Domino's með fimmtung markaðarins Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 15:37 Domino's jók sölu sína um rúm 5 prósent á síðasta ári. Fréttablaðið/eyþór Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Pizzarisinn, sem rekur um 25 útibú um land allt, er með 21 prósent markaðshlutdeild meðal viðskiptavina Meniga. Næst á eftir kemur kjúklingakeðjan KFC með um 10 prósent markaðarins og Subway með 7 prósent. Serrano kemur þar á eftir með 4 prósent markaðshlutdeild, hamborgarastaðirnir American Style og Hamborgarabúlla Tómasar með 3 prósent hlutdeild en aðrir minna.Sjá einnig: Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósentFram kemur á vef Meniga að gögnin samanstandi af meðaltölum allra þeirra sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins, sem nálgast má í gegnum heimabanka stóru bankanna þriggja. Jafnframt er undirstrikað að um ópersónugreinanlegar samantektir sé að ræða og að þær byggi á því hvernig færslur flokkast í Meniga.Costco með 8 prósent markaðarins Gögnin benda að sama skapi til að meðalviðskiptavinur Meniga hafi varið næstum 610 þúsund krónum í matarinnkaup á liðnu ári, sem gerir um 4 prósent aukningu frá árinu 2017. Fólk fari að meðaltali fjórum sinnum í viku í matvöruverslun og stendur sú tala í stað frá fyrra ári að sögn Meniga. „Það hefur sýnt sig að þeir sem fara sjaldnar í matvöruverslanir, eyða minna að meðaltali í matvöru, en þeir sem eru tíðari gestir,“ segir í frétt Meniga. Þar er þess einnig getið að Bónus hafi sem fyrr mesta markaðshlutdeild í flokki matvöruverslana, eða um 27 prósent. Næst á eftir kemur Krónan með 19 prósent, sem gefur til kynna að verslunin sé að „sækja aðeins í sig veðrið“ eins og það er orðað. Þar á eftir koma Hagkaup með 11 prósent hlutdeild og Nettó og Costco með prósent hvor. Meniga tekur þó fram að mögulegt sé að aðrir vörurflokkar, á borð við snyrtivöru, eldsneyti og fatnað, geti skekkt myndina í einhverjum tilfellum. Til að mynda sé hægt að kaupa aðrar vörur en matvöru í verslunum á borð við Costco, Hagkaup og Nettó. Nánar má kynna sér samantektina um markaðshlutdeildina á vef Meniga. Matur Neytendur Tengdar fréttir Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00 Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Pizzarisinn, sem rekur um 25 útibú um land allt, er með 21 prósent markaðshlutdeild meðal viðskiptavina Meniga. Næst á eftir kemur kjúklingakeðjan KFC með um 10 prósent markaðarins og Subway með 7 prósent. Serrano kemur þar á eftir með 4 prósent markaðshlutdeild, hamborgarastaðirnir American Style og Hamborgarabúlla Tómasar með 3 prósent hlutdeild en aðrir minna.Sjá einnig: Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósentFram kemur á vef Meniga að gögnin samanstandi af meðaltölum allra þeirra sem nýta sér þjónustu fyrirtækisins, sem nálgast má í gegnum heimabanka stóru bankanna þriggja. Jafnframt er undirstrikað að um ópersónugreinanlegar samantektir sé að ræða og að þær byggi á því hvernig færslur flokkast í Meniga.Costco með 8 prósent markaðarins Gögnin benda að sama skapi til að meðalviðskiptavinur Meniga hafi varið næstum 610 þúsund krónum í matarinnkaup á liðnu ári, sem gerir um 4 prósent aukningu frá árinu 2017. Fólk fari að meðaltali fjórum sinnum í viku í matvöruverslun og stendur sú tala í stað frá fyrra ári að sögn Meniga. „Það hefur sýnt sig að þeir sem fara sjaldnar í matvöruverslanir, eyða minna að meðaltali í matvöru, en þeir sem eru tíðari gestir,“ segir í frétt Meniga. Þar er þess einnig getið að Bónus hafi sem fyrr mesta markaðshlutdeild í flokki matvöruverslana, eða um 27 prósent. Næst á eftir kemur Krónan með 19 prósent, sem gefur til kynna að verslunin sé að „sækja aðeins í sig veðrið“ eins og það er orðað. Þar á eftir koma Hagkaup með 11 prósent hlutdeild og Nettó og Costco með prósent hvor. Meniga tekur þó fram að mögulegt sé að aðrir vörurflokkar, á borð við snyrtivöru, eldsneyti og fatnað, geti skekkt myndina í einhverjum tilfellum. Til að mynda sé hægt að kaupa aðrar vörur en matvöru í verslunum á borð við Costco, Hagkaup og Nettó. Nánar má kynna sér samantektina um markaðshlutdeildina á vef Meniga.
Matur Neytendur Tengdar fréttir Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00 Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00
Sala Domino's á Íslandi jókst um 5,5 prósent Sala Domino's á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 5,5 prósent frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í árshlutareikningi móðurfélagsins, Domino's Pizza Group, sem birtur var í gær. 8. ágúst 2018 06:00
Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. 14. mars 2018 08:00