Eldsupptök í Eddufelli enn til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 00:00 Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök Vísir/JóhannK Til skoðunar er hvort eldur sem kviknaði á bak við klæðningu í fjölbýlishúsi í Eddufelli í gærkvöldi hafi komið upp út frá rafmagni. Rýma þurfti húsið á meðan slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn upp úr klukkan níu og var þegar allt tiltækt lið sent á vettvang. Nærliggjandi götum var lokað og fjölbýlishúsið rýmt en íbúarnir fengu skjól í strætisvagni á meðan slökkvistarf fór fram. Sjáanlegur eldur var lítill í fyrstu þegar slökkvilið kom að en þegar slökkviliðsmenn sáu að eldurinn hafði hlaupið á bakvið klæðninguna og upp eftir öllum veggnum var ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur. Eins og sjá var slökkvistarf frekar umfangsmikið. Brjóta þurfti flísaklæðningu utan á byggingunni til þess að sjá hvort eldur eða glæður leyndust á bakvið. Töluvert vatn þurfti til þess að tryggja að hvergi leyndist eldur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum með á annan tug íbúða. Íbúum var brugðið.Bjarrnveig Guðbjartsdóttir og sonur hennar Guðbjartur Felixson búa í húsinu þar sem eldurinn kom upp.Vísir/JóhannK„Maður veit alveg að það verður að vera alveg öruggt áður en maður fær að sjá þarna. En ég sé að það er svart á svölunum á hæðinni okkar þannig að maður veit ekki. Það er ekki gaman að enda hátíðarnar svona. Þetta er skelfilegt,“ sagði Bjarnveig Guðbjartsdóttir, íbúi í húsinu þegar fréttastofa ræddi við hana á vettvangi í gær. Slökkvistarf tók á þriðju klukkustund en þá var íbúum leyft að snúa til síns heima. Á vettvangi í dag mátti sjá skemmdirnar sem urðu vegna eldsins utan á klæðningunni.Vísir/JóhannKÍ dagsbirtunni í dag var svo betur hægt að virða fyrir sér skemmdirnar eftir brunann en eins og sjá má eru þær töluverðar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök og ekki er ólíklegt að kveiknað hafi í út frá rafmagni. Miklar skemmdur urðu á byggingunni þegar slökkviliðsmenn þurftu að rífa flísaklæðningu frá en sömuleiðis í einhverjum íbúðum þar sem að vatn lak inn þegar að slökkvistarf stóð yfir. Einnig er til skoðunar hvort eldurinn hafi komið upp með öðrum hætti. Fjölbýlishúsið þar sem að eldurinn kom upp er nýlegt og er til skoðunar hvort klæðning utan á húsinu standist lög, reglugerðir og kröfur sem gerðar eru. Fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Slökkvilið Tengdar fréttir „Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46 Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27 Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27 Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Til skoðunar er hvort eldur sem kviknaði á bak við klæðningu í fjölbýlishúsi í Eddufelli í gærkvöldi hafi komið upp út frá rafmagni. Rýma þurfti húsið á meðan slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn upp úr klukkan níu og var þegar allt tiltækt lið sent á vettvang. Nærliggjandi götum var lokað og fjölbýlishúsið rýmt en íbúarnir fengu skjól í strætisvagni á meðan slökkvistarf fór fram. Sjáanlegur eldur var lítill í fyrstu þegar slökkvilið kom að en þegar slökkviliðsmenn sáu að eldurinn hafði hlaupið á bakvið klæðninguna og upp eftir öllum veggnum var ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur. Eins og sjá var slökkvistarf frekar umfangsmikið. Brjóta þurfti flísaklæðningu utan á byggingunni til þess að sjá hvort eldur eða glæður leyndust á bakvið. Töluvert vatn þurfti til þess að tryggja að hvergi leyndist eldur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum með á annan tug íbúða. Íbúum var brugðið.Bjarrnveig Guðbjartsdóttir og sonur hennar Guðbjartur Felixson búa í húsinu þar sem eldurinn kom upp.Vísir/JóhannK„Maður veit alveg að það verður að vera alveg öruggt áður en maður fær að sjá þarna. En ég sé að það er svart á svölunum á hæðinni okkar þannig að maður veit ekki. Það er ekki gaman að enda hátíðarnar svona. Þetta er skelfilegt,“ sagði Bjarnveig Guðbjartsdóttir, íbúi í húsinu þegar fréttastofa ræddi við hana á vettvangi í gær. Slökkvistarf tók á þriðju klukkustund en þá var íbúum leyft að snúa til síns heima. Á vettvangi í dag mátti sjá skemmdirnar sem urðu vegna eldsins utan á klæðningunni.Vísir/JóhannKÍ dagsbirtunni í dag var svo betur hægt að virða fyrir sér skemmdirnar eftir brunann en eins og sjá má eru þær töluverðar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök og ekki er ólíklegt að kveiknað hafi í út frá rafmagni. Miklar skemmdur urðu á byggingunni þegar slökkviliðsmenn þurftu að rífa flísaklæðningu frá en sömuleiðis í einhverjum íbúðum þar sem að vatn lak inn þegar að slökkvistarf stóð yfir. Einnig er til skoðunar hvort eldurinn hafi komið upp með öðrum hætti. Fjölbýlishúsið þar sem að eldurinn kom upp er nýlegt og er til skoðunar hvort klæðning utan á húsinu standist lög, reglugerðir og kröfur sem gerðar eru. Fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins í dag.
Slökkvilið Tengdar fréttir „Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46 Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27 Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27 Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46
Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27
Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27
Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44