Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 21:00 Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst.Göngin voru opnuð fyrirumferð 21. desemberog var frítt í göngin fyrst um sinn, þangað til í dag. Svo virðist sem að Eyfirðingar og nærsveitungar hafi nýtt tækifærið yfir hátíðirnar til þess að skoða göngin án þess að þurfa að greiða fyrir ferðina.„Frá því að við opnuðum 21. hafa verið um það bil tvö til þrjú þúsund bílar á dag sem er langt umfram það sem eðlilegt er á þessum árstíma,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.Gangamunarnir eru málaðir í fagurrauðum lit.Vísir/Tryggvi.Á ýmsu hefur gengið við gangagerðina en upphaflega var gert ráð fyrir að göngin yrðu opnuð á seinni hluta árs 2016. Nú er hins vegar allt svo gott sem klappað og klárt og tekjur farnar að koma í kassann svo standa megi undir kostnaði við göngin. „Þetta er mjög gott að geta hafið gjaldtöku þótt það sé ekki með formlegum hætti eða einhverri flugeldasýningu. Það er allavega búið að opna núna og núna sjáum við hvernig landinn mun taka þessu,“ segir valgeir.Sala á ferðum í göngin fer alfarið fram á netinu og sjálfvirkt tölvukerfi sér um að innheimta veggjöldin. Búið er að skrá í kringum 1.600 bíla í greiðslukerfið frá því að opnað var fyrir skráningu og alls hafa verið seldar um 55 þúsund ferðir. „Það hafa margir hringt og spurt: „Af hverju bara á netinu? eða af hverju þeir geti ekki fengið að tala við einhvern og það er allur gangur á því en þetta er nútíminn. Þetta er það sem mun koma skal og er þegar á mörgum stöðum í heiminum.“ Samgöngur Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst.Göngin voru opnuð fyrirumferð 21. desemberog var frítt í göngin fyrst um sinn, þangað til í dag. Svo virðist sem að Eyfirðingar og nærsveitungar hafi nýtt tækifærið yfir hátíðirnar til þess að skoða göngin án þess að þurfa að greiða fyrir ferðina.„Frá því að við opnuðum 21. hafa verið um það bil tvö til þrjú þúsund bílar á dag sem er langt umfram það sem eðlilegt er á þessum árstíma,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.Gangamunarnir eru málaðir í fagurrauðum lit.Vísir/Tryggvi.Á ýmsu hefur gengið við gangagerðina en upphaflega var gert ráð fyrir að göngin yrðu opnuð á seinni hluta árs 2016. Nú er hins vegar allt svo gott sem klappað og klárt og tekjur farnar að koma í kassann svo standa megi undir kostnaði við göngin. „Þetta er mjög gott að geta hafið gjaldtöku þótt það sé ekki með formlegum hætti eða einhverri flugeldasýningu. Það er allavega búið að opna núna og núna sjáum við hvernig landinn mun taka þessu,“ segir valgeir.Sala á ferðum í göngin fer alfarið fram á netinu og sjálfvirkt tölvukerfi sér um að innheimta veggjöldin. Búið er að skrá í kringum 1.600 bíla í greiðslukerfið frá því að opnað var fyrir skráningu og alls hafa verið seldar um 55 þúsund ferðir. „Það hafa margir hringt og spurt: „Af hverju bara á netinu? eða af hverju þeir geti ekki fengið að tala við einhvern og það er allur gangur á því en þetta er nútíminn. Þetta er það sem mun koma skal og er þegar á mörgum stöðum í heiminum.“
Samgöngur Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45
Gjaldtaka hafin í Vaðlaheiðargöngum Gjaldtaka um nýopnuð Vaðlaheiðargöng hefst í dag en ökumenn hafa notið þess í nokkrar vikur að aka gjaldfrjálst um göngin. 2. janúar 2019 08:08
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent