Eldsupptök í Eddufelli enn til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 00:00 Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök Vísir/JóhannK Til skoðunar er hvort eldur sem kviknaði á bak við klæðningu í fjölbýlishúsi í Eddufelli í gærkvöldi hafi komið upp út frá rafmagni. Rýma þurfti húsið á meðan slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn upp úr klukkan níu og var þegar allt tiltækt lið sent á vettvang. Nærliggjandi götum var lokað og fjölbýlishúsið rýmt en íbúarnir fengu skjól í strætisvagni á meðan slökkvistarf fór fram. Sjáanlegur eldur var lítill í fyrstu þegar slökkvilið kom að en þegar slökkviliðsmenn sáu að eldurinn hafði hlaupið á bakvið klæðninguna og upp eftir öllum veggnum var ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur. Eins og sjá var slökkvistarf frekar umfangsmikið. Brjóta þurfti flísaklæðningu utan á byggingunni til þess að sjá hvort eldur eða glæður leyndust á bakvið. Töluvert vatn þurfti til þess að tryggja að hvergi leyndist eldur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum með á annan tug íbúða. Íbúum var brugðið.Bjarrnveig Guðbjartsdóttir og sonur hennar Guðbjartur Felixson búa í húsinu þar sem eldurinn kom upp.Vísir/JóhannK„Maður veit alveg að það verður að vera alveg öruggt áður en maður fær að sjá þarna. En ég sé að það er svart á svölunum á hæðinni okkar þannig að maður veit ekki. Það er ekki gaman að enda hátíðarnar svona. Þetta er skelfilegt,“ sagði Bjarnveig Guðbjartsdóttir, íbúi í húsinu þegar fréttastofa ræddi við hana á vettvangi í gær. Slökkvistarf tók á þriðju klukkustund en þá var íbúum leyft að snúa til síns heima. Á vettvangi í dag mátti sjá skemmdirnar sem urðu vegna eldsins utan á klæðningunni.Vísir/JóhannKÍ dagsbirtunni í dag var svo betur hægt að virða fyrir sér skemmdirnar eftir brunann en eins og sjá má eru þær töluverðar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök og ekki er ólíklegt að kveiknað hafi í út frá rafmagni. Miklar skemmdur urðu á byggingunni þegar slökkviliðsmenn þurftu að rífa flísaklæðningu frá en sömuleiðis í einhverjum íbúðum þar sem að vatn lak inn þegar að slökkvistarf stóð yfir. Einnig er til skoðunar hvort eldurinn hafi komið upp með öðrum hætti. Fjölbýlishúsið þar sem að eldurinn kom upp er nýlegt og er til skoðunar hvort klæðning utan á húsinu standist lög, reglugerðir og kröfur sem gerðar eru. Fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Slökkvilið Tengdar fréttir „Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46 Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27 Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27 Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Til skoðunar er hvort eldur sem kviknaði á bak við klæðningu í fjölbýlishúsi í Eddufelli í gærkvöldi hafi komið upp út frá rafmagni. Rýma þurfti húsið á meðan slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn upp úr klukkan níu og var þegar allt tiltækt lið sent á vettvang. Nærliggjandi götum var lokað og fjölbýlishúsið rýmt en íbúarnir fengu skjól í strætisvagni á meðan slökkvistarf fór fram. Sjáanlegur eldur var lítill í fyrstu þegar slökkvilið kom að en þegar slökkviliðsmenn sáu að eldurinn hafði hlaupið á bakvið klæðninguna og upp eftir öllum veggnum var ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur. Eins og sjá var slökkvistarf frekar umfangsmikið. Brjóta þurfti flísaklæðningu utan á byggingunni til þess að sjá hvort eldur eða glæður leyndust á bakvið. Töluvert vatn þurfti til þess að tryggja að hvergi leyndist eldur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum með á annan tug íbúða. Íbúum var brugðið.Bjarrnveig Guðbjartsdóttir og sonur hennar Guðbjartur Felixson búa í húsinu þar sem eldurinn kom upp.Vísir/JóhannK„Maður veit alveg að það verður að vera alveg öruggt áður en maður fær að sjá þarna. En ég sé að það er svart á svölunum á hæðinni okkar þannig að maður veit ekki. Það er ekki gaman að enda hátíðarnar svona. Þetta er skelfilegt,“ sagði Bjarnveig Guðbjartsdóttir, íbúi í húsinu þegar fréttastofa ræddi við hana á vettvangi í gær. Slökkvistarf tók á þriðju klukkustund en þá var íbúum leyft að snúa til síns heima. Á vettvangi í dag mátti sjá skemmdirnar sem urðu vegna eldsins utan á klæðningunni.Vísir/JóhannKÍ dagsbirtunni í dag var svo betur hægt að virða fyrir sér skemmdirnar eftir brunann en eins og sjá má eru þær töluverðar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök og ekki er ólíklegt að kveiknað hafi í út frá rafmagni. Miklar skemmdur urðu á byggingunni þegar slökkviliðsmenn þurftu að rífa flísaklæðningu frá en sömuleiðis í einhverjum íbúðum þar sem að vatn lak inn þegar að slökkvistarf stóð yfir. Einnig er til skoðunar hvort eldurinn hafi komið upp með öðrum hætti. Fjölbýlishúsið þar sem að eldurinn kom upp er nýlegt og er til skoðunar hvort klæðning utan á húsinu standist lög, reglugerðir og kröfur sem gerðar eru. Fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins í dag.
Slökkvilið Tengdar fréttir „Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46 Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27 Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27 Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
„Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46
Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27
Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27
Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44