Börsungar komnir með fimm stiga forskot

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez og Vidal fagna í kvöld.
Suarez og Vidal fagna í kvöld. vísir/getty
Barcelona er komið með fimm stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Getafe í kvöld.

Lionel Messi kom Barcelona yfir á 20. mínútu og nítján mínútum síðar var það Úrúgvæinn Luis Suarez sem tvöfaldaði forystuna.

Getafe náðu þó að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks er Jaime Mata skoraði og staðan 2-1 í hálfleik.

Ekki urðu mörkin fleiri í síðari hálfleik og Börsungar eru komnir með fimm stiga forskot á toppnum eftir að úrslit umferðarinnar féllu með þeim.

Getafe er í sjöunda sætinu með 25 stig, fimmtán stigum á eftir toppliðinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira