Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 21:00 Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst.Göngin voru opnuð fyrirumferð 21. desemberog var frítt í göngin fyrst um sinn, þangað til í dag. Svo virðist sem að Eyfirðingar og nærsveitungar hafi nýtt tækifærið yfir hátíðirnar til þess að skoða göngin án þess að þurfa að greiða fyrir ferðina.„Frá því að við opnuðum 21. hafa verið um það bil tvö til þrjú þúsund bílar á dag sem er langt umfram það sem eðlilegt er á þessum árstíma,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.Gangamunarnir eru málaðir í fagurrauðum lit.Vísir/Tryggvi.Á ýmsu hefur gengið við gangagerðina en upphaflega var gert ráð fyrir að göngin yrðu opnuð á seinni hluta árs 2016. Nú er hins vegar allt svo gott sem klappað og klárt og tekjur farnar að koma í kassann svo standa megi undir kostnaði við göngin. „Þetta er mjög gott að geta hafið gjaldtöku þótt það sé ekki með formlegum hætti eða einhverri flugeldasýningu. Það er allavega búið að opna núna og núna sjáum við hvernig landinn mun taka þessu,“ segir valgeir.Sala á ferðum í göngin fer alfarið fram á netinu og sjálfvirkt tölvukerfi sér um að innheimta veggjöldin. Búið er að skrá í kringum 1.600 bíla í greiðslukerfið frá því að opnað var fyrir skráningu og alls hafa verið seldar um 55 þúsund ferðir. „Það hafa margir hringt og spurt: „Af hverju bara á netinu? eða af hverju þeir geti ekki fengið að tala við einhvern og það er allur gangur á því en þetta er nútíminn. Þetta er það sem mun koma skal og er þegar á mörgum stöðum í heiminum.“ Samgöngur Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst.Göngin voru opnuð fyrirumferð 21. desemberog var frítt í göngin fyrst um sinn, þangað til í dag. Svo virðist sem að Eyfirðingar og nærsveitungar hafi nýtt tækifærið yfir hátíðirnar til þess að skoða göngin án þess að þurfa að greiða fyrir ferðina.„Frá því að við opnuðum 21. hafa verið um það bil tvö til þrjú þúsund bílar á dag sem er langt umfram það sem eðlilegt er á þessum árstíma,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.Gangamunarnir eru málaðir í fagurrauðum lit.Vísir/Tryggvi.Á ýmsu hefur gengið við gangagerðina en upphaflega var gert ráð fyrir að göngin yrðu opnuð á seinni hluta árs 2016. Nú er hins vegar allt svo gott sem klappað og klárt og tekjur farnar að koma í kassann svo standa megi undir kostnaði við göngin. „Þetta er mjög gott að geta hafið gjaldtöku þótt það sé ekki með formlegum hætti eða einhverri flugeldasýningu. Það er allavega búið að opna núna og núna sjáum við hvernig landinn mun taka þessu,“ segir valgeir.Sala á ferðum í göngin fer alfarið fram á netinu og sjálfvirkt tölvukerfi sér um að innheimta veggjöldin. Búið er að skrá í kringum 1.600 bíla í greiðslukerfið frá því að opnað var fyrir skráningu og alls hafa verið seldar um 55 þúsund ferðir. „Það hafa margir hringt og spurt: „Af hverju bara á netinu? eða af hverju þeir geti ekki fengið að tala við einhvern og það er allur gangur á því en þetta er nútíminn. Þetta er það sem mun koma skal og er þegar á mörgum stöðum í heiminum.“
Samgöngur Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45
Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08