Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2019 15:35 Hörður Guðbrandsson er afar ósáttur við ganginn í samningamálum og nú stefnir í að þetta 12 hundruð manna félag sé að ganga til liðs við hina nýju verkalýðsforystu. Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum. Þetta segir formaður þar, Hörður Guðbrandsson, í samtali við Vísi. Ef ekki dregur til tíðinda á næstu dögum gengur félagið úr Starfsgreinasambandinu og til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness. Samningar eru lausir, það urðu þeir strax í upphafi árs en um er að ræða 12 hundruð manna félag.Frá atvinnurekendum komið minna en ekkert Að sögn Harðar eru þeir í félaginu afar ósáttir við það sem frá samtökum atvinnurekenda komið. Sem sé reyndar lítið og jafnvel minna en ekki neitt. „Ekkert nema vonlaus tillaga um breytingu á vinnutíma. Það er enginn grunnur til að ræða það innan minna vébanda, algjör höfnun á því. Að dagvinna geti hafist klukkan 6 á morgnanna og verið til 7 á daginn. Þetta þýðir í raun að öll yfirvinna myndi detta út. Ekki nein yfirvinna greidd. Því var alfarið hafnað og kröftuglega af mér. Þeir létu það fylgja að það yrði ekkert rætt fyrr en þetta hefði verið rætt og afgreitt, en því var alfarið hafnað af flestum félögunum. Síðan hefur ekkert gerst sem ég veit af,“ segir Hörður.Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Nú stefnir í að Verkalýðsfélag Grindavíkur sláist í þann hóp.En, er verkalýðsforinginn þá óánægður með frammistöðu Starfsgreinasambandsins, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd félagsins? „Jahh, við vorum eitt af þessum sjö félögum sjö félögum sem vildu vísa þessu til sáttasemjara, 11 vildu það ekki. Þetta var fyrir jólin. Sem hafði þær afleiðingar að Efling og Verkalýðsfélag Akraness fóru út. Ef ekkert breytist förum við sömu leið. Við erum með ályktun um það. Skýrist í næstu viku hvort við förum sömu leið. Mikil óþolinmæði með að það fari eitthvað að gerast í þessu. Hjá mínu fólki; í stjórn og trúnaðarmannaráði er þetta var einróma skoðun.“Til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Skagans Hörður segir að ef svo fer að Verkalýðsfélag Grindavíkur dragi sig út úr Starfsgreinasambandinu muni það fara fram á að vera með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness í hópi. „Það er bara það sem liggur fyrir, þangað stefnir,“ segir Hörður og ljóst að það þarf í hans huga eitthvað mikið til að koma svo þeir verði áfram í Starfsgreinasambandinu. Hörður vill ekki taka af allan vafa um hvað verði í þeim efnum en það eru engin teikn á lofti um annað að þangað sigli þetta 12 hundruð manna félag; til liðs við hina nýju verkalýðsforystu sem svo hefur verið nefnd. Og munar um minna. Á hádeginu á morgun verður fundur hjá Starfsgreinasambandinu og þá munu þessi mál væntanlega skýrast í kjölfarið. Grindavík Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19 Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum. Þetta segir formaður þar, Hörður Guðbrandsson, í samtali við Vísi. Ef ekki dregur til tíðinda á næstu dögum gengur félagið úr Starfsgreinasambandinu og til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness. Samningar eru lausir, það urðu þeir strax í upphafi árs en um er að ræða 12 hundruð manna félag.Frá atvinnurekendum komið minna en ekkert Að sögn Harðar eru þeir í félaginu afar ósáttir við það sem frá samtökum atvinnurekenda komið. Sem sé reyndar lítið og jafnvel minna en ekki neitt. „Ekkert nema vonlaus tillaga um breytingu á vinnutíma. Það er enginn grunnur til að ræða það innan minna vébanda, algjör höfnun á því. Að dagvinna geti hafist klukkan 6 á morgnanna og verið til 7 á daginn. Þetta þýðir í raun að öll yfirvinna myndi detta út. Ekki nein yfirvinna greidd. Því var alfarið hafnað og kröftuglega af mér. Þeir létu það fylgja að það yrði ekkert rætt fyrr en þetta hefði verið rætt og afgreitt, en því var alfarið hafnað af flestum félögunum. Síðan hefur ekkert gerst sem ég veit af,“ segir Hörður.Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Nú stefnir í að Verkalýðsfélag Grindavíkur sláist í þann hóp.En, er verkalýðsforinginn þá óánægður með frammistöðu Starfsgreinasambandsins, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd félagsins? „Jahh, við vorum eitt af þessum sjö félögum sjö félögum sem vildu vísa þessu til sáttasemjara, 11 vildu það ekki. Þetta var fyrir jólin. Sem hafði þær afleiðingar að Efling og Verkalýðsfélag Akraness fóru út. Ef ekkert breytist förum við sömu leið. Við erum með ályktun um það. Skýrist í næstu viku hvort við förum sömu leið. Mikil óþolinmæði með að það fari eitthvað að gerast í þessu. Hjá mínu fólki; í stjórn og trúnaðarmannaráði er þetta var einróma skoðun.“Til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Skagans Hörður segir að ef svo fer að Verkalýðsfélag Grindavíkur dragi sig út úr Starfsgreinasambandinu muni það fara fram á að vera með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness í hópi. „Það er bara það sem liggur fyrir, þangað stefnir,“ segir Hörður og ljóst að það þarf í hans huga eitthvað mikið til að koma svo þeir verði áfram í Starfsgreinasambandinu. Hörður vill ekki taka af allan vafa um hvað verði í þeim efnum en það eru engin teikn á lofti um annað að þangað sigli þetta 12 hundruð manna félag; til liðs við hina nýju verkalýðsforystu sem svo hefur verið nefnd. Og munar um minna. Á hádeginu á morgun verður fundur hjá Starfsgreinasambandinu og þá munu þessi mál væntanlega skýrast í kjölfarið.
Grindavík Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19 Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19
Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00