Aron Pálmars og Björgvin Páll fjarri sínu besta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 17:30 Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Samsett/HSÍ Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru tveir af reyndustu leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins og góð frammistaða þeirra er algjört lykilatriði ef vel á að fara á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Frammistaða Arons og Björgvins Páls heillaði hinsvegar ekki marga í sex marka tapi á móti Noregi á æfingamótinu í Osló í gær. Aron skoraði aðeins tvö mörk þrátt fyrir að reyna sjö skot í leiknum og Björgvini Páli tókst ekki að verja eitt einasta skot af þeim tólf sem Norðmenn skutu á hann. Þessi frammistaða þeirra tveggja gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur. Félagsliða-Aron Pálmarsson er handboltamaður á heimsmælikvarða... Landsliðs-Aron Pálmarsson er ofmetnasti handboltamaður íslandssögunar#handbolti — Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) January 3, 2019Tap gegn Noregi. Erfiður leikur gegn góðum andstæðingi. Tvö atriði stöðu upp úr. Aðalmarkvörður Norðmanna varði 17 skot á meðan aðalmarkvörður Íslendinga varði 0 skot. Sagosen dró vagn Norðmanna en sama er ekki hægt að segja um Aron Pálmarsson hjá okkar mönnum. #handbolti#hsí — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 3, 2019Norðmenn skrefi framar eins og er, hvergi veikur hlekkur. Gísli Þorgeir flottur en báðir hornamenn, ásamt Aroni og Bjöggi langt undir pari. Verðum að fá þessa menn í toppformi til að vinna heimsklassalið eins og Noreg #handbolti — Halldór Sigfússon (@dorifusa) January 3, 2019 Íslenska handboltalandsliðið á eftir að mæta Brasilíumönnum og Hollendingum á þessu æfingamóti í Noregi og þessir tveir lykilmenn íslenska liðsins fá því tvö tækifæri til að finna taktinn og koma sér í gang. Það skiptir íslenska liðið mjög miklu máli að besti sóknarmaðurinn og aðalmarkvörðurinn séu að spila vel ætli þetta fyrsta stórmót liðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar að ganga vel. Báðir voru í góðum gír á því síðasta undir stjórn Guðmundar sem voru Ólympíuleikarnir í London 2012. Aron Pálmarsson skoraði þá 37 mörk í 6 leikjum og komst í úrvalslið mótsins og Björgvin Páll varði meðal annars 4 af 13 vítum sem hann reyndi við.Fréttin hefur verið uppfærð. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru tveir af reyndustu leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins og góð frammistaða þeirra er algjört lykilatriði ef vel á að fara á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Frammistaða Arons og Björgvins Páls heillaði hinsvegar ekki marga í sex marka tapi á móti Noregi á æfingamótinu í Osló í gær. Aron skoraði aðeins tvö mörk þrátt fyrir að reyna sjö skot í leiknum og Björgvini Páli tókst ekki að verja eitt einasta skot af þeim tólf sem Norðmenn skutu á hann. Þessi frammistaða þeirra tveggja gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur. Félagsliða-Aron Pálmarsson er handboltamaður á heimsmælikvarða... Landsliðs-Aron Pálmarsson er ofmetnasti handboltamaður íslandssögunar#handbolti — Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) January 3, 2019Tap gegn Noregi. Erfiður leikur gegn góðum andstæðingi. Tvö atriði stöðu upp úr. Aðalmarkvörður Norðmanna varði 17 skot á meðan aðalmarkvörður Íslendinga varði 0 skot. Sagosen dró vagn Norðmanna en sama er ekki hægt að segja um Aron Pálmarsson hjá okkar mönnum. #handbolti#hsí — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 3, 2019Norðmenn skrefi framar eins og er, hvergi veikur hlekkur. Gísli Þorgeir flottur en báðir hornamenn, ásamt Aroni og Bjöggi langt undir pari. Verðum að fá þessa menn í toppformi til að vinna heimsklassalið eins og Noreg #handbolti — Halldór Sigfússon (@dorifusa) January 3, 2019 Íslenska handboltalandsliðið á eftir að mæta Brasilíumönnum og Hollendingum á þessu æfingamóti í Noregi og þessir tveir lykilmenn íslenska liðsins fá því tvö tækifæri til að finna taktinn og koma sér í gang. Það skiptir íslenska liðið mjög miklu máli að besti sóknarmaðurinn og aðalmarkvörðurinn séu að spila vel ætli þetta fyrsta stórmót liðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar að ganga vel. Báðir voru í góðum gír á því síðasta undir stjórn Guðmundar sem voru Ólympíuleikarnir í London 2012. Aron Pálmarsson skoraði þá 37 mörk í 6 leikjum og komst í úrvalslið mótsins og Björgvin Páll varði meðal annars 4 af 13 vítum sem hann reyndi við.Fréttin hefur verið uppfærð.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita