn á ökutæki. Þetta kemur líka inn þegar það er verið að taka framburð af ökumanni og farþega og það er eitthvað sem kemur í ljós líka við krufningu hvort það séu áverkamerki eftir öryggisbelti á þeim látnu,“ segir Oddur. Þá segir að hann þeir sem hafi farið á vettvang slyssins hafi tilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við vettvanginn. „En það er ekki hægt að segja með fullri vissu hvort það hafi verið ísing á þeim stað þar sem slysið verður eða ekki,“ segir Oddur.Allt að ár í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar Spurður út í umfang rannsóknarinnar og hversu langur tími sé eftir af henni segir Oddur að rannsóknir á banaslysum í umferðinni taki venjulega um mánuð. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að enn sé verið að safna gögnum vegna slyssins. Það geti tekið allt upp í ár þar til niðurstöður nefndarinnar verði gerðar opinberar en ef nefndin telur ástæðu til að ráðast í úrbætur vegna þá verði gefin út bráðabirgðaskýrsla. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sjá meira
Ekki hefur enn verið hægt að taka skýrslu af ökumanni bílsins sem fór út af brúnni við Núpsvötn síðastliðinn fimmtudag með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega. Lögreglan mun skoða hvort hægt verði að taka skýrslu af honum í dag að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ökumaðurinn var einn þeirra og liggur hann enn á sjúkrahúsi ásamt bróður sínum og tveimur börnum sem einnig slösuðust alvarlega. Oddur segir fólkið á batavegi eftir því sem hann best viti. Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul dóttir annarra hjónanna. Fólkið er allt frá Bretlandi og var á ferðalagi hér á landi. Rannsókn lögreglu á slysinu er enn í gangi. Oddur segir að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem aflað var og þá fer fram krufning á þeim sem létust.Þrír breskir ferðamenn, tveir fullorðnir og eitt barn, létu lífið þegar bílaleigubíll þeirra fór fram af brúnni og féll um sex metra niður af henni.Vísir/JóhannTilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við brúna Aðspurður hvort eitthvað hafi komið út úr þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að notkun öryggisbelta í bílnum og svo aðstæðum á brúnni þegar slysið varð, hvort þar hafi verið hálka eða ísing, segir Oddur það enn til skoðunar. „Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá okkur þá er notkun öryggisbúnaðar eitt af því sem er til rannsóknar, meðal annars við rannsókn á ökutæki. Þetta kemur líka inn þegar það er verið að taka framburð af ökumanni og farþega og það er eitthvað sem kemur í ljós líka við krufningu hvort það séu áverkamerki eftir öryggisbelti á þeim látnu,“ segir Oddur. Þá segir að hann þeir sem hafi farið á vettvang slyssins hafi tilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við vettvanginn. „En það er ekki hægt að segja með fullri vissu hvort það hafi verið ísing á þeim stað þar sem slysið verður eða ekki,“ segir Oddur.Allt að ár í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar Spurður út í umfang rannsóknarinnar og hversu langur tími sé eftir af henni segir Oddur að rannsóknir á banaslysum í umferðinni taki venjulega um mánuð. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að enn sé verið að safna gögnum vegna slyssins. Það geti tekið allt upp í ár þar til niðurstöður nefndarinnar verði gerðar opinberar en ef nefndin telur ástæðu til að ráðast í úrbætur vegna þá verði gefin út bráðabirgðaskýrsla.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sjá meira
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35
Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18