Rannsókn á brunanum á Selfossi svo gott sem lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 08:30 Tveir létust í brunanum að Kirkjuvegi þann 31. október. Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október með þeim afleiðingum að karl og kona létust hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. janúar. Rannsókn málsins er á lokametrunum. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald þann 27. desember en maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því að hann var handtekinn á vettvangi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn fimmtudag. Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi svo gott sem lokið rannsókn málsins, aðeins sé eftir frágangur rannsóknargagna en að því loknu verði málið sent til héraðssaksóknara sem taki ákvörðun um hvort maðurinn verði ákærður eða ekki. Í greinargerð lögreglu sem tíunduð er í úrskurði Landsréttar segir að maðurinn sé undir sterkum rökstuddum grun um að hafa valdið eldsvoðanum. Niðurstöður tæknideildar vegna brunans séu á þá leið að eldsupptök hafi verið íkveikja af mannavöldum. Kona, sem nýtur réttarstöðu sakbornings og var handtekinn á sama tíma og maðurinn vegna málsins sagðist við yfirheyrslur hjá lögreglu hafa orðið vitni að því þegar maðurinn kveikti í pizzakössum í fangi sér sem og gardínu við sófa í stofunni. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni sagðist maðurinn muna eftir því að hafa kveikt eld með kveikjara í pappa í stofu hússins. Við seinni yfirheyrslur neitaði maðurinn hins vegar að tjá sig. Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október með þeim afleiðingum að karl og kona létust hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. janúar. Rannsókn málsins er á lokametrunum. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald þann 27. desember en maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því að hann var handtekinn á vettvangi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn fimmtudag. Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi svo gott sem lokið rannsókn málsins, aðeins sé eftir frágangur rannsóknargagna en að því loknu verði málið sent til héraðssaksóknara sem taki ákvörðun um hvort maðurinn verði ákærður eða ekki. Í greinargerð lögreglu sem tíunduð er í úrskurði Landsréttar segir að maðurinn sé undir sterkum rökstuddum grun um að hafa valdið eldsvoðanum. Niðurstöður tæknideildar vegna brunans séu á þá leið að eldsupptök hafi verið íkveikja af mannavöldum. Kona, sem nýtur réttarstöðu sakbornings og var handtekinn á sama tíma og maðurinn vegna málsins sagðist við yfirheyrslur hjá lögreglu hafa orðið vitni að því þegar maðurinn kveikti í pizzakössum í fangi sér sem og gardínu við sófa í stofunni. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni sagðist maðurinn muna eftir því að hafa kveikt eld með kveikjara í pappa í stofu hússins. Við seinni yfirheyrslur neitaði maðurinn hins vegar að tjá sig.
Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05
Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01