Þurfti að innheimta milljóna króna lán frá Sigurði vegna Fullra vasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2019 10:28 Hákon Örn Bergmann segist hafa verið meðvirkur vegna vinskapar til langs tíma við Sigurð. Vísir/Vilhelm Hákon Örn Bergmann, einn þriggja sem eru ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallað, sagðist hafa þekkt Sigurð Kristinsson lengi. Sigurður hafi alltaf verið vel stæður en sumarið 2017 lenti hann í lausafjárvandræðum. Sagðist Hákon Örn hafa lánað Sigurði peninga yfir nokkuð tímabil og að lánið hefði numið þremur milljónum krónum. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurður Ragnar Kristinsson sætir ákæru fyrir skipulagningu og innflutning á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í janúar í fyrra. Sigurður kaus að tjá sig ekkert við aðalmeðferðina í morgun. Hann sagði allt hafa komið fram í skýrslutökum hjá lögreglu og hann stæði við framburð sinn þar.Sigurður og Hákon Örn með verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm„Björgunarhringur“ á leið frá Spáni Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. Um er að ræða kvikmyndina Fullir vasar en Hákon nefndi ekki sérstaklega um hvaða mynd væri að ræða í dómsal. Sagði Hákon gerð kvikmyndarinnar hafa farið langt fram úr áætlunum og vantaði hann nauðsynlega pening til að halda framleiðslunni gangandi. Hákon Örn sagðist hafa beðið Sigurð um pening til baka í desember árið 2017 og að Sigurður hefði greint honum frá því að björgunarhringur væri á leið frá Spáni til Íslands. Sigurður hafi sagt Hákoni að kaupa símanúmer sem átti að stíla á pakka sem átti að flytja með DHL frá Spáni til Íslands. Hákon sagðist ekki hafa áttað sig almennilega á því hvað hefði verið í pakkanum, hann taldi að um hefði verið að ræða peningasendingu frá Sigurði sem hann átti að fá sem endurgreiðslu á láninu.Sigurður Ragnar Kristinsson ásamt verjanda sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni.Vísir/VilhelmRunnu tvær grímur á Hákon Hákon sagði að það hefðu runnið á hann tvær grímur þegar kom í ljós að pakkinn var stílaður á Skáksamband Íslands. Hann ákvað því að biðja félaga sinn um að greiða fyrir pakkann, taka á móti honum og koma á áfangastað í Mosfellsbæ gegn niðurfellingu skuldar. Hákon sagðist hafa fengið slæma tilfinningu fyrir þessum pakka, án þess að vita hvað væri í honum. Á einhverjum tímapunkti fékk hann að heyra að um eitt kíló af fæðubótarefnum væri að ræða. Sagðist Hákon hafa reynt að fjarlægja sig málinu eins og hann gæti. Þá hefði hann verið samvinnuþýður hjá lögreglu við að upplýsa málið. Hákon sagðist hafa verið góður vinur Sigurðar og málið hefði gengið of langt af hans hálfu vegna þess að hann var meðvirkur með Sigurði vini sínum og vildi ekki bregðast honum. Er Hákon er ákærður fyrir skipulagningu og að leggja ráðin um innflutninginn en hann neitar alfarið sök. Dómsmál Skáksambandsmálið Tengdar fréttir Réttað í máli Sigurðar í dag Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. 7. janúar 2019 06:00 Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Hákon Örn Bergmann, einn þriggja sem eru ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallað, sagðist hafa þekkt Sigurð Kristinsson lengi. Sigurður hafi alltaf verið vel stæður en sumarið 2017 lenti hann í lausafjárvandræðum. Sagðist Hákon Örn hafa lánað Sigurði peninga yfir nokkuð tímabil og að lánið hefði numið þremur milljónum krónum. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurður Ragnar Kristinsson sætir ákæru fyrir skipulagningu og innflutning á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í janúar í fyrra. Sigurður kaus að tjá sig ekkert við aðalmeðferðina í morgun. Hann sagði allt hafa komið fram í skýrslutökum hjá lögreglu og hann stæði við framburð sinn þar.Sigurður og Hákon Örn með verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm„Björgunarhringur“ á leið frá Spáni Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. Um er að ræða kvikmyndina Fullir vasar en Hákon nefndi ekki sérstaklega um hvaða mynd væri að ræða í dómsal. Sagði Hákon gerð kvikmyndarinnar hafa farið langt fram úr áætlunum og vantaði hann nauðsynlega pening til að halda framleiðslunni gangandi. Hákon Örn sagðist hafa beðið Sigurð um pening til baka í desember árið 2017 og að Sigurður hefði greint honum frá því að björgunarhringur væri á leið frá Spáni til Íslands. Sigurður hafi sagt Hákoni að kaupa símanúmer sem átti að stíla á pakka sem átti að flytja með DHL frá Spáni til Íslands. Hákon sagðist ekki hafa áttað sig almennilega á því hvað hefði verið í pakkanum, hann taldi að um hefði verið að ræða peningasendingu frá Sigurði sem hann átti að fá sem endurgreiðslu á láninu.Sigurður Ragnar Kristinsson ásamt verjanda sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni.Vísir/VilhelmRunnu tvær grímur á Hákon Hákon sagði að það hefðu runnið á hann tvær grímur þegar kom í ljós að pakkinn var stílaður á Skáksamband Íslands. Hann ákvað því að biðja félaga sinn um að greiða fyrir pakkann, taka á móti honum og koma á áfangastað í Mosfellsbæ gegn niðurfellingu skuldar. Hákon sagðist hafa fengið slæma tilfinningu fyrir þessum pakka, án þess að vita hvað væri í honum. Á einhverjum tímapunkti fékk hann að heyra að um eitt kíló af fæðubótarefnum væri að ræða. Sagðist Hákon hafa reynt að fjarlægja sig málinu eins og hann gæti. Þá hefði hann verið samvinnuþýður hjá lögreglu við að upplýsa málið. Hákon sagðist hafa verið góður vinur Sigurðar og málið hefði gengið of langt af hans hálfu vegna þess að hann var meðvirkur með Sigurði vini sínum og vildi ekki bregðast honum. Er Hákon er ákærður fyrir skipulagningu og að leggja ráðin um innflutninginn en hann neitar alfarið sök.
Dómsmál Skáksambandsmálið Tengdar fréttir Réttað í máli Sigurðar í dag Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. 7. janúar 2019 06:00 Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Réttað í máli Sigurðar í dag Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. 7. janúar 2019 06:00
Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34